Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
✝ Jón BondóPálsson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 18. júní
1934. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 22.
júní 2015.
Foreldrar hans
voru Páll Eyjólfs-
son, f. 22. septem-
ber 1901 á Klöpp í
Hafnarhreppi, d. 4.
apríl 1986 í Vestmannaeyjum,
og Fanný Guðjónsdóttir, f. á
Oddsstöðum, Vestmannaeyjum
4. mars 1906, d. 26. nóvember
1994.
Systkini Jóns voru Guðjón, f.
1929, d. 2014, Helga, f. 1930, d.
1930, Eyjólfur, f. 1932, d. 1998,
Guðlaug, f. 1939, Ásta, f. 1940,
Erla, f. 1944, og Tómas Njáll, f.
1950.
Hinn 3. júní 1956 giftist Jón
Bondó Arndísi Birnu Sigurðar-
dóttur, f. 23. júlí 1932 í Reykja-
vík. Þau skildu árið 1984. Börn
Jóns og Arndísar eru: 1) Halla
Guðrún, f. 15. nóvember 1955,
sambýliskona Eva María Péturs-
dóttir 1990, b) Telma Rut, f.
1992, sambýlismaður Aron
Matthíasson, f. 1989, c) Elísa
Rut, f. 1992, sambýlismaður
Dagur Jónsson, f. 1989, d) Arn-
dís Birna, f. 2004.
Árið 1997 hóf Jón Bondó sam-
búð með Huldu Rögnu Einars-
dóttur, f. 31. ágúst 1920. Hennar
börn eru: 1) Halldór Sigurður
Guðmundsson, f. 6. maí 1942, d.
12. ágúst 2011, kvæntur Berg-
ljótu Harðardóttur, f. 13. júní
1945. Þeirra börn: Hulda Björk,
Guðmundur og Þröstur Reyr. 2)
Jón Guðmundsson, f. 12. ágúst
1943, maki Guðrún Ólafsdóttir,
dætur þeirra: Sigrún, Solveig
Hulda og Ástríður. 3) Helgi Guð-
mundsson, f. 11. maí 1945, maki
Anna Magnúsdóttir, f. 1. nóv-
ember 1944. Þeirra dætur eru
Eydís, Hulda og Rakel.
Jón starfaði sem sjómaður
lengst af ævi, bæði heima og er-
lendis. Hann var einnig virkur í
félagsstarfi og réttindabaráttu
sjómanna og var m.a. formaður
Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Verðanda 1990-1994.
Útför hans fer fram frá Há-
teigskirkju, miðvikudaginn 1.
júlí 2015, kl. 15.
maki Gísli Arnar
Gunnarsson, f. 28.
janúar 1954, þeirra
börn: a) Sonja Hlín,
f. 1979, maki Grétar
Sigfinnur Sigurðs-
son, f. 1982, þeirra
börn: Vilhelm
Bjarki Viðarsson,
Íris, Rakel og Unn-
ur, b) Viktor Bjarki,
f. 1983, maki Álfrún
Pálsdóttir, f. 1983,
þeirra börn: Halla Elísabet og
Arnar Páll. 2) Brynjólfur Gunn-
ar, f. 18. janúar 1959. 3) Arndís
Lára, f. 7. nóvember 1962, maki
Ebenezer G. Guðmundsson, f.
23. maí 1959, þeirra börn a)
Björn Steinar, f. 1982, maki
Guðrún Kristín Einarsdóttir, f.
1980, þeirra börn: Einar Snær
og Sigrún Lára. b) Kristján Örn,
f. 1986, sambýliskona Sigurborg
Jóna Björnsdóttir, f. 1986 c) Kol-
brún Birna, f. 1988. 4) Hallgrím-
ur Júlíus, f. 22. júní 1966, maki
Hólmfríður Berglind Birgis-
dóttir, f. 5. febrúar 1967, þeirra
börn: a) Daníel Smári, f. 1990,
Klukkan er rúmlega eitt, kaffið
eftir matinn bíður í bollanum og
síminn hringir. Ég er búinn að bú-
ast við þessu símtali eins og und-
anfarna daga. Röddin í símanum
er hressileg en samt er í henni
blanda af þreytu og dapurleika en
um leið eftirvænting og von.
