Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 21

Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 ✝ Stefán SigmarEyjólfsson fæddist á Kálfafelli, Suðursveit 1. maí 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 22. júní 2015. Foreldrar hans voru Eyjólfur J. Stefánsson, org- anisti við Hafnar- kirkju, f. 14.7. 2005, d. 31.1. 1994, og kona hans Ágústa Kristín Sigurbjörns- dóttir, f. 31.8. 1913, d. 17.6. 1983. Systkini Sigmars: Hreinn, f. 18.5. 1943. Kona hans Þrúður S. Ingvarsdóttir. Kristinn Elís, f. 8.2. 1946. Kona hans var Val- gerður Hrólfsdóttir, d. 2001. Núverandi kona hans er Sóley Árnadóttir. Elísabet Magnea Kristín, f. 22.7. 1950. Hennar maður Bjarni Jónsson. Kona Sigmars var Mjallhvít 2011. Sigmar lærði bifvélavirkj- un og vann svo við iðn sína uns hann ákvað að skipta um vinnu og var ráðinn til að kenna sitt fag við Tækniskólann sem þá hét Iðnskólinn. Hann dreif sig í að ná sér í kennararéttindi við Háskólann og náði því með glæsibrag. Síðan fór svo að hon- um var sagt upp og var hann þá atvinnulaus nokkurn tíma en fékk svo vinnu við Breiðagerð- isskóla sem skólaliði. Þar vann hann til starfsloka og átti nokk- ur góð ár. Þegar þau hjónin fluttu í Hraunbæinn fór hann að vinna að vegsemd og virðingu Árbæj- arkirkju og afla peninga til upp- byggingar. Hann var m.a. í sóknarnefndinni og seinna meir meðhjálpari við kirkjuna sína á meðan heilsan leyfði. Hann var einnig félagi í Jöklarannsókna- félaginu og tók þátt í smíði skála þess við Grímsvötn og Vatna- jökul. Útför Sigmars fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, miðviku- daginn 1. júlí 2015, kl. 13. Þorláksdóttir, f. 8.5. 1932, d. 17.8. 2010. Foreldrar hennar voru Þor- lákur M. Stefáns- son, d. 1971, og Jóna Sigríður Ólafsdóttir, d. 1976. Börn þeirra: 1) Ágústa f. 11.10. 1960, búsett í Dan- mörku, hennar börn og Símonar G. Sigurbjörnssonar, slitu sam- vistir, eru Stefán Sigmar, f. 1984, í sambúð með Helgu Völu Garðarsdóttur. Einar, f. 1986, og Íris Ósk, f. 1988. Eiginmaður Ágústu er Ingvar Þorsteinn Þórðarson. 2) Jóna Kristín, f. 8.12. 1962. 3) Eyjólfur, f. 4.10. 1964 búsettur í Noregi. Kona hans er Judit Shroth Sigmars- dóttir, f. í Ungverjalandi 23.3. 1974, þeirra börn Trine, f. 2003, Henrik, f. 2004, og Sylvia, f. Við endanlega kveðju elsta bróður míns, Sigmars, langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Sigmar var orðinn 10 ára þegar foreldrum okkar auðnaðist að eignast næsta barn. Sigmar varð því mjög snemma fullorðinslegur og ábyrgðarfullur. Hann tók snemma þátt í bústörf- um á Kálfafelli og varð fljótt hand- laginn við allt er viðkom vélum. Það var því ekki að ófyrirsynju að leið hans til frekara náms lá í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði bifvélavirkjun. Starf- aði hann síðan við það á Höfn en stærstan hluta ævi sinnar starfaði hann við iðngrein sína í Reykjavík. Hann var einnig síðustu árin í starfi sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Hann var mjög vand- virkur bifvélavirki og gott að leita til hans með bílavandamál en allt slíkt var mér framandi og flókið sem honum veittist ávallt auðvelt að leysa. Hann var ávallt boðinn og bú- inn að veita aðstoð og greiða götu manns ef hann átti þess nokkurn kost. Það var ávallt gaman að heimsækja Sigmar þau ár sem ég bjó í Reykjavík og síðar er ég flutti til Akureyrar. Elsti sonur minn Hrólfur Máni átti gott athvarf í pössun hjá