Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 68

Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 68
SKAGFIRÐINGABÓK eða laust norðan við hann“ segir Björn Egilsson frá Sveinsstöð- um, einn sögumanna þáttarhöfundar, „sáu þau einhverja þúst í eyrarodda.“ Bóndinn reið þá yfir í eyrina, og tók kvíslin hestinum í kvið og var ströng. Bóndi sat jarpan hest „sem var sjónhræddur og fælinn . . . Þegar Jarpur kom yfir í eyrina fór hann að blása og frýsa og engin leið að koma honum nálægt því sem hann sá í eyraroddanum“. Bóndi steig þá snarlega af baki, en hesturinn var fljótur að hafa sig aftur vestur yfir kvísl- ina. I eyraroddanum lá lík á grúfu. Manninum brá mjög er hann sá þar Ingibjörgu frá Goðdölum, því hann var í vináttu við fólk hennar. Hann tók líkið í fang sér og bar það yfir um kvísl- ina. Jarpur stóð þar rammstaður og til engrar hjálpar. Maðurinn kunni ekki annað ráð en skilja líkið eftir þarna, klæddi sig úr jakkanum sínum og breiddi hann yfir það. Betri umbúnað gat hann ekki veitt því að sinni. Hann sneri síðan heim aftur, en kona hans hélt ferð sinni áfram að Teigakoti. Bóndinn sem hér átti hlut að var Vilhelm Jóhannsson í Litladalskoti, og sagði hann sjálfur greinilega frá öllu þessu mörgum árum seinna, 1972. I Litladal, næsta bæ við Litladalskot, bjó faðir Vilhelms. Þeir feðgar réðu nú ráðum sínum og héldu svo af stað saman að sækja lík Ingibjargar, þar sem það hvíldi í mölinni við Vötnin. Jóhann reið gráum hesti, stilltum. Hann reiddi líkið fyrir framan sig heim í Litladal, „og hallaðist það að barmi hans eins og þegar barn er reitt“. Þeir feðgar lögðu líkið í stofu sunnan bæjardyra. Daginn eftir komu að Litladal þær Helga, systir hinnar látnu, og Krist- ín Jósefsdóttir. Líkið var þó ekki flutt að Goðdölum fyrr en þremur eða fjórum dögum seinna. Þá kom fólk framan að með kistuna. Hún var sett á kerru sem kassinn hafði verið tekinn af, þannig að hún hvíldi á grindunum milli hjólanna. Farið var eftir vegi yfir Tunguna þvera sunnan Reykja og þaðan að Goð- dölum. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.