Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 16
SKAGFIRÐINGABÓK
Stefán, lögfræðingur á Akranesi.
Hrólfur, listmálari í Kópavogi.
Gubrún Ragnheiður, listmálari í Kaupmannahöfn.
Árni, prestur á Blönduósi.
Snorri, skógfræðingur í Kópavogi.
Eftir embættisprófið í lögfræði 16. júní 1914 lá leið Sigurðar
Sigurðssonar til Isafjarðar, heim á feðraslóðir þar sem hann var
búsettur næstu sjö árin og gegndi ýmsum störfum. Hann
starfaði sem yfirdómslögmaður öll ár sín þar, en auk þess var
hann um hríð, 1914—19, gjaldkeri í útibúi Islandsbanka þar á
staðnum og síðar gæzlustjóri útibús Landsbankans. Ennfremur
sat hann í bæjarstjórn árin 1916—21. Þrátt fyrir margvísleg
umsvif varð þó Isafjarðardvölin ekki að öllu leyti slétt og felld.
Löngu síðar segir Sigurður í stuttu æviágripi sínu:
Með öðrum störfum á ísafirði var eg fjórðungshluthafi í
útgerðarfélaginu ísfirðingur, er gerði út m/b Þórð kakala.
Við verðfallið mikla 1919 tapaði eg á síldveiði útgerðar-
innar ca. 25 þús. krónum í minn hlut og hefi aldrei beðið
þess bætur síðan fjárhagslega, því eg fékk ekkert eftir
gefið af skuldum og hefi ekki um það sótt síðan.
Vera má, að þetta áfall hafi að einhverju eða miklu leyti
valdið því, að Sigurður ílentist ekki á Isafirði, en haustið 1921
fluttist hann með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og var skipað-
ur fulltrúi í fjármálaráðuneytinu, en fjármálaráðherra var þá
Magnús Guðmundsson alþingismaður Skagfirðinga. Gegndi
Sigurður störfum í ráðuneytinu til 1924 og varð hæstaréttarlög-
maður 1923. Á árinu 1924 var hann settur bæjarfógeti í Vest-
mannaeyjum um sex mánaða skeið. Gat hann sér þar frægðar-
orð fyrir framgöngu í landhelgisgæzlu. Minnist vinur hans, Páll
Kolka læknir, þess atburðar með svofelldum orðum:
Sigurður . . . vann sér það m.a. til ágætis að taka af eigin
ramleik einn alræmdan landhelgisbrjót, færa til hafnar og
14