Mjallhvíti eiginkonu Sigmars árin sem við bjuggum í Reykjavík. Þegar ég útskrifaðist sem stúdent frá Laugarvatni, hvar skyldi þá útskriftarveislan hafa orðið annars staðar en í Hraunbænum hjá Sigmari bróð- ur. Sigmar hafði ávallt gaman af að ferðast og fór ófáar ferðir um landið í sumarleyfum sínum. Hann fór margar ferðir á Vatnajökul, bæði meðan hann átti heima í Suðursveit og síðar með góðum vini sínum í Mosfellsbæ. Sigmar var kirkjurækinn og var um árabil meðhjálpari við Ár- bæjarkirkju líkt og afi okkar Sig- urbjörn sem lengi var meðhjálpari í Kálfafellsstaðarkirkju í Suður- sveit. Þegar líða tók á ævi Sigmars bróður sótti á hann erfiður sjúk- dómur sem smátt og smátt dró hann í stól og rúm og ekki bara það heldur tók sá sjúkdómur frá honum allt tjáningarfrelsi og olli málstoli sem ég álít að hafi verið honum erfitt. Þegar að hinstu stund kom dó hann saddur lífdaga og er nú kominn á æðra stig með gleði og birtu fyrir hugskotssjón- um sínum. Vertu ævinlega best kvaddur bróðir sæll. Ég sendi nánustu afkomendum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristinn Eyjólfsson. Er ég sest við að skrifa um þig, kæri mágur, er mér efst í huga að segja frá því þegar Hreinn kynnti mig fyrir ykkur Mjallhvíti og börnunum. Þið voruð nýkomin úr ferð í Fljótin og höfðuð tínt berin blá og safarík. Að sjálfsögðu var boðið upp á bláber og rjóma. Þá bjugguð þið á Langholtsvegi en stuttu seinna var keypt íbúð í Hraunbæ 16. Við komum svo á jóladag oftast nær og þáðum kök- ur og súkkulaði með rjóma en Mjallhvít bjó til svo gott súkku- laði. Fljótlega eftir að þið komuð í Hraunbæinn var ljóst að það þurfti að huga að kirkjubyggingu og þar varst þú mjög áhugasamur, kirkjan reis og þú starfaðir við að dytta að ýmsu og seinna meir varstu meðhjálpari þar til heilsan tók að bila. Fljótin voru þér alla tíð hug- stæð, þið giftust í stofunni á Gaut- landi en þaðan var Mjallhvít og átti stóran hóp systkina. Þangað fórstu í sumarfrí að heimsækja ættmenni barnanna þinna og sækja heim fólkið þeirra. Seinni árin komstu oft að Langhúsum og þar hlóðstu batteríin til að takast á við dagana. Þú hafðir mjög gaman af ferðalögum. Ekki má gleyma ferðalögum með Öræfa- og Suð- ursveitungum þar sem var látið fjúka í kviðlingum, þar var Andrés Valberg fremstur í flokki. Þú varst svo góður að læra vísur og ljóð og hafðir gaman af að deila því með okkur Hreini þegar þú skrappst í kaffi. Ég man alltaf eft- ir því þegar mamma þín var í heimsókn og þið fóruð að tala um gamla daga á Höfn. Þá foruð þið að rifja upp vísur úr revíu sem hafði verið sýnd í gamla braggan- um og það runnu upp úr ykkur vísurnar úr þeim brag. Einnig voru þér ofarlega í huga bílarnir sem var verið að gera við þá stundina og það var rætt um há- singar, bremsur og blöndunga, og hvað sem þetta dót heitir nú, alveg endalaust. Eftir að systkini þín fluttu norður áttirðu oft eftir að skreppa í heimsókn og þá var líka reynt að kíkja í Fljótin. Gústa flutti til Keflavíkur og þangað var farið til að kíkja á krakkana. Þú varst snillingur að gera við þvotta- vélar og rafmagnstæki ef þau voru eitthvað biluð. Síðan flutti Eyjólf- ur til Noregs og þangað fórstu, ýmist einn eða með dóttur þinni Jónu, en þar voru líka barnabörn sem þurftu að kynnast afa. Seinni árin urðu þér erfið á margan hátt. Eftir að Mjallhvít var horfin í Sumarlandið bjóstu með Jónu dóttur þinni og hún var dugleg að sinna þér eftir að heils- an