Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 9

Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bæjarráð Fljótsdalshéraðs „undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðalánasjóði [ÍLS] við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eft- irspurn er eftir húsnæði er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúða- lánasjóður setur ekki út á markað,“ segir í fundargerð ráðsins. Sam- þykkt var að fela bæjarstjóra að hafa samband við ÍLS og óska eftir því að fasteignir í eigu sjóðsins þar í bæ verði auglýstar til sölu eða leigu. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir íbúa hafa sent bæjaryfirvöldum athugasemdir að undanförnu þar sem athygli er vakin á tómum íbúðum í eigu sjóðs- ins, sem ekki séu auglýstar. „Við viljum bara leggja áherslu á að Íbúðalánasjóður auglýsi þessar eignir því það er mikil eftirspurn eft- ir lausum eignum á svæðinu,“ segir Björn. Bendir hann á að í síðustu viku hafi Íbúðalánasjóður hins vegar auglýst nokkrar eignir í bænum. Fimm hvorki í sölu né leigu Gunnhildur Gunnarsdóttir, for- stjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn nú eiga alls 51 íbúð á Egilsstöðum. Af þeim eru 39 íbúðir í leigu, 7 eru skráðar til sölu hjá fasteignasölum á svæðinu og fimm eru hvorki í sölu né leigu. „Þær eru á leiðinni í sölu en sumar þeirra þarf að lagfæra,“ segir Gunnhildur og bætir við að ÍLS vísi því alfarið á bug að uppi sé einhvers konar tregða af hálfu sjóðsins í þess- um málum. „Við erum að vinna í því að koma þessum eigum á sölu og er lang- stærsti hluti þeirra eigna sem við eigum þarna í leigu,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði hefur sjóðurinn nú samþykkt kauptilboð í alls 46 íbúðir af 51 eign sem ÍLS á á Egilsstöðum. Vinna tilboðsgjafar nú að fjármögn- un kaupanna. Bæjarráð hissa á „tregðu“ ÍLS Morgunblaðið/Golli Egilsstaðir Íbúðalánasjóður á þar 51 íbúð og eru 39 þeirra í leigu.  Íbúðalánasjóður á 51 íbúð á Egilsstöðum Landsdómur hefur ekki verið til um- ræðu hjá stjórnarskrárnefnd enn sem komið er. Þetta segir formaður nefndarinnar, Páll Þórhallsson, en nefndin vinnur að tillögum að breyt- ingum á stjórnarskránni. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra segist aðspurður enn vera þeirrar skoðunar að það eigi að leggja niður Landsdóm. „Við erum komin tiltölulega skammt á veg að móta það sem á að taka við, en um þetta virðist ríkja nokkuð þver- pólitísk sátt. Það er ábyrgðarhluti að láta hjá líða að gera þessa nauðsyn- legu breytingu,“ segir Bjarni. Páll segir síðasta vetur hjá stjórn- arskrárnefnd hafa farið í að ræða hin svokölluðu forgangsmál; þjóðar- atkvæðagreiðsluákvæði, umhverfis- verndarákvæði, ákvæði um þátttöku í alþjóðasamstarfi og auðlindaákvæði. „Önnur málefni hafa vart verið rædd. Aðeins hefur verið byrjað að ræða málefni framkvæmdavaldsins en ekki dómstóla. Þau mál bíða,“ seg- ir Páll. isb@mbl.is Bjarni Benediktsson Ekki enn til umræðu  Bjarni vill ennþá afleggja Landsdóm Páll Þórhallsson Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Við seljum frægu buxurnar – frábært úrval Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. ÚTSALA Nú eru fallegu sumarvörurnar okkar á 40–50% afsl. Skoðið flottu fötin á friendtex.is Fyrstur kemur, fyrstur fær Vegna fréttar í blaðinu í gær um ut- anlandsferðir ráðherra vill atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið koma á framfæri þeirri leiðréttingu að fylgdarmenn iðnaðar- og við- skiptaráðherra í ferðum voru 33 en ekki 56 líkt og lesa mátti út úr svari ráðuneytisins