„Komdu sæll, Halli minn. Held-
urðu að þú hafir tíma til að skutl-
ast með mig til hennar Huldu á
eftir?“ Á þessum nótum byrjuðu
margar samverustundir okkar
feðga síðustu misserin og á þess-
um tíma kynntist ég fyrst þeim
manni sem í pabba bjó. Í gegnum
veikindi sýndi hann æðruleysi og
þolinmæði. Í gegnum veikindi
Huldu sinnar sýndi hann ástúð og
trygglyndi, rétt eins og hún studdi
hann í veikindum hans, merki um
kærleikann sem á milli þeirra var.
Hann var þakklátur fyrir þá
umönnun sem hann hlaut og fólk-
ið sem hjúkraði honum sýndi hon-
um alúð og umhyggju langt um-
fram það sem til er ætlast. Hann
var ekki í nokkrum vandræðum
með að sjarmera hjúkrunarfræð-
ingana með glettni og góð-
mennsku. Ef hann var spurður:
„Hvernig hefurðu það Jón minn?“
þá var svarað um hæl: „Ég hef
það gott. En þú elskan mín?“
Hann fékk blítt bros að launum og
þær hristu höfuðið yfir kerskninni
í karlinum og vissu hvernig í pott-
inn var búið.
Pabba fannst gaman að gera
vel við sig og aðra. Hann elskaði
mat og að búa hann til. Alltaf var
ísskápurinn fullur af kjarngóðum
íslenskum mat. Hann var ekki í
vandræðum með að búa til rúllu-
pylsu og kæfu sem voru hreint
góðgæti. Ekki kom til greina að fá
sendan heim mat í bakka enda
maðurinn fullfær um að reiða
fram veislu sem hæfði kóngafólki.
Það var alltaf nóg til af sæta-
brauði og nammi með kaffinu.
Engan hitti hann án þess að bjóða
í nefið, hvort sem viðkomandi var
ungur eða gamall, karl eða kona.
Stundum var boðið þegið, og
nokkur korn tekin milli fingra, en
svo starði fólkið opinmynnt á þeg-
ar hann rak myndarlegt nefið á
kaf í dósina og fékk sér vænan
slurk. Í hvora nös.
Aldrei heyrði ég pabba tala illa
um nokkurn mann, né taka undir
slíkt. Hann var þó ófeiminn að tjá
sig um menn og málefni en fór í
boltann en ekki manninn, talaði
um málefnið en ekki persónuna.
Elsku pabbi. Kaffið er í bollan-
um en síminn hringir ekki oftar.
Það hefði verið gaman að fá fleiri
stundir til að heyra sögur af upp-
eldisárum í Eyjum, sögur af sjón-
um og ævintýrum sem sjó-
mennskan færði þér um heim
allan. Ég kveð með orðum K.N. og
óska þér góðrar ferðar í þinni
hinstu ferð.
Nú vermir sunna láð og lög
og lýsir himingeim.
Ég veit það gleði verður þér
að vera kominn heim;
þó fella vinir tregatár
og titra hjörtu mædd;
þú fórst á burt með svöðu sár,
en sárin eru grædd.
Hvað hylur blæjan hrein og dökk?
ég heyri að einhver spyr,
Hún hjúpar brúði, er blundar vært
sem beið þín, eitt sinn fyrr.
Æ, kom þú vinur, hægt og hljótt,
þér hvíla búin er
í annað sinn við hennar hlið,
sem heitast unni þér.
Þú þráðir hvíld og hvíld þú fékkst,
því kvalir sárar leiðst;
og eins og hetja á hólmi særð
þú dauðans hugrór beiðst.
Hvíldu‘ í friði, sofðu sætt!
Þín svefnværð huggar mig.
unz árdagssunna Guðs í geim
með geislum vekur þig.
(K.N.)
Hallgrímur Júlíus Jónsson.
Jón Bondó kom inn í líf okkar
fyrir rúmum sautján árum þegar
Hulda amma kynnti hann fyrir
okkur sem sinn kæra vin. Þau
voru þá að hefja sambúð og betri
mann hefði hún ekki getað fundið.
