Skagfirðingabók - 01.01.1987, Qupperneq 10
SKAGFIRÐINGABÓK
vel gefinn dugnaðarmaður og vel metinn. Hann var skáldmælt-
ur, og eftir hann liggur ljóðaflokkurinn Varabálkur, sem prent-
aður var þrisvar og varð mörgum kunnur. Kom hann fyrst út
1872, þremur árum eftir lát höfundar, en síðan árin 1900 og
1968.
Kona Sigurðar á Heiði var Helga Magnúsdóttir prests á
Fagranesi, Arnasonar prests á sama stað.
Hinar skagfirzku framættir Sigurðar sýslumanns lágu m.a. í
beinan karllegg til Hrólfs Bjarnasonar sterka, lögréttumanns á
Álfgeirsvöllum. Sá 16. aldar maður var honum hugstæðari en
aðrir forfeður hans í Skagafirði, sem hann mat þó mikils að
verðleikum. Væri hann spurður um ætt, varð honum jafnan
fyrst fyrir að nefna sig til Hrólfunga með nokkru stolti, og
einum sona sinna gaf hann nafn þessa fornfræga ættföður síns.
Móðir Sigurðar sýslumanns, kona séra Sigurðar í Vigur, var
Þórunn Bjarnadóttir frá Kjaransstöðum hjá Akranesi. Faðir
hennar, Bjarni Brynjólfsson, var atkvæðamaður, búhöldur mik-
ill, ágætur smiður á tré og járn og fékkst við lækningar. Lengi
var hann hreppstjóri, sáttasemjari og meðhjálpari. Þess er og
getið, að hann var áhugamaður um þjóðfrelsismál. Kann að
mega rekja áhuga hans á því málefni til þess, að hann var að
nokkru alinn upp hjá þjóðskörungnum Hannesi Stephensen
prófasti og alþingismanni á Ytra-Hólmi, einhverjum ötulasta
fylgismanni Jóns Sigurðssonar, en með öðrum hætti varð Bjarni
tengdur Stefánungum, því að hann gekk að eiga frændkonu
Hannesar prófasts, Helgu Olafsdóttur Stephensen, sem var
amma Sigurðar sýslumanns.
Meðal systkina frú Þórunnar í Vigur var skipasmiðurinn
nafnkunni Brynjólfur í Engey.
Hér hefur verið stiklað á stóru um ættir Sigurðar sýslumanns,
en ljóst má vera, að hann átti ekki langt að sækja til dugmikilla
merkismanna í báðar ættir.
Sigurður Sigurðsson ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur
fram um fermingaraldur, en var þá sendur til Reykjavíkur í
8