Morgunblaðið - 01.07.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 01.07.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Með því að bæta stæðaúthlutanir flugvéla á Keflavíkurflugvelli má spara bæði fjármagn og einfalda líf farþega. Nú stendur yfir útboð á út- færslu hugbúnaðar fyrir úthlutun flugvélastæða sem byggir á tillögum meistararitgerðar Hönnu Maríu Hermannsdóttur, verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík og starfs- manns Isavia, rekstrarfélags flug- valla á Íslandi. Í rannsókn sinni sýnir Hanna María að með beitingu nýs reiknilíkans sem hún hannaði væri hægt að ná betri lausn á því vanda- máli sem flugvellir eiga við að glíma við að nýta takmarkaðan fjölda stæða betur. Vandamál við úthlutun stæða snýst um að úthluta flugvélum að- greind flugvallarstæði og -hlið er falla að þeim eiginleikum sem hvert flug krefst á meðan óþægindi farþega eru lágmörkuð, að því er kemur fram í ritgerð Hönnu Maríu. Sum hliðin eru til dæmis tengd við vegabréfa- og öryggiseftirlit sem krafist er vegna flugs til eða frá löndum sem eru utan Schengen-samstarfsins. Handstýrð stæðaúthlutun erfið Í dag eru átján hlið á Keflavíkur- flugvelli og er stæðaúthlutun flugvéla handstýrt af starfsmanni með hjálp einfalds hugbúnaðar. Fram kemur í rannsókn Hönnu Maríu að úthlutun- arferlið á flugvellinum sé með þeim hætti að þegar flugfélög sæki um stæði taki hugbúnaðurinn aðeins tillit til þess hversu mörg hliðin séu á Keflavíkurflugvelli og hvort þörf sé á Schengen-hliði eða ekki. Þá taki starfsmaðurinn við og krefjist starf hans mikillar starfsreynslu og þekk- ingar til að hægt sé að nýta hliðin á sem hagkvæmastan hátt. Nú stendur yfir 2,6 milljarða króna framkvæmd á 5.000 fermetra við- byggingu við suðurbyggingu flug- stöðvarinnar og bætast þá við sex hlið, samkvæmt tölum frá Isavia. Tvö þeirra eru nú þegar komin í notkun og verður fjöldi hliða kominn í 22 þegar framkvæmdinni eru lokið. Af þeim verða níu rútuhlið þar sem ekið er með farþega á milli flugvélar og flugstöðvar. Er því nokkuð ljóst að handstýrð stæðaúthlutun verður í kjölfar stækkunarinnar enn erfiðari en hún er í dag. Meiri hagkvæmni í líkaninu Reiknilíkanið sem Hanna María hefur hannað tekur tillit til mun fleiri breyta en núverandi hugbúnaður og starfsmaður er fær um að gera. Markmiðið er að lágmarka göngu- vegalengd farþega og þar með óþæg- indi þeirra, í samræmi við umferð og skipulag Keflavíkurflugvallar. Hægt er að gera það meðal annars með því að lágmarka notkun á rútuhliðum. Rannsókn Hönnu Maríu bendir til þess að ef líkaninu sé beitt á gögn frá háanna- og lágannatímum í flugstöð- inni verði bæði mikil hagræðing fyrir flugvöllinn og aukin þægindi fyrir farþega. Bendir rannsóknin til þess að notkun rútuhliða minnki um 73% á lágannatímum og 35% á háannatím- um og að gönguvegalengdir farþega styttist um 4% til 8%. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upp- lýsingafulltrúa Isavia, stendur nú yfir útboð á útfærslu hugbúnaðar sem byggir á tillögum Hönnu Maríu. Hef- ur fyrirtækið trú á því að hugbún- aðurinn muni lækka kostnað og bæta aðbúnað farþega verulega. Bæta úthlutun flugstæða Leifsstöð Stækkun flugvallarins krefst hagkvæmari stæðaúthlutunar.  