Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 30

Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Líkt og undanfarin ár verður hald- in orgelandakt í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti á hádegi á miðvikudögum í júlí og ríður Marc- in Ciesliñski, kórstjóri og organisti við kirkjuna, á vaðið í dag og leikur á orgel kirkjunnar kl. 12 til 12.30. Í næstu viku leikur Eyþór F. Wechn- er og 15. júlí Douglas Brotchie. Að- gangur er ókeypis. Orgelandakt á miðvikudögum Morgunblaðið/Þorvaldur Landakotskirkja Orgelandakt verð- ur á miðvikudögum í júlímánuði. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ljósmyndabókinni Iceland – Re- flections on the ring, eftir kanadísku feðgana og ljósmyndarana George og Sean Fischer og Jón Gauta Jóns- son fjallaleiðsögumann, verður fylgt formlega úr hlaði í dag kl. 16 í Ráð- húsi Reykjavík- ur, á þjóðhátíð- ardegi Kanada. Bókin er gefin út í Kanada og dreift hér á landi af Forlaginu. Formála hennar ritar sendiherra Kanada á Íslandi, Stewart Wheeler, en Jón Gauti á myndir í bókinni og ritar inngang. Bókin náði fyrsta sæti yfir mest seldu bæk- ur kanadíska Amazon-vefjarins í maí sl. í flokki ferðabóka og er nú til sölu í stærstu bókabúð- um Kanada, Chapters og Indigo, auk þess að vera seld í íslenskum bókabúðum. Kynntust í ferð góðgerðarsamtaka „Hann kom hingað til lands fyrir þremur árum á vegum góðgerð- arsamtaka sem voru að safna fé fyr- ir gigtarsjúklinga,“ segir Jón Gauti um kynni þeirra George Fischer. Hann hafi verið leiðsögumaður í ferð þar sem gengið var með gigt- veikum frá Landmannahelli inn í Landmannalaugar og svo suður Laugaveginn og inn í Þórsmörk. Fischer var með í för, komst að því að Jón Gauti væri ljósmyndari og hefði gefið út tvær bækur og í kjöl- farið hófst samstarf þeirra á milli. „Hann kom hingað fyrir ári og fór þá hringinn með syni sínum og að- stoðarmanni, tók myndir en fyllir upp í bókina með myndum frá mér sem eru mikið til frá hálendinu,“ segir Jón Gauti. Spurður hvort myndirnar í bókinni séu þá frá áhugaverðum stöðum nærri hring- veginum og frá hálendinu segir Jón Gauti að bókin sýni einfaldlega Ís- land en þó einkum staði nærri hringveginum, eins og titillinn gefi til kynna. Hvað aðkomu sendiherra Kanada á Íslandi að bókinni varðar segir Jón Gauti að þeir þekkist og sendi- herrann hafi tekið vel í að skrifa for- málann. „Sömuleiðis hefur Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, skrifað inngang að tveimur bókum eftir George í Kanada. Þannig að hann er vel tengdur og vel liðinn.“ Úr endurskoðun í ljósmyndun „Ferill minn er ansi fjölbreyti- legur. Ég hóf störf sem endurskoð- andi hjá endurskoðunarfyrirtæki í Ottawa fyrir 30 árum. Ég lærði end- urskoðun í háskóla en komst að því að ég hefði óbeit á henni. Í kjölfarið gerðist ég hjólaleiðsögumaður, stofnaði fyrirtæki sem bauð upp á hjólaferðir bæði í Kanada og erlend- is,“ segir Fischer. Á ferðum sínum hafi hann ljósmyndað og búið til bæklinga með myndunum og fyrsta ljósmyndabókin hans hafi svo komið út fyrir 25 árum. „Núna er ég að vinna í 53. bókinni minni,“ segir Fischer kíminn, greinilegt að þar fer afkastamikill maður. Fischer segist hafa orðið hug- fanginn af íslensku landslagi þegar hann kom hingað á vegum fyrr- nefndra góðgerðarsamtaka. Í fyrra keyrði hann svo hringinn í kringum landið og tók þúsundir mynda af fal- legum og markverðum stöðum. „Ég reyni að gera bækur sem ferðamenn muna eftir, mynda staði sem ferða- menn hafa farið á í stað þess að mynda staði sem þeir fara jafnan ekki á. Það gerir bækurnar sölu- vænlegri,“ segir Fischer. Hann hafi skoðað margar ljósmyndabækur um Ísland og komist að því að fáar þeirra sýndu allt í senn landslag, byggingarlist og fólk. „Bækurnar mínar innihalda þetta oftast nær allt, ég sé til þess að í þeim séu myndir af fólki, arkítektúr og lands- laginu sem er auðvitað stórkostlegt á Íslandi. Það er allt undursamlegt á Íslandi,“ segir Fischer og bætir því við að Kanadamenn séu afar hrifnir af Íslandi og að ferðir til Íslands seljist vel í Kanada. Fischer segir vinsældir bókarinnar á Amazon lík- lega endurspegla þennan mikla áhuga Kanadamanna á Íslandi. „Allt undursamlegt á Íslandi“  Jón Gauti Jónsson fjallaleiðsögumaður og kanadísku feðgarnir og ljósmyndararnir George og Sean Fischer fagna útgáfu ljósmyndabókar í dag, á þjóðhátíðardegi Kanada Ljósmynd/George Fischer Tilkomumikið Kirkjufell á ljósmynd sem prýðir kápu bókarinnar. George Fischer Jón Gauti Jónsson Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson Náttúrufegurð Ljósmynd tekin á Öræfajökli þegar byrjaði að gjósa í Grímsvötnum árið 2011. Myndlistar- maðurinn Odee, réttu nafni Odd- ur Eysteinn Frið- riksson, opnar sýningu í Dahls- húsi á Eskifirði á morgun kl. 17. Á sýningunni gerir hann upp hið við- burðaríka fyrsta ár sitt sem lista- maður og býður Austfirðingum að kynnast austfirskri samtímalist, eins og segir í tilkynningu. Þar seg- ir að Odee sé sjálftitlaður álbóndi og nemi í viðskiptafræði við Há- skólann á Akureyri og að Gallerí Fold hafi tekið verk hans í umboðs- sölu í fyrra. Í kjölfarið hafi hann verið fenginn til að hanna verk fyr- ir sýningu Íslenska dansflokksins. Verk sín vinnur Odee á vinnustofu sinni á Eskifirði og sendir til New York, þar sem þau eru brædd á ál. Þá er húð sett yfir sem gefur áferð sem minnir á gler. Odee sýnir í Dahls- húsi á Eskifirði Oddur Eysteinn Friðriksson/Odee EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.