Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 13
SIGURÐUR SIGURÐSSON SÝSLUMAÐUR
mín. Er það fárra manna hlutskipti að hafa samtímis notið
tyeggja mæðra alla æsku sína, mæðra sem voru hvor
annari ágætari, og mundi það aldrei fullþakkað. Er þeim
er slíkt hreppa ekki þakkandi þótt þeir verði ekki kalviðir.
Svo sem sjá má, fylgdust þeir að í námi Skúli yngri Thorodd-
sen og Sigurður, luku samtímis stúdentsprófi 1908 og kandí-
datsprófi í lögfræði 1914, en sú er skýring á tengslum Sigurðar
við heimili Skúla og Theodoru Thoroddsen, að þeir Skúli og
séra Sigurður í Vigur voru tryggðavinir frá þeim tíma, er Skúli
var sýslumaður á Isafirði, pólitískir samherjar og alþingismenn
Isfirðinga. Varð Sigurður yngri vafalaust fyrir sterkum áhrifum
frá þeim Thoroddsenshjónum og heimili þeirra á námsárum
sínum. Gekk hann fast fram í sjálfstæðisbaráttunni og var um
skeið formaður ungra skilnaðarmanna.
Sigurður sýslumaður minntist Thoroddsensfólks látins og
lifandi alltaf með hlýhug, og það tengdist mjög í huga hans
hinum æskuglöðu stúdentsárum, sem hann rifjaði oft upp með
óblandinni ánægju.
I ræðu, sem Sigurður sýslumaður flutti í stúdentahófi sjö-
tugur að aldri, segir meðal annars frá sumargleði stúdenta,
þeirri fyrstu, sem hann tók þátt í, „forkunnarfagurri veizlu og
dansleik í Iðnó.“ Þangað var boðið alþingismönnum, og þar var
Hannes Hafstein, sem um þær mundir hafði beðizt lausnar sem
ráðherra.
Mér er það enn minnisstætt hve þeir raupuðu af hesta-
mennskunni í Skagafirði, Indriði Einarsson, Sigurður
Briem póstmeistari, dr. Olafur Dan og faðir minn sálugi,
en eg var svo lánsamur að sitja meðal þessara Skagfirðinga
við veisluborðið. Þegar komið var niður í salinn, drógum
við okkur saman í hóp, yngstu stúdentarnir uppi á
leiksviðinu. Hannes Hafstein kom þá til okkar — presen-
teraði sig: Hannes Hafstein cand. juris. Harla glæsilegur
kandidat var hann — það þótti okkur öllum.
11