Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 6
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stofnskrá Innviðafjárfestingar- banka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráð- herrafundi stofnríkja bankans í Pek- ing í fyrradag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands. Þá var ákveðið að stefna að kosningu forseta bankans á sjötta undirbúningsfundi stofnríkja, sem haldinn verður í Tíblisi í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur jafnframt fram að AI- IB er fjárfestingar- og þróunarbanki sem mun styðja aðgerðir til að efla innviði í Asíu. „Aðild Íslands að bankanum getur þýtt aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu, og er ætlað að styrkja góð samskipti Ís- lands og Asíuríkja. Stofnfjárhlutur Íslands miðast við stærð hagkerfis- ins og er um 0,018% af heildar stofnfé bankans. Sem stofnaðili verður atkvæðavægi Íslands þó mun hærra, eða um 0,28%,“ segir orðrétt í tilkynningu ráðuneytisins. Bandaríkin og Japan ekki með Á heimasíðu AIIB kemur fram að stofnþjóðirnar séu 50 talsins, þar á meðal Bretland, Þýskaland, öll Norðurlandaríkin, Ástralía og Suð- ur-Kórea. Hvorki Bandaríkin né Japan eru meðal stofnþjóða, enda höfðu báðar þjóðir lýst sig andvígar stofnun bankans. Gert er ráð fyrir að sjö aðrar þjóðir bætist við sem hlut- hafar á árinu.Upphaflegt stofnfé bankans er 50 milljarðar Banda- ríkjadala, eða sem nemur 6.600 millj- örðum króna, en til stendur að tvö- falda það fyrir árslok, í 13.200 milljarða króna. 0,018% stofnhlutur Íslands nemur því um 17,6 milljónum Bandaríkja- dala, eða 2,33 milljörðum íslenskra króna. Þar af koma eingöngu 20% fjárhæðarinnar til greiðslu, en 80% stofnfjár getur bankinn kallað eftir ef þörf er á (stofnfjárloforð). Hið inn- greidda stofnfé verður samkvæmt þessu um 470 milljónir króna, sem greiðist í fimm hlutum á fyrstu tveimur árum í starfsemi bankans, samkvæmt upplýsingum utanríkis- ráðuneytisins. Í frétt BBC kemur fram að Kína muni fara með liðlega 30% hlut í bankanum og verða stærsti einstaki hluthafinn, með 26% vægi atkvæða. Indland verður annar stærsti hlut- hafinn, Rússland þriðji stærsti og Þýskaland fjórði stærsti. AFP AIIB Fulltrúar 50 stofnríkja Innviðafjárfestingarbanka Asíu í Peking í fyrradag að lokinni staðfestingu stofnskrár. Getur aukið við- skiptatækifæri í Asíu  Ísland meðal 50 stofnríkja AIIB  Hlutur Íslands 0,018% 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Hafi kaupmáttur ekki aukist í febr- úar á næsta ári eru forsendur ný- gerðra kjarasamninga brostnar,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ), um verð- hækkanir birgja sem munu hafa áhrif á verðlag og kaupmátt. Bresti forsendur kjarasamninga er líklegast að þeim verði sagt upp eða samið verði um viðbótar launa- hækkanir á móti verðlagshækk- unum. „Tölur Hagstofunnar sýna þó að þær verðhækkanir birgja sem hafa verið í fréttum að undanförnu hafa ekki skilað sér út í verðlagið, en ef fer fram sem horfir er gusa á leið- inni,“ segir Ólafur Darri. „Nota tækifærið og hækka“ Neytendasamtökin tóku saman lista yfir verðbreytingar birgja frá 1. maí 2015 þar sem kemur m.a. fram að Fjallalamb mun hækka kjötvörur sínar um 3,5% 1. júlí næstkomandi vegna nýgerðra kjarasamninga. Fyrirtækið Hollt og gott slær á svip- aða strengi og hækkar grænmeti, salöt og fleira um 3,5% vegna kjara- samninganna. Myllan hækkar brauð sitt og kökur um 4,9% og 1,5% þann 6. júlí á grundvelli hækkana á laun- um, flutningum, rafmagni, húsnæði og fleiru. „Í mörgum tilfellum eru birgj- arnir að nota tækifærið og hækka verð í skjóli nýgerðra kjarasamn- inga,“ segir Ólafur Darri, enda hafi verðhækkanir birgja fyrst komið fram áður en kjarasamningarnir voru samþykktir. Spurður hvernig birgjar eigi að bregðast við launahækkunum sem óumdeilanlega fylgi nýjum kjara- samningum segir hann að þeir ættu að horfa inn á við í rekstrinum áður en ráðist væri í verðhækkanir. „Ytri skilyrði hafa verið hagstæð að undanförnu, litlar verðbreytingar erlendis, gengið stöðugt og afkoma margra fyrirtækja góð. Menn hljóta því að horfa til þess að hagræða og draga úr álagningu.“ Segir hann jafnframt að öflugasta vopnið við verðhækkunum sé að neytendur séu meðvitaðir um þær og reyni að sniðganga þá sem hækki verð. ASÍ heldur úti verðlagseftirliti sem hefur það hlutverk að halda neytendum upplýstum um verð- breytingar. Forsendubrestur er yfirvofandi  Verðhækkanir hjá fjölda birgja setja forsendur kjarasamninga í hættu Morgunblaðið/Valdís Þórðardóttir Hækkun Fjölmargir birgjar hækka verð í kjölfar kjarasamninga. Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá níu verslana- keðjum af 12 frá því í desember 2014 þar til í byrj- un júní sl. Hefur hún þannig hækkað meira en sem nemur breytingu á virðisaukaskatti og afnámi sykurskatts hjá helmingi verslana. Mesta hækkunin var hjá Iceland, um 4,8%, Hag- kaup um 4,6%, Víði um 4% og Kaupfélagi Skag- firðinga um 3%. Á sama tímabili lækkar vörukarfan hjá Kjarvali um 3%, Krónunni um 1% og Nettó um 1,1%. Mat verðlagseftirlits ASÍ er því að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum gefi tilefni til hækkunar á verði matarkörfu meðalheimilis um u.þ.b. 1,5%. Þegar innihald körfunnar er skoðað eru áhrifin á ein- staka vöruflokka misjöfn. Iceland hækkar um 4,8% VÖRUKARFAN HÆKKAR UMFRAM SKATTKERFISBREYTINGAR Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra segir að samstaða hafi verið um það í ríkisstjórn- inni að Ísland yrði stofnfjáraðili að AIIB, Innviðafjárfesting- arbanka Asíu. Hann telur mestan ávinning í því fyrir Ísland að vera með í bankanum frá upphafi frekar en að reyna að kaupa sig inn í hann seinna. „Það gerðist bara á nokkrum sólarhringum, þegar átti að fara að loka stofnskránni og mikill fjöldi annarra bandamanna okkar en Bandaríkjamenn ákvað að vera með, að við ákváðum að vera með,“ sagði fjármálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að menn hefðu eðlilega spurt spurninga eins og þeirrar hvar vöxturinn yrði í framtíðinni og hvar eftirspurn myndi helst aukast. „Þetta er í raun og veru tvíþætt: Annars vegar er þetta fjár- festing og hins vegar er þetta leið til þess að greiða fyrir íslenskum aðilum sem ætla að fara í uppbygging- arverkefni á starfssvæði bank- ans í Asíu. Mér finnst það hefði verið meiri ábyrgðarhluti að vera ekki með en að taka þátt. Við er- um að opna með þessu fyrir ís- lenska aðila sem munu sækjast eftir fyrirgreiðslu frá bankanum vegna verkefna í Asíu,“ sagði Bjarni. Ábyrgðarhluti að vera ekki með BJARNI BENEDIKTSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er víða óvenjumikill snjór á af- réttum, sérstaklega sunnanlands. Er vandséð hvernig hægt verður að reka á þessa afrétti, til dæmis Rangár- vallaafrétt og Landmannaafrétt, fyrr en eftir miðjan júlí. Þar verður ekki kominn gróður sem þolir beit, fyrr en þá,“ segir Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, spurður um ástand gróðurs á afréttum. Hann segir að gróður sé langt á eft- ir gróðurfari í góðærinu síðustu ár. „Bændur segja að gróður í byggð sé þremur og jafnvel fjórum vikum á eftir því sem við eigum að venjast. Sömu sögu er að segja af afréttum, nema þeir eru ennþá seinni,“ segir Sveinn. Hann segir að ástandið lagist hægt, sunnan- lands og austan, vegna kulda í loftinu. Heldur hlýrra sé norðanlands og vestan. Landgræðslustjóri veit til þess að bændur séu að verða órólegir, þurfi að reka fé á fjall vegna þrengsla í heimahögum og sjái fram á að erfitt verði að halda fénu heima. „Þetta er staðan sem við búum við og nú reynir á eigendur stóru fjárbúanna. Menn verða að haga sínum búskap þannig að þeir geti búið á eigin landi en ekki á annarra manna landi í óþökk þeirra.“ Siðleysi gagnvart gróðri Einhver upprekstur hófst á Austurafrétt Mývetninga 10. júní, að- eins sex dögum seinna en venjulega. Þá skilst honum að bændur í Fljóts- hlíð hafi byrjað að reka á Fljótshlíð- arafrétt 22. júní, um tíu dögum seinna en á síðustu árum. „Ég tel þetta allt of fljótt, miðað við gróðurástandið. Það segir sig sjálft að á þessu síðbúna vori og sumri getur ekki verið kominn gróður á afrétti sem þolir beit. Ég efast ekki um að sauðféð hefur alveg lifað þetta af, en þetta er siðleysi gagnvart gróðrinum,“ segir Sveinn. Hann notar sömu orð um þá athöfn bónda í Hornafirði að byrja að flytja geldfé í Lónsöræfi í maí og flytja ann- að fé snemma í júnímánuði. Ekki kominn gróður sem þolir beit á afrétti Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Rekið á fjall Meira er orðið um að fé sé flutt á bílum eða kerrum á afrétt og gamli siðurinn að bændur reki féð ríðandi á hestum er að mestu aflagður.  Bændur víða órólegir og sumir eru byrjaðir að reka á fjall Sveinn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.