Hann var hlýr og skemmtilegur
og varð strax ómissandi hluti af
fjölskyldunni. Samband þeirra
ömmu var einlægt og fallegt.
Gleðin var ríkjandi og góðlátlegt
grín einkenndi samskipti þeirra.
Það var alltaf notalegt að koma
til þeirra í Álftamýrina. Bondó
skellti strax í skonsur sem runnu
ljúflega niður og við brottför
gaukaði hann stundum að okkur
heimagerðri kæfu eða fiskbollum
sem hann hafði lagað. Við kaffi-
borðið var glatt á hjalla, þau
skötuhjúin stríddu hvort öðru og
sáu iðulega jákvæðu hliðarnar á
málefnum dagsins. Bondó hafði
verið sjómaður á sínum yngri ár-
um og átti skemmtilegar sögur að
segja okkur frá ferðum sínum um
Persaflóa, við strendur Afríku og
Suður-Ameríku. Þar hafði hann
lent í ýmsum hremmingum, en
jafnframt kynnst fólki frá öðrum
menningarheimum og lýsti hann
því af miklu innsæi.
Bondó hafði gaman af tré-
skurði og var mjög listrænn á því
sviði. Hann hafði komið sér upp
góðri aðstöðu í kjallaranum í
Álftamýrinni og skar þar út alls
kyns muni sem gjarnan rötuðu í
jólapakkana. Klukkur og mynd-
arammar, skurðarbretti og smjör-
hnífar eru nú til minningar um
hann.
Við kveðjum Jón Bondó í dag.
Það eru ekki nema átta mánuðir
síðan við fylgdum Huldu ömmu
þessa sömu leið. Við þökkum fyrir
þann tíma sem við fengum með
Bondó og kveðjum með söknuði
góðan mann.
Sigrún, Solveig Hulda og
Ástríður Jónsdætur.
Við systkinin kveðjum okkar
kæra bróður, Jón Bondó Pálsson,
með sársauka og söknuði.
Bondó barðist við erfið veikindi
síðastliðið hálft ár af sínu einstaka
æðruleysi. Hann andaðist í faðmi
barna sinna og fjölskyldna þeirra,
en þau viku vart frá sjúkrabeði
hans.
Starfsfólk Landspítala – Há-
skólasjúkrahúss hafði oft á orði
hvað hann væri einstaklega þægi-
legur sjúklingur. Alltaf sama jafn-
aðargeðið, hvað sem á gekk. Hann
var mjög þakklátur öllu því fólki
sem annaðist hann og reyndi að
gera að gamni sínu fram á síðasta
dag. T.d. þegar starfsfólk bauð
honum eitthvað að drekka var
svarið oftast: „Vodka, takk.“
Bondó fór til sjós aðeins fjórtán
ára gamll, en sjómennska varð
hans ævistarf, sem hann stundaði
bæði hér á landi og víða erlendis.
Því varð ekki um mikla skóla-
göngu að ræða.
Jón stundaði nám við Stýri-
mannaskólann í Vestmannaeyjum
á árunum 1969 til 1976 og lauk
þaðan 2. stigs fiskimannaprófi og
starfaði eftir það sem stýrimaður
og skipstjóri. M.a. var hann um
tólf ára skeið stýrimaður og skip-
stjóri erlendis.
Bondó þótti flinkur sjómaður
og gat gengið í flest verk sem að
sjómennsku lutu.
Bondó bróðir okkar var hvers
manns hugljúfi. Hann hafði ein-
staklega gott og skemmtilegt
lundarfar og gat komið öllum í
gott skap. Allir fóru glaðir af hans
fundi, enda var hann vinmargur.
Öll börn löðuðust að honum.
Bondó hætti sjómennsku um
sextugt og fór þá að dunda sér við
tréútskurð, sem varð til þess að
hann fór að leiðbeina eldri borg-
urum í Reykjavík í félagsmiðstöð-
inni á Aflagranda.
Tæpa tvo síðustu áratugina var
Bondó í ákaflega kærleiksríkri
sambúð með Huldu R. Einars-
dóttur, sem lést síðastliðið ár.
Við systkinin minnumst hans
sem góðs bróður og vinar. Við
sendum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til barna hans og fjöl-
skyldna þeirra.