fór að bila. En svo fór að þú gast ekki verið lengur heima og þá fórstu fyrst á Landakot og síðan í Skógarbæ. Þar varstu svo óhepp- inn að detta fram úr rúminu og mjaðmarbrotna, þá var bara hjólastóllinn til ráða. Æ þessi elli er ekki skemmtileg og þessi síðustu ár voru ekki góð. Þú gast illa tjáð þig og þér sem fannst svo gaman að tala. En nú ertu væntanlega búinn að finna fólkið þitt í Sumarlandinu. Kannski farinn að drekka kaffi eða te og segja frá einhverju skemmtilegu, hlæja og skríkja, það var nokkuð sem þú gast ekki þessi síðustu ár á jörðinni. Minningin lifir um góðan bróð- ur og mág. Hreinn og Þrúður. Mér er ljúft og skylt að minnast nokkrum orðum góðs vinar og samstarfsmanns, Sigmars Eyj- ólfssonar bifvélavirkja. Það var þó ekki í því fagi sem leiðir okkar lágu saman, heldur í Árbæjar- kirkju, þar sem Sigmar var lengi sóknarnefndarmaður og síðan meðhjálpari eftir að hafa lokið hefðbundnu ævistarfi sem bifvéla- virki og kennari í faginu. Sigmar var fæddur og uppalinn á Kálfafelli í Suðursveit, en flutti til Reykjavíkur um miðja síðustu öld til að læra bifvélavirkjun. Hann lærði á verkstæði Sam- bandsins, en vann síðan á ýmsum verkstæðum og var lengi á verk- stæði Péturs Þ. Maack í Kópavogi. Sigmar var afbragðs fagmaður og naut sín best við störf þar sem ná- kvæmni, nostur og vandvirkni skipta höfuðmáli. Hann var eftir- sóttur til stillinga á vélum og elds- neytisgjöfum þeirra. Sigmari lét vel að segja ungum mönnum til og því bauðst honum kennarastaða við Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lauk starfsferlinum. Suðursveit er fyrir margra hluta sakir einstakt byggðarlag eins og allir vita sem lesið hafa bækur Þórbergs frænda Sigmars; nábýli við jökla, stórfljót og haf hafði mikil áhrif á mannlíf. Sigmar bar alla ævi ríkar tilfinningar til átthaga sinna en mundi tímana tvenna þegar leið á ævina. Það ætti að vera okkur nokkurt um- hugsunarefni í dag, þegar við hitt- um fyrir fólk af elstu kynslóð nú- lifandi Íslendinga, hve fagrar minningar margir þeirra eiga frá bernsku sinni, jafnvel í harðbýl- ustu og erfiðustu sveitum lands- ins. Í uppvexti Sigmars voru lífs- hættir og vinnubrögð í Suðursveit með fornum hætti en hann og aðr- ir af hans kynslóð upplifðu ótrú- legar tækniframfarir, sem gjör- breyttu til batnaðar öllum störfum, samgöngum og lífsbar- áttu. Sigmar var afar viðræðugóður maður; það var gaman að ræða við hann og njóta frásagna um bernsku hans, unglingsár og mannlíf í Suðursveit. Hann hafði unun af því að segja frá og gerði sér líka grein fyrir því að það sem hann hafði fram að færa til að lýsa lífsháttum í þessari merkilegu sveit var einstakt, því allt breytt- ist, einmitt með hans kynslóð. Hann lýsti því hvernig fyrstu bif- reiðarnar sem komu í sveitina, sennilega hertrukkar, gátu öslað yfir óbrúaðar ár og flæðisanda, sem verið höfðu farartálmar öld- um saman. Sigmar ólst upp við kirkju- rækni frá unga aldri; faðir hans var organisti í heimakirkju og hans fólk var einnig söngfólk. Þetta var honum gott veganesti í lífinu og þessa naut einnig Árbæj- arkirkja, því Sigmar vann henni vel allt frá stofnun safnaðarins. Með Sigmari Eyjólfssyni er genginn góður maður og ég þakka honum gott samstarf í Árbæjar- kirkju um árabil, og vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég votta að- standendum hans samúð mína. Sverrir Sveinsson. Sigmar Eyjólfsson ✝ HallgrímurÞorsteinn Tómasson fæddist á