Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Hér er vikið að grein Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra þróun- arsviðs Landsvirkj- unar, í Fréttablaðinu 23. júní 2015. Fyr- irsögn greinarinnar var: „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir.“ Óli Grétar leitast við að rökstyðja staðhæfingu fyrirsagn- arinnar í greininni, en ég er ósam- mála ýmsu sem kemur fram hjá hon- um. Landsvirkjun hefur síðastliðin fimm ár haft til endurskoðunar áætl- anir um sæstreng frá Íslandi til Bretlands og áformar að ljúka verk- inu á næstu 2-3 árum, samkvæmt frásögn Óla Grétars. Þó er ekki enn komin fram áætlun um sjálfa fram- kvæmdina, en það er algjör forsenda vitrænnar umræðu um málið. Nauð- synlegt er að gefa sér forsendur um flutningsgetu, fjölda leiðara, land- tökustaði, staðsetningu áriðils- og afriðilsstöðva, aðferð við niðurlagn- ingu kapalsins, niðurgröft í sjávar- botninn og/eða grjótvarnir á leiðinni og þannig mætti lengi telja. Vonandi fer kostnaðaráætlun að líta dagsins ljós á næstunni? Óli Grétar telur að orkuþörf til út- flutnings um sæstreng frá Íslandi til Bretlands muni verða 5 TWh/ári, en tilurð þessarar orku væri með eftir- farandi hætti: „Strönduð orka“ vegna einangrunar íslenska raf- orkukerfisins 2,0 TWh/ári. Vindorka og smærri jarðvarma- og vatnsafls- virkjanir 1,5 TWh/ári. Hefðbundnir orkukostir – vatnsafl og jarðvarmi 1,5 TWh/ári. Skoðum nú hvern lið fyrir sig. Strönduð orka Strönduð orka upp á 2,0 TWh/ári, sem Óli Grétar nefnir, hefur jafnan verið kölluð umframorka. Í fram- setningu Landsvirkj- unar á síðustu miss- erum hefur komið fram eftirfarandi greining á þessari umframorku: Stækkanir núverandi virkjana 0,5 TWh/ári. Ótrygg orka vegna breytilegs rennslis 0,6 TWh/ári. Óseld orka 0,5 TWh/ári. Ótekin orka 0,4 TWh/ári. Samkvæmt þessu er ekki gert ráð fyrir inn- flutningi á raforku til Íslands og er ég alveg sammála því. Það væri áhugavert að sjá mat Landsvirkjunar á breytileika (óvissu eða líkindadreifingu) þessara talna. Það gæti orðið liður í að áætla nýt- ingu sæstrengsins, en varla getur verið arðbært að keyra hann á lág- um nýtingartíma. Vafasamt er að við núverandi að- stæður verði hagkvæmt að auka afl starfandi virkjana nema þá helst Búrfellsvirkjunar. Nær væri að nota fjármagnið í að reisa vatnsaflsvirkj- anir á nýjum virkjunarstöðum. Óljóst er hvort stækkanir á núver- andi virkjunum mundu verða full- gildir aðilar að breska kerfinu fyrir mismunargreiðslu (CfD Contract for Difference). Fullgildir aðilar að kerfinu eru aðeins nýjar kolefn- islausar virkjanir og þarf að gera sérstakan samning um hverja og eina. Alls óvíst er og reyndar hverf- andi líkur á að orkuframleiðsla í þeim flokkum, sem Óli Grétar nefnir í flokknum strönduð orka, muni komast að í breska CfD-kerfinu. Þetta skiptir sköpum því verð, sem þar er boðið upp á, getur verið um 200% hærra en gengur og gerist á hinum almenna heildsölumarkaði. Vindorka og smærri jarð- varma- og vatnsaflsvirkjanir Til að framleiða 1,5 TWh/ári í vindorku þarf vindlund(i) upp á um 500 MW. Nær óhugsandi er annað en að samhliða því þurfi að reisa dælustöð í nágrenni vindlundanna. Með dælustöð væri skrykkjótt fram- leiðsla vindstöðva notuð til að dæla vatni frá neðra lóni í efra lón en stýr- anleg raforka síðan framleidd sam- kvæmt þörfum markaðar með því að láta vatnið falla gegnum vatnshverfil frá efra lóni til baka niður í neðra lón. Nýjar dælustöðvar (pumped storage) á Bretlandi eru fullgildir aðilar að CfD-kerfinu fyrir mismun- argreiðslur. Sama gildir um vind- myllur á landi en þær þurfa að vera >5 MW. Með smærri jarðvarmavirkjunum er átt við lághitavirkjanir og með smærri vatnsaflsvirkjunum er vænt- anlega átt við bændavirkjanir. Breska CfD-kerfið fyrir mismun- argreiðslur gerir ráð fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á bilinu 5-50 MW, en flestar bændavirkjanir á Ís- landi verða að öllum líkindum minni en 5 MW. Smávirkjanir í þessu magni rísa væntanlega á löngu tíma- bili og reyndar er vafasamt að stilla þeim upp sem bakhjarli fyrir rekst- ur á stóreflis sæstreng til Bretlands. Hefðbundnir orkukostir – vatnsafl og jarðvarmi Óli Grétar gerir ráð fyrir að ein- ungis 30% af orkunni þurfi að koma frá stærri vatnsafls- og/eða jarð- varmavirkjunum. Í ljósi þess, sem komið hefur fram hér að framan, þá þyrfti þessi hlutdeild að vera miklu meiri. Menn ættu að forðast að tala í fyr- irsögnum um þetta mikilvæga hags- munamál Íslendinga. Stærðar- gráðan er slík að við verðum að tala af ábyrgð þegar kostir og gallar, af- rakstur og áhættuþættir eru metnir. Athugasemdir við grein Óla Grétars um sæstreng Eftir Skúla Jóhannsson »Menn ættu að forðast að tala í fyrirsögnum um þetta mikilvæga hagsmuna- mál Íslendinga. