Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 14

Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 14
„Veiðin var ágæt og vegurinn á svæðið er orðinn greiðfær. Við sum stærstu vötnin er að vísu mikill snjór og jafnvel íshröngl á þeim svo að þar er varla veiðanlegt vegna kulda. Litlu vötnin gefa mest,“ segir Gísli Gíslason lands- lagsarktekt. Hann kom í gær úr Veiði- vötnum, hvar hann var í fimm manna hópi sem náði um 60 fiskum á tveimur sólarhringum. Aflinn var að mestu bleikja. Tímabilið í Veiðivötnum hófst 18. júní sl. og í 1. vikunni veiddust 1.777 fiskar. „Síðustu þrjá daga hafa menn fiskað vel,“ sagði Bryndís Magnúsdóttir veiðivörður við Morgunblaðið í gær. Hún bætti við að nú væri Litlisjór orðinn íslaus og þá myndi mikið glæðast, enda kæmi stór hluti alls sem fiskaðist úr því vatni. sbs@mbl.is Ísinn að bráðna og veiðin að glæðast Veiði Félagar við eitt fjallavatnið. Ljósmynd/Gísli Gíslason 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 BAKSVIÐ Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Ég hef skilning á sjónarmiðum þeirra, til að mynda garð- yrkjubænda, sem gert hafa at- hugasemdir við sölu á upp- runaábyrgðum og hef ég óskað eftir því í ráðuneytinu að kannað verði hvaða leiðir eru færar í þessum efn- um. Ef í ljós kemur að tekjur eru litlar og að hagsmunum gæti verið fórnað þá væri möguleikinn sá að beita sér fyrir því að orkufyrirtæki ríkisins dragi sig út úr þessu kerfi og eftir atvikum ræða við aðra orkusala um að hverfa frá þessari stefnu einnig,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins en ekki hefur náðst tal af ráðherranum. Orkubókhaldsæfingar Eins og Morgunblaðið hefur greint frá gengur uppruni og eig- inleikar orku kaupum og sölum á markaði sem hefur í för með sér að samsetning orkusölu á Íslandi inni- heldur 23% kjarnorku og 32% jarð- efnaeldsneyti. Spurð hvort það sé jákvætt segir Ragnheiður Elín: „Að því er þessar prósentutölur varðar þá ber að hafa í huga að hér er um ákveðna bókhaldslega framsetningu að ræða, en ekki raunverulega lýs- ingu á okkar orkubúskap. Við vitum öll að raforkuframleiðsla og notkun á Íslandi er 99,9% af endurnýj- anlegum uppruna og það breyttist ekki með setningu laganna um upp- runaábyrgðir raforku árið 2008. Lögin voru sett á sínum tíma til að innleiða tilskipun ESB og til að veita íslenskum raforkuframleið- endum færi á að selja upp- runaábyrgðir vegna raforkufram- leiðslu þeirra. Á grundvelli laganna hafa því íslensk orkufyrirtæki, frá 2011, selt upprunaábyrgðir og haft af því einhverjar tekjur til viðbótar við hefðbundna raforkusölu. Þetta leiðir til þess að þegar gerð er grein fyrir sölu raforku hér á landi koma fram orkugjafar sem ekki eru notaðir til orkuframleiðslu hér á landi. Þetta er skýringin, en við þurfum hins vegar að mínu mati að vera vakandi fyrir því að þetta kerfi sem sett hefur verið upp á grund- velli tilskipunarinnar, og íslensku laganna, skaði ekki ímynd Íslands á einhvern hátt eða einstakar at- vinnugreinar.“ Össur ábyrgur Össur Skarphéðinsson flutti frumvarp um lög þessi á sínum tíma og var ábyrgðarmaður málsins en Ragnheiður Elín sat þá í iðnaðarnefnd Alþingis og studdi málið. „Eins og fyrr segir voru lögin sett til að innleiða tilskipun ESB um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Við umfjöllun málsins óskaði iðnaðar- nefnd þingsins eftir umsögnum frá rúmlega 40 aðilum. Engin af þeim 11 umsögnum sem nefndinni bárust um þetta mál á sínum tíma var efnislega neikvæð varðandi þetta atriði. Nefndin óskaði meðal annars eftir umsögnum frá Neytenda- samtökunum og Neytendastofu en hvorugur aðili sá ástæðu til að gera athugasemdir. Á grundvelli þess var innleiðing tilskipunarinnar sam- þykkt samhljóða með öllum greidd- um atkvæðum, þar á meðal mínu,“ segir Ragnheiður spurð hvers vegna hún studdi málið. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ekki áhrif á koltvísýringslosun Erum við Íslendingar þá í verri stöðu hvað varðar Kýótó-bókunina og losun koltvísýrings eða á listum yfir þjóðir sem skilja eftir sig geislavirk úrgangsefni í ljósi þess að orkubókhaldið segir okkur nota kjarnorku og jarðefnaeldsneyti í miklum mæli? „Upprunaábyrgðir hafa ekki áhrif á loftslagsbókhald Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni, né heldur erum við á lista yfir þjóð- ir sem skilja eftir sig geislavirkan úrgang. Þar er eingöngu horft á losun í landinu sjálfu. Ísland sendir árlega út skýrslur um losun til skrifstofu Loftslagssamningsins og þar með talið losun sem fellur undir „íslenska ákvæðið“. Þessar skýrslur eru teknar út á hverju ári af eftir- litsnefndum á vegum samningsins og þar hafa þessi mál ekki verið til umfjöllunar,“ segir Ragnheiður El- ín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Skoða hvort ríkið dragi sig úr kerfinu  Ráðherra skilur gagnrýni á upprunavottanir í orkusölu Morgunblaðið/Rósa Braga Kannað Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að skoðað verði hvort Ísland eigi að draga sig úr upprunavottunarkerfinu. Ísland mun leitast eftir því að ná sameiginlegu mark- miði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun á los- un gróðurhúsalofttegunda til 2030 miðað við árið 1990 á fundi Sameinuðu þjóðanna í desember næstkomandi. Á Parísarfundinum er vonast til þess að gengið verði frá hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum eftir 2020, þegar gildistími Kyoto-bókunarinnar rennur út. Ljóst er að ekki er vilji til þess að byggja á Kyoto- bókuninni og aðferðafræði hennar eftir 2020. Þess í stað er gengið út frá hnattrænu samkomulagi. Í Kaup- mannahöfn árið 2009 var síðast reynt að ná hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum en það tókst ekki. Meiri bjartsýni ríkir um árangur í París, m.a. vegna þess að Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur heims, hafa tilkynnt um framtíðarmarkmið, en þessi ríki voru utan Kyoto. Allt veltur á Parísarfundi NÝ MARKMIÐ ÍSLANDS Í LOFTSLAGSMÁLUM Gróðurhúsaáhrif. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum „Við sjáum fyrir endann á þessu verkefni og erum núna í lokafrá- gangi,“ segir Halldór Ingólfsson hjá Verktakafélaginu Glaumi. Menn þar á bæ hafa haft með hönd- um byggingu snjóflóðavarnargarðs fyrir ofan byggðina á Patreksfirði auk annarra varnarmannvirkja sem því fylgdu. Nú í vikunni var unnið í gilinu við Litladalsá, þar sem ekið er inn í bæinn. Þar verða tjaldsvæði, leikaðstaða og göngu- stígar. Framkvæmdir vestra hófust snemma í ársbyrjun 2013 og þung- inn í verkefninu var áðurnefndur varnargarður, sem er beint fyrir of- an sjúkrahús og grunnskóla bæjar- ins. Er 350 metra langur, 10-12 metrar á hæð og í hann fóru alls um 70 þúsund rúmmetrar af efni sem að mestum hluta var tekið af nær- liggjandi svæðum. Umhverfisáhrif í lágmarki Heildarmagn þess efnis sem í öll mannvirkin fór var um 100 þúsund rúmmetrar. „Umhverfisáhrifum í þessu verk- efni hefur verið haldið í lágmarki. Jarðefni voru tekin úr hlíðinni þar sem garðurinn er. Grjót, möl, mold og annað flokkuðum við og nýttum á staðnum. Og nú við lokafrágang í gilinu eru settir upp bekkir og fleira slíkt, sem smíðað er úr timbri sem féll til þegar skógur var felldur á því svæði þar sem varnargarð- arnir standa nú “ segir Halldór. Bætir við að verkefni þetta hafi verið mjög áhugavert. Því ljúki nú um miðjan júlí. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mannvirki Snjóflóðagarðinn nýja, sem er um 12 metra hár, ber hér við þak skólahússins, en hann skýlir bæði því og sjúkrahúsinu í byggðarlaginu. Varnargarðarnir á Patreksfirði tilbúnir  Lokafrágangur er nú við Litladalsá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glaumur Halldór Ingólfsson hefur verið við störf vestra í tæp þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.