Úthlutun á stæðum flugvéla á Keflavíkurflugvelli er nú að mestu handstýrð  Nýr hugbúnaður á að bæta nýtingu stæða, draga úr kostnaði og auka þægindi Vöxtur Keflavíkur- flugvallar » Árið 2014 fóru um 3,9 millj- ónir farþega um flugstöðina. » Spáð er sjö milljónum far- þega um flugstöðina árið 2020. » Til að styðja við slíkan vöxt þarf flugvöllurinn að stækka og hliðum að fjölga. bankanum um 94,8 milljarða. Þá námu eignir viðskiptabank- anna þriggja samtals 2.993 millj- örðum króna um áramót. Drógust eignir þeirra saman um rétta 24 milljarða á milli áranna 2013 og 2014. Í skýrslu FME kemur fram að samanlagður hagnaður bankanna var 81,4 milljarðar króna á síðasta ári, þar sem Landsbankinn skilaði tæpum 30 milljörðum í hagnað en Íslandsbanki 22,7 milljörðum. Hagnaður MP banka nam 335 millj- ónum króna. Fjármálaeftirlitið hefur nú gefið út yfirlit yfir ársreikninga fjármála- stofnana fyrir árið 2014. Út úr þeim tölum má lesa að útlán viðskipta- bankanna þriggja jukust um rúma 411 milljarða króna á milli ára. Þannig jukust útlán hjá Arion banka um 139,5 milljarða, Íslands- banka um 167,9 milljarða og Lands- bankans um 103,8 milljarða. Vöxtur innlána var ekki með sama hætti. Þannig drógust innlán hjá Arion banka saman um 16,9 milljarða en hjá Íslandsbanka juk- ust þau um 40,1 milljarð og Lands- Útlán bankanna jukust um 411 milljarða  Innlán jukust einnig nema hjá Arion Samsett mynd/Eggert Bankar Viðskiptavinir juku lántökur sínar um tæplega 22% á síðasta ári. ● Afgangur sem nam 2,3 milljörðum króna var af vöruskiptum við útlönd fyrstu fimm mánuði ársins samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Það er svipaður vöruskiptajöfnuður og var á sama tíma á síðasta ári. Fluttar voru út vörur fyrir rúma 276,2 milljarða króna en inn fyrir tæpa 274 milljarða króna. Iðnaðarvörur voru 55% alls útflutnings og sjávarafurðir voru 41%. Í maí voru fluttar út vörur fyrir 54,3 milljarða króna og inn fyrir 57,2 millj- arða króna og voru því óhagstæð vöru- skipti um 2,9 milljarða króna, í saman- burði við 5 milljarða króna hagstæð vöruskipti í maí á síðasta ári. 2,3 milljarða króna af- gangur af vöruskiptum                                     !!  "#! !" "$" "  %$  !$" $#"! %!"" &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   "!  ## "$ "!$ #$ %  !% $%#! %"$% "  "$!  "" !$ "!"! #!# %#  !## $# %!#  "## ● Arion banki lauk í gær útgáfu skuldabréfa til fimm ára fyrir 500 milljónir norskra króna, sem jafn- gildir um 8,4 millj- örðum íslenskra króna. Samhliða útgáfunni keypti Arion banki til baka 260 milljónir af 500 milljón norskra króna skuldabréfa- útgáfu frá árinu 2013. Hefur bankinn nú keypt upp samtals 319 milljónir af henni. Þá greiddi Arion banki í gær fyrir fram um 10 milljarða íslenskra króna af 30 milljarða víkjandi láni frá ríkissjóði í tengslum við endurfjármögnun bank- ans árið 2010. Hefur bankinn þá greitt samtals um 20 milljarða króna af því láni. Norsku skuldabréfin bera 2,95% álag á Nibor-vexti og hefur hluta af höfuð- stól og vöxtum verið skipt í evrur með 2,74% álagi á Euribor-vexti. Arion gefur út í Noregi og greiðir upp eldri lán STUTTAR FRÉTTIR ... ÓSKASTJARNAN Þann 17. júlí hittir einn af áskrifendum Morgunblaðsins á óskastund þegar við drögum út glæsilegan, fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* í áskriftarleik Morgunblaðsins. Víkkaðu hringinn með Morgunblaðinu í sumar. *Innifalinn í verðinu er ríkulegur aukabúnaður: bakkmyndavél, rafstillanleg framsæti með minni, regnskynjari o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.