Fréttablaðið - 29.04.2016, Síða 41

Fréttablaðið - 29.04.2016, Síða 41
 Húsin eru steypt við bestu mögu- legu aðstæður, sem tryggir gæði einingana. Með einingalausnum fækkar óvissuþáttum og húsin eru reist og tilbúin á styttri tíma, sem lækk- ar fjármagnskostnað. Pétur Hans Pétursson BM Vallá rekur einingaverksmiðj- una Smellinn á Akranesi ásamt steypustöð. Framleiðsla á Smell- inn-einingum hófst árið 2000 og í deildinni starfa nú 35 manns að meðtalinni hönnunardeild og fer starfsfólki fjölgandi. „Við hjá BM Vallá höfum verið lánsöm að geta rekið einingaverksmiðju og steypustöð á Akranesi í mörg ár. Hér hefur verið stöðugt vinnu- afl og við erum með góðar teng- ingar á Akranesi og öllu Vestur- landi og höfum byggt fjöldann allan af ýmiss konar byggingum úr einingum og steypu. Allt frá sumarhúsum, einbýli, iðnaðar- húsnæði og ekki síst landbún- aðarbyggingum víða um hérað- ið,“ segir Pétur Hans Pétursson, framkvæmdastjóri einingafram- leiðslu Smellins. Hann bætir við að mikil ánægja sé með staðsetn- ingu verksmiðjunnar. „Við lítum á þetta sem mikið framtíðarsvæði og erum að leita leiða til að auka við framleiðsluna, því markaður- inn er til staðar.“ Pétur Hans segir mikinn árang- ur hafa náðst í sölu á einingum á undanförnum árum og að verk- efnastaðan sé mjög góð. „Biðtím- inn eftir einingum er allt að sex til átta mánuðir í dag. Við höfum þó svigrúm til að bæta við á þeim tíma en það fer eftir gerð verkefn- isins hverju hægt er að bæta við. Okkar meginmarkmið er þó alltaf að gæði séu ofar magni.“ Smellinn forsteyptar eininga- lausnir frá BM Vallá eru traust- ur og fljótlegur kostur fyrir fólk í framkvæmdahug að sögn Pét- urs Hans. „Húsin eru steypt við bestu mögulegu aðstæður, sem tryggir gæði eininganna. Með einingalausnum fækkar óvissu- þáttum, tímaáætlanir geta haldið betur og húsin eru reist og tilbú- in á styttri tíma, sem lækkar fjár- magnskostnað. Við framleiðum margs konar einingar, þar á meðal fyrir raðhús, parhús, einbýlishús, iðnaðar húsnæði og landbúnaðar- byggingar. Einnig höfum við hasl- að okkur sterkan völl í hótelgeir- anum úti á landi og erum þar að selja sérstakt húseiningakerfi sem heitir Smellinn+. Í Smellinn+ hús- kerfinu erum við að skila bygg- ingunni fullhannaðri og uppsettri með sökklum, botnplötu, útveggj- um, innveggjum, þaki og glugg- um,“ útskýrir Pétur Hans „Við hjá BM Vallá höfum nýlokið við að klára viðbyggingu við Hótel Dyr- hólaey sem er tólf hundruð fer- metra bygging á tveimur hæðum og var reist á þremur mánuðum. Við erum að reisa aðra núna, að- eins minni, á Hala í Suðursveit. Smellinn+ kerfið er hugsað þannig að það þurfi að steypa sem minnst á verkstað.“ Pétur Hans nefnir einnig að stór hluti af framleiðslu BM Vall- ár séu ýmiss konar einingar í stað- steypt hús og þar sé helst að nefna, loftaplötur, stiga, palla, svalir og ýmsar sérlausnir. „Svo erum við auðvitað með múrefni, hellur og garðeiningar til að ljúka verk- inu. Við leggjum mikla áherslu á að skila til viðskiptavina okkar heildar lausnum. Við seljum ekki aðeins einingarnar heldur getum við líka sett þær upp ef viðskipta- vinurinn óskar þess. Markmið okkar hjá BM Vallá er að vera með fjölbreytt vöruúrval á hverjum tíma og ekki síst að veita faglega þjónustu viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“ Allt sem þarf til húsbyggingar BM Vallá býður upp á heildarlausnir í öllu sem tengist steypu og einingahúsum. Hjá fyrirtækinu má fá allt sem þarf til að byggja hús hvort sem það eru einingarnar sjálfar, steypa,múrefni, múrkerfi, flot eða ál-trégluggar. Einnig fást þar hellur og garðeiningar til að ljúka við verkið. Hér má sjá viðbyggingu við Hótel Dyrhólaey sem reist var á þremur mánuðum. Pétur Hans Pétursson, framkvæmdastjóri einingaframleiðslu Smellins, segir markmið BM Vallár að vera með fjölbreytt vöruúrval og að veita faglega þjónustu. MYND/ERNIR Flatey í Breiðafirði er ein af nátt- úruperlum landsins. Þangað er gaman að koma. Hægt er að kom- ast þangað frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri. Á eyjunni búa aðeins fimm einstaklingar allt árið um kring en á sumrin bætist í þann hóp. Í Flatey virðist sem tíminn hafi staðið í stað. Falleg, litrík, gömul hús setja svip sinn á umhverfið. Í Flatey er starfandi eitt hótel. Í Flatey er margt sem hægt er að skoða, einstök náttúra, fjöl- skrúðugt fuglalíf, gamla kirkjan sem prýdd er listaverki eftir Balt- asar Samper og eiginkonu hans, Kristjönu Samper. Myndefnið er sótt í eyjabúskapinn og mannlíf í vestanverðum Breiðafirði. Flatey hefur verið kirkjustaður frá fornu fari. Núverandi kirkja var vígð árið 1926 og er opin á sumrin. Kyrrðin er einstök í Flatey og þangað er hægt að sækja sér orku og hugmyndaauðgi. Flatey var mikill verslunarstaður í eina tíð. Kaupfélag var starfandi þar á ár- unum 1920-1953. Í Flatey hafa verið teknar kvikmyndir og þættir. Má þar nefna Nonna og Manna, Ung- frúna góðu og húsið og Brúðgum- ann. Þorpið er ein heildstæðasta þorpsmynd sem varðveist hefur á Íslandi. Náttúruperlan Flatey Í Flatey á Breiðafirði. Vatnshellir er vinsæll og aðgengi- legur hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns á Snæfellsnesi. Ekki er ljóst hversu gamall hell- irinn er en hann er talinn vera um 5-8.000 ára gamall og að hann hafi myndast við eldgos í Purkhól- um ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Hellismunninn er í niðurfalli í hrauninu við þjóðveginn, skammt frá Purkhólum, en Purkhólahraun er talið eitt hellaríkasta hraun á Ís- landi. Frá hellismunnanum ganga álmur í gagnstæðar áttir en Vatns- hellir sjálfur er um 200 metra langur. Víða er hátt til lofts og vítt til veggja og hefur hann verið gerður aðgengilegri með stórum hringstiga. Árið 2010 var hellin- um lokað vegna verndunarsjónar- miða og hefur því verið boðið upp á skipulagðar ferðir í Vatnshelli síðan í fylgd leiðsögumanna. Flestir ættu að ráða við heim- sókn í hellinn þótt ekki sé mælt með því að fólk sem á erfitt með gang í myrkri eða á ósléttu fari þangað inn. Þar sem hitastig í hell- inum er yfirleitt rétt yfir frost- marki allt árið er mælt með hlýj- um fatnaði og góðum gönguskóm. Ekki má gleyma hönskum eða vettlingum, bæði fyrir öryggið en líka fyrir þægindin þar sem beitt hraunið getur farið illa með óvarð- ar hendur. Heimild: www.west.is.  Stórkostlegur hellir Kynningarblað KoMDu VEStuR 29. apríl 2016 13 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -7 4 2 8 1 9 4 1 -7 2 E C 1 9 4 1 -7 1 B 0 1 9 4 1 -7 0 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.