til Alþingis. Skýringin er sú að ráðherra var talinn með í hópi fylgdarmanna. ÁRÉTTING UM UTANFERÐIR Mistök í svari ráðuneytis Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eina breytingin á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarbæjar sem kemur strax til framkvæmda er flutningur frístundaheimila og félagsmiðstöðva á milli sviða, frá fjölskyldusviði yfir í útvíkkaða fræðslu- og frístundaþjón- ustu. Það gerist raunar í dag, tveim- ur dögum eftir að bæjarstjórn sam- þykkti á aukafundi að ráðast í breytingar á stjórnskipulagi bæjar- ins til að hagræða og spara í rekstri. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að nauðsynlegt hafi verið að láta breytinguna taka gildi strax til þess að skólastjórnendur gætu hafið undirbúning að því að taka við heilsdagsskólanum svokall- aða af íþrótta- og tómstundaráði. Stjórnendur bæjarins kynntu breyt- ingarnar fyrir skólastjórnendum á fundi í gær og hafði Rósa upplýs- ingar um að ánægja hefði ríkt í þeirra hópi með að fá þetta verkefni til skólanna. Í seinni áfanga verður önnur starf- semi flutt til í samræmi við hið nýja skipulag og skal því lokið eigi síðar en 15. september nk. Þar er m.a. um það að ræða að stofna hafnarþjón- ustu sem sérstakt svið innan bæjar- kerfisins, við hlið annarra málefna- sviða, og þar með undir bæjarstjóra og bæjarstjórn. Rósa segir þetta kalla á breytingar á hafnarmálasam- þykkt bæjarins sem þurfi að fara í gegnum tvær umræður í bæjar- stjórn. Gengið verður frá þeim mál- um síðla sumars, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí. Færð undir skólana í dag  Fyrsti áfangi skipulagsbreytinga Hafnarfjarðarbæjar kominn til framkvæmda Morgunblaðið/Styrmir Kári Á Strandgötunni Ungir bæjarbúar gera listaverk á götunni. Fulltrúi frá Actavis fer á fund bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar á morgun, að ósk bæjaryfirvalda, til að gera grein fyrir breyt- ingum á rekstri fyrirtækisins í Hafnarfirði. Eins og fram hefur komið ákvað fyrirtækið að færa lyfja- framleiðslu til annarra verk- smiðja samsteypunnar og hætta lyfjaframleiðslu á Íslandi. Um 300 manns starfa við lyfja- verksmiðjuna í Hafnarfirði og búa margir starfsmenn þar. Actavis segir frá breytingu BÆJARRÁÐIÐ „Við köstuðum í gær [mánudag] djúpt suður af Öræfagrunni og feng- um 90-100 tonn af nokkuð fallegum makríl eftir þrjá tíma. Svo var dregið í 4-5 tíma í nótt en þá var eitthvað minna. Svo var komin bræla,“ sagði Hjalti Einarsson, skipstjóri á Faxa RE-9, sem er að leita á hefðbundinni makrílslóð, suðaustan við landið. Þeir á Faxa sigldu enn austar til að reyna að komast út úr veðrinu. „Ég kastaði um fimmleytið. Það var ekki mikið að sjá en eitthvað verður að prófa,“ sagði Hjalti. Hann segir erfitt að sjá torfurnar þegar mikil kvika er. „Það er ábyggilega einhver makríll hér en það þarf almennilegt veður til að sjá eitthvað.“ Það var hreinn makríll í köstunum sem Faxi tók. Hins vegar reyndi Vil- helm Þorsteins- son fyrir sér fyr- ir austan um helgina og fékk mest síld. Enn er ágæt veiði við Vest- mannaeyjar. Skipin hafa mest haldið sig í Grindavíkurdýpi og þar utan við því veðrið hefur verið skárra þar. „Þetta hefur verið í ágætu lagi hing- að til og vonandi fer veiðin að aukast,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE sem er í sínum öðrum túr á vertíð- inni. Makríllinn er stór, miðað við árstíma. helgi@mbl.is Leitað að makríl fyrir austan land  Veðrið hamlar veiðum hjá Faxa RE Makríll Vertíðin er rétt að byrja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.