Far þú í friði okkar kæri bróðir.
Guðlaug, Ásta, Erla
og Tómas Pálsbörn.
Vér göngum svo léttir í lundu,
því lífsgleðin blasir oss við.
Þessar ljóðlínur Freysteins
Gunnarssonar, svo og erlenda lag-
ið sem sungið er við þær, finnst
mér lýsa móðurbróður mínum og
vini, Jóni Bondó, sem kvatt hefur
okkur í hinsta sinn eftir erfið veik-
indi. Við frændur sungum þetta
gjarnan saman þegar við hittumst
og síðast á dánarbeði hans.
Alltaf er verið að minna okkur á
hve lífið er hverfult og að ekkert
er eilíft. Fyrir rúmu ári kvöddum
við Guðjón bróður hans. Söknuð-
urinn er mikill, enda höfum við átt
samleið í hátt á sjötta áratug.
Ég man eftir Bondó frá frum-
bernsku. Fyrsta eiginlega minn-
ing mín um hann var á Heiðarveg-
inum í Vestmannaeyjum hjá afa
og ömmu. Það var á sunnudegi og
mörg barnabörnin í heimsókn.
Kemur þá karl allt í einu hlaup-
andi upp í stofu, kolsvartur í and-
liti. Krakkarnir grenjuðu eins og
ljón, þar til mæðurnar hugguðu
þau og sögðu að „þetta væri bara
hann Nonni; þetta væri allt í lagi,
hann er bara með sósulit í andlit-
inu“.
Ég man hvað mér fannst alltaf
mikil matargerð á heimili Bondós
og Addýjar, enda bæði snillingar í
þeim efnum.
Bondó heilsaði mér gjarnan
með orðunum: „Sæll, Skúli.“
Ástæðan skilst mér vera sú, að
þegar ég var barn, nýbyrjaður að
tala, var ég á gangi í Vestmanna-
eyjabæ með Bondó. Þá hitti hann
mann er Skúli hét og sagði að
sjálfsögðu: „Sæll, Skúli!“ Þá
heyrðist víst í mér: „Sæll, Skúli,“
alveg eins og lítill páfagaukur.
Gaman var að skemmta sér
með Bondó; hann var svo
skemmtilegur.
Hann hafði næmt skopskyn.
Skemmtilegt var að fara með hon-
um í leigubíl, hann sagði stundum:
„Góða kvöldið, bílstjóri. Jón
Bondó heiti ég. Nóg bensín og góð
dekk? Akureyri, takk.“ Þetta féll,
eins og gera má ráð fyrir, í mis-
jafnan farveg hjá bílstjórum.
Annað dæmi um gott skopskyn
hans var að þegar hann gekk
framhjá flyglinum mínum strauk
hann yfir nótnaborðið og sagði:
„Jón Leifs.“
Ásta, dóttir mín, hafði það á
orði í veikindum hans, að þegar
Bondó væri dáinn yrði ekkert
gaman á árlegum spilakvöldum
Oddsstaðafjölskyldunnar; hann
væri svo skemmtilegur. Það má til
sanns vegar færa. Við reynum að
halda áfram í hans anda með
gleðina að vopni.
Bondó var yndislegur maður.
Ég segi það ekki aðeins af því
hann er farinn, hann var það bara.
Ég veit ekki um neinn sem þekkti
Bondó sem ekki líkaði við hann
og/eða þótti vænt um hann. Hann
virtist alltaf vera í góðu skapi,
jafnvel þótt hann hefði ekki með-
byr. Hann hafði einstakt lag á að
gera gott úr öllu. Hann var sér-
stakur gleðigjafi.
Æðruleysi hans í veikindunum
var einstakt. Hann barðist hetju-
lega og á hann aðdáun mína alla.
Nú er hann laus við þjáningar sín-
ar.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Bondó fyrir að hafa fengið að vera
honum samferða, en fyrst og
fremst fyrir að hafa átt hann að
svona góðum vini. Elsku Halla,
Binni, Lára, Halli og fjölskyldur
ykkar. Ég bið Guð að styrkja ykk-
ur og færi ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur. Megi hann blessa
minningu góðs drengs.
Páll Brynjarsson.