Sauðárkróki 25. desember 1961. Hann lést 20. júní 2015. Foreldrar Hall- gríms voru Tómas Níels Hallgrímsson, f. 22. febrúar 1925, d. 20. nóvember 1978, og Rósa Þor- steinsdóttir, f. 24. maí 1926, d. 27. desember 2001. Systkini Hall- gríms eru: Ingibjörg, f. 1950, Hallgrímur, f. 1951, d. 1951, Elín Guðrún, f. 1954, Þorsteinn, f. 1956, d. 1956, Aðalheiður, f. 1957, d. 1957, Halla Steinunn, f. 1959, Dýrleif, f. 1960, og tvíbura- systir Hallgríms, Hulda Að- alheiður, f. 1961 d. 2013. Einnig eiga þau systkinin hálfbróður, Sigurð Tómasson f. 1945. Hallgrímur giftist Sæunni Tómasdóttur og bjuggu þau fyrst á Sauðárkróki en síðar á Akureyri. Hallgrímur og Sæunn skildu. Þau eign- uðust tvo syni; Tómas, f. 1985, og Guðmund Örn, f. 1988. Tómas býr á Akureyri með eig- inkonu sinni Kol- finnu Maríu Níels- dóttur og eiga þau tvö börn; Tinnu Marý og Tómas Örn. Guðmundur býr í Danmörku. Hallgrímur hóf sambúð með Svanhildi Karlsdóttur árið 1999 og áttu þau heimili í Snægili 14 á Akureyri. Svanhildur á fjögur börn; Karen Dúu, f. 1982, Elfar Dúa, f. 1988, Önnu Dúu, f. 1990, og Örn Dúa, f. 1993. Hallgrímur fór snemma að vinna og var sjómaður allt sitt líf. Hann þótti einstaklega dug- legur og var hvers manns hug- ljúfi. Útför Hallgríms fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri í dag, miðvikudaginn 1. júlí 2015, kl. 13.30. Elsku Haggi minn. Þú sigldir til fiskjar af seiglu og dug því sjómennskan átti þitt líf og þinn hug og ýmist var blíðá eða bræla þér hjá en björginni dýru þú varðst samt að ná. Þú sigldir til mín og við sáum um leið að samvera vonarrík framundan beið. Þar áttum við fjölmarga unaðarstund með elsku í hjarta og sólbjarta lund. Þú sigldir að lokum í himininn heim, til hafnar á eilífðarströndunum þeim. Með söknuð í hjartanu kveð ég þig klökk í kærleika, virðingú og einlægri þökk. (Ólafur Jóhannsson) Ástarkveðja og þökk, Svanhildur. Hallgrímur Þorsteinn Tómasson www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ragnar s: 772 0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMAR EYJÓLFSSON, Hraunbæ 16, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Skógarbæ 22. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju 1. júlí kl. 13. . Ágústa Sigmarsdóttir, Ingvar Þorsteinn Þórðarson, Jóna Kristín Sigmarsdóttir, Eyjólfur Sigmarsson, Judit Schroth Sigmarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA KRISTINSDÓTTIR, Ægisbyggð 9, Ólafsfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 23. júní, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 3. júlí kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. . Kristinn E. Hrafnsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Sigurlaug Hrafnsdóttir, Líney Hrafnsdóttir, Georg Páll Kristinsson og fjölskyldur. Kær frændi okkar og vinur, BJARNI VALTÝR GUÐJÓNSSON organisti frá Svarfhóli, lést sunnudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 11. júlí kl. 14. Jarðsett verður á Ökrum. . Fyrir hönd aðstandenda, Þórólfur Árnason. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og systir, ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ása, lést á heimili okkar í Mexíkóborg sunnudaginn 28. júní. Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna okkar, . Ingvar Emilsson, Kristján Ingvarsson, Tryggvi Ingvarsson, Elín Margrét Ingvarsdóttir, Gylfi Guðmundsson og Gerður G. Bjarklind.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.