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. Ástæða er til að láta í ljós óánægju með að hópur fólks sá ástæðu til að trufla þjóðhátíðarhöld á Austurvelli með hávaða og frammíköllum þann- ig að ræðuhöld sem fram fóru kom- ust tæpast til skila. Auðvitað er það sjálfsagður réttur fólks að efna til mótmæla en manni finnst ástæða til að láta þjóðhátíðardaginn í friði hvað mótmæli snertir. Við Íslend- ingar höfum ástæðu til að gleðjast yfir því að búa við frelsi og lýðræði. Ekki eru allar þjóðar það lánsamar. Það er ljóst að einhver óánægja virðist enn krauma undir niðri í þjóðfélaginu. Einhver hópur fólks virðist enn reiður í tengslum við hrunið en reiði er aldrei góður förunautur þó í sumum tilvikum geti hún verið skiljanleg. Það er í það minnsta ljóst að þjóðhátíð- ardagurinn er ekki rétti dagurinn til að vera með mótmæli og trufla hátíðarhöld og helgi dagsins. Sigurður Guðjón Haraldsson. Lofið fær Roadhouse Leið okkar lá á veitingastaðinn Roadhouse á Snorrabraut hér um daginn og viljum við þakka fyrir góðan mat og æðislega þjónustu. Mælum við eindregið með staðnum enda alveg til fyrirmyndar. Guðberg og Úlla. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Mótmæli Austurvöllur Mótmæli á 17. júní. Nýlega var haldinn aðalfundur Byggða- safnsins í Skógum og héraðsnefndar Rang- æinga. Við erum stolt af safninu en þangað sækja rúmlega 62.000 gestir árlega og er rekstur safnsins fyrir nokkru orðinn sjálf- bær. Hagnaður er af rekstri safnsins árið 2014 upp á tæplega 30 milljónir króna. Alls störfuðu 29 manns við safnið á síðasta ári. Kynning- arbæklingur safnsins er á níu tungumálum og fjölbreytni sýn- ingarmuna ótrúleg. Enn er unnið að því að bæta aðstöðuna, nýtt anddyri, gestamóttaka og salern- isaðstaða er í byggingu. Þeim framkvæmdum lýkur í lok október á þessu ári. Fyrir skemmstu var tekin í notkun um 1.400 m² geymslu- og verkstæðisbygging fyrir gamlar vélar og tæki. Viðar Bjarnason staðarráðsmaður var yfirsmiður þeirrar framkvæmdar, sem tókst í alla staði vel. Umræð- ur eru um rekstrarform safnsins þar sem með lögum frá 2011 heyr- ir starfsemi héraðsnefnda, í þeirri mynd sem verið hefur, brátt sög- unni til. En héraðsnefndir Vestur- Skaftfellinga og Rangæinga eru eigendur Skógasafns og jarðarinnar Ytri- Skóga. Ekki er ósennilegt að safnið verði sjálfseign- arstofnun í framtíð- inni. Brautryðjandinn Þórður Tómasson lét formlega af störfum við safnið á síðasta ári eftir 55 ára starf. Í ársskýrslu safnsins segir framkvæmda- stjórinn Sverrir Magnússon m.a. um Þórð: „Hann má án nokkurs vafa kalla föður Byggðasafnsins í Skógum enda átti hann drjúgan þátt í að koma safninu á legg á sínum tíma og hlúa að því á alla lund.“ Ljóst er að Þórður hefur bjargað ómet- anlegum menningarverðmætum frá glötun og ber Byggðasafnið í Skógum því glöggt vitni. Þórði verður seint fullþakkað hans mikla og góða starf. Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri safnsins, tók við því starfi árið 1999. Skógasafn hefur stækkað og starfsemin breyst mikið á þeim tíma. Sam- göngusafnið er afar merkilegt safn. Þar er m.a. að finna nokkra af elstu bílum landsins, gamlar vinnuvélar sem notaðar voru við vegagerð, fjarskiptatæki af öllum gerðum og símaminjasafn, allt frá 100 ára gömlum símtækjum til nú- tímalegra „gemsa“ og snjallsíma. Einn af föstum þáttum í starf- semi safnsins er djasshátíðin „Djass undir Fjöllum“. Þar troða gjarnan upp þekktustu djass- tónlistarmenn landsins. Að þessu sinni verður hátíðin haldin 18. júlí nk. og er tileinkuð sænsku djass- söngkonunni Monicu Zetterlund. Hver segir að menningar- starfsemi geti ekki verið arðsöm? Skógasafnið er glöggt dæmi um slíkt. Þangað sækja bæði íslenskir og erlendir ferðamenn svo úr verður skemmtileg blanda gesta innan um sögulegar íslenskar minjar. Ástæða er til að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar og hefur byggt upp sérstakan menn- ingarheim sem nýtur mikilla vin- sælda. Skógasafn – arðbær menningarstarfsemi Eftir Ísólf Gylfa Pálmason » Þórður hefur bjargað ómetan- legum menningarverð- mætum frá glötun og ber Byggðasafnið í Skógum því glöggt vitni. Honum verður seint fullþakkað. Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er sveitarstjóri Rangár- þings eystra og formaður stjórnar Byggðasafnsins í Skógum. Ráðherra mennta- mála hefur tilkynnt að stytta skuli fram- haldsskólann úr fjór- um árum í þrjú. Helstu rök hans eru að mér skilst þau að með því móti komist íslensk ungmenni fyrr í háskóla og þar með fyrr út í atvinnu- lífið og því fylgi allra hagur og gróði. Stuðningsrök hans eru einnig að þannig sé þetta í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, annars staðar á Norður- löndum og í Evrópu og Bandaríkj- unum. Þar útskrifast börnin með stúdentspróf 18 ára en hér 19 ára í fyrsta lagi. Talsverð umræða hefur verið um hvort þessi breyting sé til góðs og hvort styttingin verði ekki til þess að rýra gildi stúdentsprófsins eða alltjent minnka námsefnið um sem nemur einu kennsluári og komi þá niður á undirbúningi nem- enda fyrir framhaldsnám. Ráð- herra hefur svarað því til að svo verði ekki heldur skuli náminu þjappað betur saman, skólatíminn lengdur og hluti námsefnisins færður á grunnskólastigið. Nú er ég nýkomin frá Svíþjóð þar sem ég var viðstödd útskrift hálfsænskrar sonardóttur minnar úr menntaskóla þar. Í framhaldinu varð mér hugsað til verðandi breytinga og undrast að það er líkt og gleymst hafi að bera saman aðstæður nemenda á Íslandi og þeirra í nágrannalöndunum sem ráðherra er svo mikið í mun að við fylgjum eftir. Í Svíþjóð, og eftir minni vitund í flestum Evrópulöndum, borgar ríkið eða sveitarfélögin allan kostnað nemenda í framhaldsskól- anum. Nemandinn þarf ekki að greiða skólagjöld, hann þarf ekki að kaupa námsbækurnar, hann er í fríu fæði þegar hann er í skól- anum og hann fær fríar ferðir í skólann komist hann ekki hæglega gangandi. Af þessu leiðir að nem- andinn þarf ekkert að hugsa um annað en námið. Ungmennin þurfa ekki einu sinni að vinna í sumarfríi sínu sem er þó rúm- lega tveir mánuðir. Nei, ungmennin í Sví- þjóð fara í sumarfrí með foreldrum sínum sem borga fyrir þau í fríinu. Sama gildir um önnur frí, en Svíar gefa börnunum einnig viku frí á haustönn og annað á vorönn (sport- lov) sem ætluð eru til samvista með fjöl- skyldunni. Ég ræddi þetta nokkuð við þær sonardætur mínar þrjár sem allar eru á framhaldsskólaaldri. Ég sagði þeim að á Íslandi ynnu nem- endur ekki aðeins á sumrin og í öðrum leyfum heldur ynnu nánast allir framhaldsskólanemar með skólanum, meira eða minna, til þess að sjá sér farborða. Þær urðu eitt spurningarmerki og spurðu: Hvenær læra þau fyrir skólann? Það sérkenni íslenskra ung- menna miðað við þau í nágranna- löndunum að hafa gengið í lífsins skóla meðfram hinum bóklega, eins og Þráinn Bertelsson flutti eitt sinn um skemmtilegan út- varpspistil, verður líklega liðin tíð. Ungmennin hafa þá ekki kynnst atvinnulífinu, hvað þá að fara til útlanda í jarðarberjatínslu, læra að sjá um sig sjálf og kynnast öðr- um þjóðum. Spurning mín er: Hver á að borga fyrir kostnaðinn af skóla- göngunni fyrst börnin þurfa nú að læra í stað þess að vinna með skólanum? Svo má líka spyrja: Hverjir eiga að vinna helgarvinn- una í Bónus og Krónunni, baka pitsurnar og þjóna til borðs á veit- ingastöðunum á kvöldin ef börnin eiga bara að sinna náminu í heil þrjú ár? Hvenær læra þau fyrir skólann? Eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur María Anna Þorsteinsdóttir » Í nágrannalöndum okkar fellur enginn kostnaður vegna fram- haldsskólanáms á nem- endur heldur kostar ríkið námið.Verður það einnig hér? Höfundur er framhaldsskólakennari. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.