Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 28

Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undrast þín eigin við- brögð. Reyndu að halda þannig á spöðunum að enginn þarf að ganga sár frá fundi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skalt vinna bakvið tjöldin að tak- marki þínu. Samstarfsfólk þitt er hjálplegt. Ef þú frystir aðra úti lokarðu á sjálfa/n þig um leið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir fundið til einmanaleika í dag. Þakkargjörð gildir allan ársins hring, ekki bara í nóvember. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér var kennt að hætta strax við óraunsæ markmið, gleymdu þeim ráðum. Farðu í göngutúr í náttúrunni og dragðu djúpt að þér andann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þó að á móti þér blási af og til. Nú er lag að ná jafnvægi í samskiptum og stuðla að gagnkvæmum skilningi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú virðist vera rétta tækifærið til að koma málum þínum á framfæri. Vinnan er bara ánægjuleg og þú færð orku úr um- hverfinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert hrókur alls fagnaðar um þessar mundir og allir virðast vilja umgangast þig. Ekki gleyma þér í glensinu og brettu upp ermarnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að kasta draumum sínum fyrir róða þótt mesti ljóminn fari af þeim með tímanum. Farðu í stutta ökuferð ef þú getur og njóttu tilbreyt- ingarinnar og umhverfisins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar til þess að segja nán- um vini hvaða hug þú berð til hans. Farðu yfir reikninga og skuldir. Kannski finnur þú eitthvað sem hafði glatast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það sem í fljótu bragði kann að virðast fyrirtaks hugmynd getur reynst hið versta óráð. Efasemdir sem hafa hrjáð þig að undanförnu heyra nú sögunni til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að leiða hjá þér efa- semdir um sjálfa/n þig sem láta á sér kræla. Það verður lítið úr framtíðardraum- unum ef ekkert er gert til þess að þeir ræt- ist. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinnufélagi þinn mun sýna á sér nýja hlið þannig að þér finnst upplagt að fá hann til liðs við þig í ákveðnu verkefni. Eftir það er betra að taka upp léttara hjal. Um tíma í vor talaði Víkverji einsog sumrinu hefði verið aflýst. Vorið var kalt og hann sá fram á að það yrði komið haust áður en sumarið kæmist til landsins. Hann fygldist með farfuglum norpa í kuldanum, fullum af illum grun um að þeir hefðu farið árstíðavillt. Nú fer hins vegar ekkert á milli mála að það er komið sumar, gul sinan horfin og gróðurinn í fullum skrúða. x x x Nú er einmitt árstíminn þegar fólkliggur á fjórum fótum í görðum og reytir arfa. Víkverji hefur oft velt því fyrir sér hvað plöntur þurfi að hafa sér til saka unnið til að verð- skulda skilgreininguna illgresi. Oft virðist glæpurinn aðallega vera sá að dafna vel við erfiðar aðstæður. Dug- legustu plönturnar eru sem sagt arfi, en ekki gróður sem er viðkvæmur og á erfitt uppdráttar við íslensk skilyrði. Víkverja finnst þetta arfavitlaust. x x x Víkverji brá sér út að Gróttu fyrirnokkrum dögum að skoða sól- setrið. Takið eftir að hann segir ekki í Gróttu vegna þess að bannað er að fara eiðið út í vitann á þessum árs- tíma til að fuglarnir fái frið meðan á varptíma stendur. x x x Víkverji var greinilega ekki einnum hugmyndina því að þangað streymdu bílarnir. Síðan stóðu ljós- myndarar hver um annan þveran, innlendir og erlendir, og munduðu vélar sínar af mismiklum atvinnu- mannabrag. Einn var með þrífót, annar þrjátíu sentimetra langa að- dráttarlinsu framan á vélinni og sá þriðji með torkennilega glerplötu á linsunni á myndavélinni sinni. Þeir sem voru með snjallsímana sína á lofti virkuðu frekar viðvaningslegir í þessari samkundu, hvað þá þeir sem horfðu berum augum. Sólarlagið sveik hins vegar ekki í kvöldlogninu. x x x Um leið og sólin var komin niðurfyrir Snæfellsnesið brast hins vegar á flótti, ljósmyndararnir pökk- uðu saman og bílarnir streymdu burt. En kvöldið var áfram fagurt í sumar- birtunni. víkverji@mbl.is Víkverji Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8:17.) Ég fékk skemmtilegt bréf fráSigurbjörgu Björgvinsdóttur, sem var á ferðalagi um Ítalíu 1.-8. júní 2015: „Ég er í Ljóðahópi Gjábakka og þakka af heilum hug fyrir frábæra umfjöllun um ljóðabókina okkar Út í vorið. Mig langar að senda þér þrjár ferskeytlur sem urðu til í frá- bærri kvennaferð um Ítalíu þar sem Arinbjörn Vilhjálmsson var far- arstjóri. Allt gekk upp og aldrei þurfti að bíða eftir neinni – allar 43 konurnar voru stundvísar. Það voru skoðaðar hallir og kastalar ásamt mörgu fleiru. Hvort þetta var svona stundvís kvennahópur eða fararstjórinn svona frábær veit ég ekki en þessi vísa varð til í lok ferðarinnar: Arinbjörn er tryggðatröll traustur Íslandssonur. Vel hann færi í fornri höll með fjörutíu konur. Steinunn dóttir Arinbjarnar var aðstoðarfararstjóri. Þau fengu þessa feðginin: Stoltur faðir Steinunnar Steinunn hér af öllum bar. Hennar ljúfa lundarfar lífgaði margar stundirnar. Og svo í lokin var fararstjóra þakkað „með ímyndaðri rauðri rós“. Þú átt skilið þvílík hrós þitt fyrir starfið, kæri. Með ímyndaðri rauðri rós þig ríkulega mæri.“ Það er kveðskapur af þessu tagi sem heldur ferskeytlunni síungri – hún lífgar upp á augnablikið og heldur góðum minningum vakandi. Páll Imsland segist hafa verið að spekúlera í mannfólkinu og komist að þrískiptingu þess samanber eft- irfarandi limru. Til samræmis karlar við kvenfólk kallaðir best væru mennfólk. En skrýtnast af öllu eru skvísur með böllu sem eru þá auðvitað tvennfólk. Þetta minnir mig reyndar á aðra afgamla limru þar sem ég skoðaði mannfólk á aðeins öðrum for- sendum, sbr: Vart teljast jafningar Jórdanir Jóta sem oft kallast Stór-Danir. Ég sé nebbla enga í ös þeirra drengja er eins mikið svolgra og Bjór-Danir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Frá Ítalíuför og þrískipting mannfólksins Í klípu TOBBI REYNDI TENGSLANETIÐ – OG NÁÐI AÐ LÁTA ÞAÐ HRYNJA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA LÍTUR VEL ÚT... MEÐ PÓSTMANNSBRAGÐI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... sami tími, sami staður, sömu þið! ÞANNIG AÐ BOÐSKAPUR SÖGUNNAR ER... ÉG VAR AÐ SEGJA SÖGU OG ÞÚ FÓRST! KOMINN AFTUR! ÞÚ ÆTLAR EKKI AÐ SEGJA HANA AFTUR, ER ÞAÐ? Í FÖTIN, MENN! VIÐ HÖLDUM AF STAÐ TIL BÚÐA ÓVINANNA Í DÖGUN! ER Í LAGI AÐ KOMA MEÐ KYNDILINN MINN? VIÐ MUNUM NOTA SKJÓL MYRKURS TIL ÞESS AÐ GERA SKYNDIÁRÁS! HUNDAMATUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.