Jón Bondó var sérstæður og
eftirminnilegur maður, léttur í
lund og viðfelldinn, hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom.
Þetta sérkennilega auknefni,
„Bondó“, fékk hann í æsku og það
fylgdi honum allt lífið.
Bondó var í senn maður ævin-
týra og alvöru. Að heiman var
hann nestaður með heilbrigð lífs-
viðhorf, skyldurækni, sjálfsbjarg-
arhvöt, nærgætni og góða manna-
siði. En í genum hans var ólga,
veraldarsláttur og dálítil freistni
til hins ljúfa lífs. Hann var eins og
systkini hans góðum gáfum
gæddur, en kaus að fara úr skóla
jafnskjótt og það var mögulegt.
Svo kraftmikill unglingur vildi
ekki sitja yfir skólabókum heldur
hella sér út í lífið og helst á sjó.
Þar lá líka framtíð hans meðan
hann hafði krafta til.
Í bernsku minni var Bondó fjöl-
skylduvinur, ekki heima heldur
hjá Elínu ömmu minni í Nýborg.
Hann var skipsfélagi Björns,
móðurbróður míns. Þau urðu svo
miklir vinir að jólagjafir gengu á
milli. En annars kunni amma ekki
að meta alla misjafnlega óreglu-
sama félaga sonar síns sem hann
dró heim með sér. Bondó var hins
vegar aufúsugestur með sitt
frjálslega og alúðlega fas og laus-
beislaða frásagnarhæfileika. Allt-
af var vel um hann talað.
Bondó var harðduglegur sjó-
maður, vel verki farinn og ósér-
hlífinn. Hann tók áhættu, mjög
gjarnan, bæði í starfi og einkalífi.
Sumt lukkaðist en annað ekki. En
bjartsýni, kjarkur og lífsgleði
brást aldrei. Hann var neftóbaks-
maður með frábrigðum, nefið
stórt og sérlega vel lagað í hraust-
legt innsog.
Eftir nokkur áföll, gosið í Eyj-
um, skilnað og fleira, tók Bondó
stefnu út í heim og starfaði sem
sjómaður á ótrúlega fjarlægum og
vafasömum stöðum, Arabíu, Ang-
óla og ég veit ekki hvar. Og þar
urðu mörg ævintýri, hættur og
heppni, en heimkominn komst á
meiri ró og þannig sigldi hann síð-
asta spölinn.
Bondó hafi stríðar meiningar
um menn og málefni. Ekki hvað
síst um mál stéttar sinnar og
skipulag fiskveiða, kvótann. Hon-
um svall þá móður, réttlætis-
kenndin rak hann áfram og hann
lét í sér heyra.
Fyrir beiðni góðra manna tók
Bondó sumarið 1972 undirritaðan
stúd. mag. úr háskólanum sem
kokk á bát sem hann var með.
Varð af því skemmtileg saga, en
forréttindi voru það að dóla um
Eyjasund með jöklana báða og
blásvartan sæinn fyrir augum og
fagra landsýn á báðar hendur. Er
við hittumst fyrr á þessu ári
spurði ég Bondó hvort hann hefði
nokkru sinni á skipstjórnartíð
sinni haft aumari sjómann en mig.
Hann hugsaði sig um dálitla
stund, en sagði svo: Ja, ég er ekki
viss um það, en meiri skítkokk hef
ég aldrei haft.
Svo lánsamur var ég að líta inn
til Bondós á 81. afmælisdegi hans
fimmtudaginn 18. júní sl. Hann
var máttfarinn og alveg ljóst
hvert stefndi. En handtakið var
traust, spjallið gott og óþvingað
og margt sagt sem fest verður í
minni.
Veri hann kært kvaddur, sá
góði maður, Jón Bondó Pálsson.
Hann var okkur jafnan til sannrar
gleði.
Helgi Bernódusson.
Jón Bondó Pálsson
Elsku mamma,
nú er komið ár síðan
þú fórst frá okkur.
Ár síðan þú varst
tekin frá okkur svo snögglega að
lengi vel áttaði ég mig ekki á því
að þú værir í raun og veru farin.
