Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 6

Fréttablaðið - 29.04.2016, Side 6
Rússar leggja Aleppo í rúst Björgunarmaður kemur ungri stúlku til hjálpar eftir að rússneski flugherinn gerði loftárás á hverfi í Aleppo í Sýrlandi í gær. Tugir féllu í árásinni en sjúkrahús varð meðal annars fyrir sprengjum. Nordicphotos/AFp 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 75 0 99 MALLORCA Frá kr. 49.295 Netverð á mann frá kr. 49.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 92.625 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. maí í 7 nætur. Frá kr. 79.345 m/ allt innifalið Netverð á mann frá kr. 79.345 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 101.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 30. maí í 7 nætur Frá kr. 135.395 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 135.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 115.295 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 21. júní í 7 nætur Hotel Sorrento / Portofino Eix Lagotel Apartments Sol Katmandu Frá kr. 49.295 Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann til 1. maí valdar brottfarir Frá kr. 75.420 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 75.420 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 89.495 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 7. júní í 7 nætur Hotel Roc Boccaico SÓL Á SPOTTPRÍS Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra var ekki þjónusta við annað en neyðar- flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. FréttAbLAðið/stEFáN Kjaramál Flug lá niðri á Keflavíkur- flugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnu- bannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norð- ur-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“ Sigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissátta- semjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaravið- ræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands. olikr@frettabladid.is Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflug- völl niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfir- vinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -5 B 7 8 1 9 4 1 -5 A 3 C 1 9 4 1 -5 9 0 0 1 9 4 1 -5 7 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.