Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 12

Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 VIÐTAL Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Jón Atli Benediktsson, nýr rektor Háskóla Íslands, segir spennandi tíma framundan í skólanum. Síðustu ár hafi gengið með ágætum og þrátt fyrir mögur ár í kjölfar efnahags- hrunsins hafi skólinn náð markmiði sínu um að komast í hóp bestu há- skóla heims, samkvæmt Times Higher Education-listanum. Einna helst hefur rannsókna- starfsemi háskólans eflst á síðustu árum en Jón Atli segir auknar rann- sóknir hafa veitt Háskóla Íslands mikla athygli á alþjóðavettvangi. Gengið til verks strax í haust Alþjóðlegt gæðaráð háskóla skil- aði nýlega skýrslu um Háskóla Ís- lands þar sem skólinn hlaut góða einkunn. Jón Atli segir að strax í haust verði ráðist í aðgerðir innan skólans með hliðsjón af gæðaúttekt- inni. „Niðurstaða gæðaúttekt- arinnar er líka góður efniviður fyrir uppbygginguna. Margar ábendingar koma þar fram um það sem betur má fara,“ segir Jón Atli. Hann segir komandi ár krefjandi fyrir háskólann. „Ég tel mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut að byggja hér upp öflugan kennslu- og rannsóknarháskóla.“ Skólinn hafi náð góðum árangri á síðustu árum þrátt fyrir erfið skilyrði en mörg tækifæri séu enn ónýtt. Kennslumálin í brennidepli Jón Atli segir verkefnin fram- undan að miklu leyti snúa að kennslumálum, þar megi margt bæta. Bágar fjárveitingar til háskól- ans bitni ekki síst á námsaðstöðunni. „Með fjölgun nemenda eftir hrun þrengdi mjög að starfseminni. Nú hafa fjárveitingar aukist en við erum samt langt á eftir sambærilegum há- skólum erlendis. Nú þegar hagur landsins vænkast er gríðarlega mik- ilvægt að setja háskólamenntun á oddinn og fjármagna hana vel,“ seg- ir hann. Jón Atli er áhugasamur um tengingar háskólans út á við. Með þeim geti háskólinn aukið þjónustu við nemendur og ræktað samfélags- legt hlutverk sitt um leið. „Ég vil leggja áherslu á tengingu háskólans við íslenskar stofnanir og atvinnulíf. Þannig skapast miklir möguleikar á raunhæfum verk- efnum í samstarfi við fyrirtæki og einnig á atvinnu fyrir nemendur í framtíðinni,“ segir hann. Það sé þó grundvallaratriði að standa vörð um akademískt frelsi innan háskóla- samfélagsins. Jón Atli kveðst einnig vilja efla skilyrði til nýsköpunar. „Ég tel mik- ilvægt að efla nýsköpunarhugsun innan háskólasamfélagsins, til dæm- is með þverfræðilegu samstarfi. Á mörkum fræðigreinanna eru oft mikil sóknarfæri,“ segir hann. Standist hæfnisviðmið Eitt verkefna háskólans á næstu árum er aukin aðsókn nemenda úr framhaldsskólum vegna styttingar skólastigsins í þrjú ár. Jón Atli segir mikilvægt að gott samstarf takist milli framhaldsskólanna, háskólans og mennta- og menningamálaráðu- neytisins um hvernig bregðast skuli við en hefur ekki teljandi áhyggjur af styttingunni. „Það er ljóst að nemendum mun fjölga. Það verður að tryggja að nemendur framhalds- skólanna verði jafn vel undirbúnir fyrir háskólanám og áður. Háskólinn er vel í stakk búinn til að taka við yngri nemendahóp. Aðalatriðið er að þeir hafi kunnáttuna til að hefja há- skólanám,“ segir Jón Atli. Langtímafjárfesting í menntun Hann segir mikilvægt að uppbygg- ing síðustu ára haldi áfram. Nú hefj- ist bataferli eftir niðurskurðartímabil og framtíð skólans á alþjóðavettvangi sé í brennidepli. Mikilvægt sé að há- skólinn haldist samkeppnishæfur