Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 17
SIGURÐUR SIGURÐSSON SÝSLUMAÐUR
dæma í sektir. Minntist hann oft þeirrar herferðar með
mikilli ánægju þegar fundum okkar bar saman, enda hafði
ég þá verið einn liðsmanna hans.
Dvöl Sigurðar í Vestmannaeyjum varð ekki til frambúðar.
Hann var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1. desember
1924. Næstu forverar hans þar voru þeir Magnús Guðmunds-
son, síðar ráðherra, 1912 —18 og Kristján Linnet, en þeir Sigurð-
ur skiptust á embættum. Magnús Guðmundsson skipaði Sigurð
í sýslumannsembættið. Mun hann hafa viljað vanda val manns í
þá stöðu, þar sem hann var sjálfur þingmaður Skagfirðinga og
átti þar mikilla hagsmuna að gæta, enda reyndist Sigurður
sýslumaður honum alla hans ævi hinn traustasti liðsmaður, og
var jafnan með þeim mikil vinátta meðan Magnús lifði, en hann
andaðist 1937 og hélt þingsæti sínu til hins síðasta.
Um komuna til Skagafjarðar segir Sigurður svo í æviferils-
skýrslu sinni:
Sama dag [1. desember 1924] steig eg í fyrsta sinn fæti á
land í Skagafjarðarsýslu, kom með Esju að kvöldi dags til
Sauðárkróks með konu mína og fimm elztu börnin.
Þetta skammdegiskvöld, er Sigurður sýslumaður steig á land
á Sauðárkróki með fjölskyldu sinni, urðu þáttaskil í lífi hans.
Hann hafði ekki fyrr augum litið ættarslóðir föður síns, þar sem
hann átti eftir að una sínum dögum til elli sem æðsti embætt-
ismaður og gegna forystuhlutverki í þeim fögru byggðum, sem
hann batt þegar við órofa tryggðir og varð jafnvel barnfæddum
Skagfirðingum skagfirzkari.
Ekki er að efa, að ættarböndin við Heiðarfólk og tengdirnar
við séra Arnór í Hvammi hafa fremst af öllu laðað hann til að
taka við embætti á þessum stað. Hér var hann í hópi og nálægð
náskyldra og fjarskyldari ættingja, og varð honum að því mikill
styrkur, enda var hann ákaflega ættrækinn maður, en hann
ávann sér líka fljótt hylli margra ágætra manna í sýslunni. Segir
hann svo sjálfur í æviágripi sínu:
15