Einn daginn ertu hjá okkur í
ömmudögum að dekra við litlu
grindjánana þína ásamt Perlu
þinni, síðan ertu farin.
Við tvær höfum alltaf verið til
staðar hvor fyrir aðra, alltaf við
mæðgurnar að dunda og brussast
í gegnum lífið og aldrei var hlát-
urinn langt undan. Þú varst alltaf
minn klettur, minn fasti partur af
tilverunni og hef ég átt erfitt með
að finna jafnvægið aftur án þín.
Margrét Erla
Benónýsdóttir
✝ Margrét ErlaBenónýsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. október 1956.
Hún lést 29. júní
2014. Útför hennar
fór fram 10. júlí
2014.
Í lífinu eins og
öllu öðru eru hindr-
anir og stundum
virðast þær óyfir-
stíganlegar. Þannig
leið mér þegar yngri
bróðir minn og son-
ur þinn lést. Að fara
í gegnum þá gríðar-
legu sorg að missa
systkini sitt og síðan
að horfa upp á
mömmu sína þjak-
aða af sorg er gríðarlega erfitt.
En við gátum farið í gegnum
þetta saman og án þín hefði ég
ekki komist uppúr sorginni.
Lífið heldur alltaf áfram og er
mér það svo mikils virði að þú
hafir verið viðstödd fæðingu
frumburðar míns. Þú og Nonni
hvöttuð mig áfram alveg þar til
yndislegi sonurinn minn kom í
fangið mitt og þú brosandi með
tárin í augunum. Þetta augnablik
er mér svo dýrmætt. Síðan þrem-
ur árum síðar þegar þú og stóri
bróðirinn komuð til að hitta og
kynnast litlu systurinni, þá
varstu svo stolt amma og
mamma.
Þú og öll ömmubörnin þín haf-
ið alltaf átt sérstakt samband og
þú gættir þess vel að eiga gott
samband við þau öll. Ég veit að
börnin mín elskuðu að fara til þín
og helst fá að gista í marga
marga daga. Þau búa vel að því
að hafa átt svona gefandi ömmu
sem ávallt hafði tíma fyrir þau,
sama hvað gekk á.
Í gegnum tíðina var heilsan
hjá þér ekki góð eða eins og þú
sagðir svo oft, ég er alveg hress,
bara kroppurinn hlýðir mér ekki.
Þessi jákvæðni þín skein í gegn-
um allt sem þú tókst þér fyrir
hendur. Hvort sem það voru fjöl-
margar aðgerðir, endurhæfing
eða sjúkrahúsvist. Ég veit líka að
þér fannst ekkert leiðinlegra en
þegar fólk sagði að þú værir svo
dugleg svona miðað við allt. Að
þínu áliti varst þú að lifa lífinu
með öllum þeim kostum og göll-
um sem fylgja því. Það þýddi
ekkert annað því ekki ætlaðir þú
að gefast upp.
Ég hef lært svo mikið af þér og
bý að því alla mína ævi.
Við fráfall þitt hópaðist að okk-
ur Benna bróður þétt stuðnings-
net af ættingjum ásamt þínum
trausta vinahópi. Þú hafðir þá
náðargjöf að hópa að þér fólki
sem þú svo hlúðir að með góðri og
traustri vináttu. Þú snertir líf
margra og fengum við það til
baka margfalt. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklát.
Í raun má segja að nú sé ég að
kveðja þig, þakka þér fyrir fylgd-
ina í gegnum lífið. Nú mun ég
halda áfram með mitt líf, mína
fjölskyldu og vini.
Elsku mamma, þú munt vera í
hjarta mínu að eilífu, nú ertu hjá
foreldrum þínum, bróður og syni.
Til himnaríkis ég sendi,
þér kveðju mamma mín.
Á því virðist enginn endi,
hve sárt ég sakna þín.
Þú varst mín stoð og styrkur,
þinn kraftur efldi minn hag.
Þú fældir burtu allt myrkur,
með hvatningu sérhvern dag.
Nú tíminn liðið hefur,
en samt ég sakna þín.
Dag hvern þú kraft mér gefur,
ég veit þú gætir mín.
(Steinunn Valdimarsdóttir)
Þín dóttir,
Guðlaug Íris
Margrétardóttir.