en einnig þurfi hann að sinna samfélags- legu hlutverki sínu vel á Íslandi. Þess vegna sé brýnt að starfsemi hans sé fjármögnuð með viðeigandi hætti og vel sé haldið utan um kennslustarfið. Fjármögnunin sé forsenda framþró- unar í háskólanum. Jón Atli segir kostnaðar- útreikning mennta- og menningar- málaráðuneytisins kominn til ára sinna og endurspegli ekki raunveru- legan kostnað við kennslu á há- skólastigi. „Það er ljóst að það þarf að leggjast í heildarendurskoðun á reiknilíkani mennta- og menningar- málaráðuneytisins,“ segir Jón Atli og bætir við að fjárfesting í menntun sé ein besta fjárfesting sem hið op- inbera geti lagst í á tíma sem þess- um. „Ef ekki tekst að tryggja fjár- hagsgrundvöll skólans er árangri hans stefnt í hættu og tækifæri hans innan- og utanlands glatast,“ segir Jón Atli Benediktsson, nýr rektor Háskóla Íslands. Framþróun háð fjárfestingu  Nýr rektor Háskóla Íslands vill endurskoða fjármögnun skólans  Úrbætur í kjölfar úttektar  Tækifæri fólgin í samstarfi við atvinnulífið  Hefur ekki áhyggjur af styttingu framhaldsskólans Morgunblaðið/Kristinn Rektor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við rektorsskipti í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Jón Atli mun gegna embættinu í fimm ár en hann var áður aðstoðarrektor vísinda og kennslu við háskólann. Jón Atli Benediktsson fæddist árið 1960 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ árið 1984 og Ph.D.-prófi frá Purdue-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum árið 1990. Jón Atli hefur kennt við raf- magns- og tölvuverkfræðideild HÍ síðan 1991 og hlaut prófessorsstöðu 1996. Eftir Jón Atla liggja yfir 300 fræðigreinar og bókarkaflar en Jón Atli hefur sérhæft sig á sviði fjarkönnunar. Einnig hefur Jón Atli fengist við nýsköpun á sviði augnlækninga með fyrirtækinu Oxymap. Jón Atli er kvæntur Stefaníu Óskarsdóttur, dósent við stjórn- málafræðideild HÍ. Þau eiga tvo syni, Benedikt Atla og Friðrik. Afkastamikill fræðimaður TEKUR VIÐ EMBÆTTI REKTORS Jón Atli Benediktsson Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, tók við embætti rektors Háskóla Íslands af Kristínu Ingólfsdóttur í gær. Jón Atli var áður aðstoðarrektor vísinda og kennslu en hefur meðfram starf- inu kennt í Rafmagns- og tölvuverk- fræðideild skólans. Jón Atli hlaut kjör með 54,8% greiddra atkvæða í síðari umferð rektorskjörs sem fram fór hinn 20. apríl sl. Kjörsókn var 52,7% en kennarar, starfsfólk og nemendur háskólans höfðu kosningarétt. Í ræðu sinni þakkaði Jón Atli Kristínu Ingólfsdóttur fyrir vel unn- in störf og stiklaði á helstu verk- efnum háskólans síðustu ár. Hann vakti einnig athygli á fjárhags- málum skólans síðustu ár og kynnti meginsjónarmið stefnumörkunar fyrir tímabilið 2016-2021 en meðal annars nefndi hann að brýnt væri að draga úr álagi á starfsfólk háskól- ans, efla nýliðun á fræðasviðum skólans, styrkja rannsóknarinnviði skólans og bæta námsaðstöðu nem- enda. Ennfremur benti Jón Atli á þörf háskólans á aukinni fjár- mögnun í framtíðinni. jbe@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Athöfnin Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor, afhendir Jóni Atla tákn rektorsembættisins við athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands. Rektorsskipti í HÍ  Nýr rektor þakkaði Kristínu Ingólfs- dóttur fyrir vel unnin störf við skólann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.