Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Charles Moore er fyrrverandi ritstjóri breska blaðsins Telegraph.    Hann er jafnframt ævisöguritari Mar- grétar Thatcher, en annað bindi opin- berrar sögu hennar er væntanlegt.    Moore veltir fyr-ir sér ákvörð- un Seðlabanka evr- unnar um að reynast ekki lán- veitandi til þrauta- vara gagnvart evru- ríkinu Grikklandi, þótt það sé eitt meginhlutverk bankans:    Engu er hampað meir í alfræðiESB en orðinu „samkennd“ (solidarity).    Bjargi sambandið ekki sínum fátækasta félaga missir sú yfirskrift allt sitt inntak.    Mjög sláandi er að það, semvarð til þess að „þríeykið“ fór á límingunum, var tilkynning Tsip- rasar um að gríska þjóðin fengi að greiða atkvæði um lokatilboð þess.    Tilboðið var samstundis afturkallað.    Grikklandi er þar með sagt a) aðlandinu því, sem hluta evru- svæðis, verði ekki bjargað og b) að það hafi ekki leyfi til að ákveða ör- lög sín eins og væri það sjálfstætt ríki.“    Eru brusselbúrókratar semkokkuðu Icesave með Steingrími og Co með ofnæmi fyrir þjóðaratkvæði? Charles Moore Þá brustu límingarnar STAKSTEINAR Alexis Tsipras Veður víða um heim 30.6., kl. 18.00 Reykjavík 16 skýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 30 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 25 léttskýjað Glasgow 22 skýjað London 27 heiðskírt París 32 heiðskírt Amsterdam 26 heiðskírt Hamborg 22 léttskýjað Berlín 26 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 21 skýjað Madríd 40 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 22 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 23 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:06 23:58 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:22 23:41 Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur samþykkt og vísað til borgar- ráðs erindi frá stjórn Landakotsskóla varðandi áform skólans um að hefja kennslu í alþjóðlegri deild í haust. Er um þróunarverkefni til tveggja ára að ræða, en samþykkt var að veita heimild fyrir allt að 24 nem- endur. Verður sviðsstjóra falið að ganga til samninga við forsvarsmenn skólans sem feli í sér heimild til að greiða framlög með allt að 13 reyk- vískum börnum á samningstímanum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir mikilvægt að koma til móts við aukna eftirspurn um alþjóðlegt nám fyrir börn er- lendra starfsmanna í atvinnulífi borg- arinnar, diplómata og barna af ís- lenskum uppruna með tímabundna búsetu hér á landi. „Þetta er eitt af því fyrsta sem fólk sem fær boð um að starfa á Íslandi spyr að, þ.e. hvernig skólakerfið er og hvaða þjón- usta er í boði fyrir börnin,“ segir Skúli og bætir við: „Við teljum að þetta sé áhugaverð viðbót við skóla- flóruna í borginni og til þess fallið að auka þróun og um leið fjölbreytni,“ segir hann, en stefna meirihlutans í borginni er að ýta undir fjölbreytta skólaþróun og er þetta verkefni því sagt undirstrika þá stefnu. khj@mbl.is Vilja koma upp alþjóðlegri deild  Skóla- og frístundasvið borgarinnar samþykkir erindi frá Landakotsskóla Morgunblaðið/Jim Smart Nám Landakotsskóli vill nú auka þjónustu sína við námsmenn. Júlítilboð - á einnota borðbúnaði Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Komdu í verslun RV og sjáðu glæsilegt úrval af einnota borðbúnaði í flottum sumarlitum. Fjórir fyrstu hópar Hálendisvaktar björgunarsveitanna fara upp á há- lendið á föstudag, tveir á Fjallabak og tveir á svæðið norðan Vatnajök- uls. Ekki er áætlað að senda hóp á Sprengisand í bráð vegna ófærðar en talið er að hann geti verið lokaður í allt að þrjár vikur í viðbót. Þetta segir Jónas Guðmundsson, verk- efnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg. Að hans sögn er hver hópur viku í senn á hverjum stað en 6-8 manns eru í hverjum hópi. Þeir séu svo leystir af þegar næsti hópur komi. „Það eru um 200 sjálfboðaliðar sem taka þátt í verkefninu og þeir standa vaktina út ágúst,“ segir Jónas og bætir við að yfirleitt séu 20-30 vakt- menn á hálendinu hverju sinni. brynja@mbl.is Morgunblaðið/RAX Fjallabak Tveir vakthópar fara þangað á föstudaginn kemur. Fjórir vakt- hópar fara á hálendið  200 sjálfboðaliðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.