Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 9
SIGURÐUR SIGURÐSSON SÝSLUMAÐUR
ALDARMINNING
eftir ANDRÉS BJÖRNSSON
SlGURÐUR Sigurðsson sýslumaður Skagfirðinga var fæddur í
eynni Vigur í Ogurþingum í Isafjarðarsýslu 19. september
1887. Foreldrar hans voru séra Sigurður Stefánsson prestur og
alþingismaður í Vigur og kona hans, Þórunn Bjarnadóttir.
Séra Sigurður í Vigur, faðir Sigurðar sýslumanns, var upp-
runninn úr Skagafirði, bróðir Stefáns skólameistara og alþingis-
manns á Möðruvöllum og síðar á Akureyri. Systir þeirra,
Þorbjörg, var gift Birni Jónssyni á Veðramóti í Gönguskörðum.
Þessi þrjú systkin voru börn Stefáns Stefánssonar bónda á Heiði
í Gönguskörðum og Guðrúnar Sigurðardóttur konu hans. Þessi
hjón, afi og amma Sigurðar sýslumanns, voru merkisfólk á alla
grein og um margt á undan sínum tíma. Þess munu varla mörg
dæmi frá fyrri öld, að bændur á miðlungsjörðum kæmu börn-
um sínum svo til manns sem þau. Báðir synir þeirra nutu
langskólamenntunar og urðu þjóðkunnir menn, og þau hjón
studdu líka til mennta tvo aðra unga menn, sem síðar létu að sér
kveða í þjóðlífinu, þá Valtý Guðmundsson og séra Friðrik
Friðriksson. Fylgdi þeim hjónum í þessu sem öðru fleira mikil
gifta'
Stefán á Heiði var sonur Stefáns Sigurðssonar í Keflavík í
Hegranesi, en Guðrún kona hans var dóttir Sigurðar Guð-
mundssonar skálds og bónda á Heiði. Var Sigurður sýslumaður
heitinn eftir þessum langafa sínum. Sigurður Guðmundsson var
ættaður af Skagaströnd. Um hann er sagt, að hann bjó góðu búi,
7