Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Á háskólaárum sínum var Sigurður heilsuveill og það svo, að
hann dvaldist í Kaupmannahöfn 1911 — 12 til lækninga.
Atburður gerðist á námsárum Sigurðar í háskólanum, sem
athygli vakti og vert er að minnast, því að hann kom þar með
vissu við sögu. Það var samning og sýning hins nafntogaða
flímleiks Allt í grœnum sjó, sem sýndur var í Iðnó á vegum
stúdentafélagsins 3. maí 1913. Eftir fyrstu uppfærslu sjónleiks-
ins voru sýningar bannaðar með fógetaúrskurði. Þótti ýmsum
framámönnum að sér vegið, og urðu talsverð eftirmál í blaða-
skrifum. Ymislegt var á huldu um höfunda leikritsins, en það
var með vissu samið í Vonarstræti 12, húsi Thoroddsenshjóna,
og höfundar voru nokkrir háskólastúdentar. Þeirra á meðal var
Sigurður Sigurðsson. Hann fór líka með hlutverk Sáms ritstjóra
á leiksviðinu. Um hlutdeild hans segir annars Andrés Þormar,
sem tekið hefur saman ýmislegt varðandi flímleikinn:
Ekki mun það hafa farið fram hjá honum [Einari Kvaran]
án sárinda, að sonur eins vinar hans og samherja var
fljótlega nefndur einn af höfundunum, en það var Sigurð-
ur frá Vigur, síðar sýslumaður. Seinna fór Sigurður ekki
leynt með það að hann hefði að mestu samið draugasen-
una.
Sigurður Sigurðsson, lögfræðingurinn ungi frá Vigur, stað-
festi brátt ráð sitt og gekk að eiga unga og glæsilega konu,
Guðríði Stefaníu Arnórsdóttur síðast prests að Hvammi í Lax-
árdal í Skefilsstaðahreppi. Gengu þau í hjónaband 11. marz
1915. Faðir hennar, séra Arnór, var sonur Árna Sigurðssonar
hreppstjóra í Höfnum á Skaga og fyrri konu hans, Margrétar
Guðmundsdóttur.
Fyrri kona séra Arnórs, tengdamóðir Sigurðar, hét Stefanía
Sigríður Stefánsdóttir og var sunnlenzkrar ættar, dóttir Stefáns
Olafssonar í Hvammkoti og Vatnsnesi við Keflavík og konu
hans, Guðríðar Jónsdóttur frá Tumakoti, en hún var sonardótt-
ir Jóns ríka Daníelssonar dannebrogsmanns í Stóru-Vogum,
12