Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
sýslusjóð sinn, en barðist sjálfur í bökkum fjárhagslega, að
minnsta kosti á fyrri starfsárum sínum. Honum var ekki tamt
að barma sér, en um þetta efni farast honum svo orð:
Síðan 1924 hefi eg verið sýslumaður Skagfirðinga og ekki
annað amað að mér en heilsulasleiki — mikill með köflum
— og rýrar embættistekjur, en þarfir miklar.
Geta má nærri, að þungt var heimilishaldið með þennan stóra
barnahóp og sívaxandi embættisannir, en starfsaðstoð og kostn-
aður við skrifstofuhald mjög skorið við nögl.
Sigurður sýslumaður var höfðingi í lund, veitull og gestrisinn
og hin mesta bekkjarprýði á góðvinafundum og hrókur alls
fagnaðar. Lét honum einkar vel að stjórna samkvæmum. Hann
var ræðumaður ágætur, orðhagur og málsnjall og mikill unn-
andi íslenzkrar tungu í lausu máli sem bundnu.
A sextugsafmæli sínu 19. september 1947 hélt Sigurður sýslu-
maður mikla veizlu og fagra. Var þar fjölmenni mikið. Hefur
hann lýst þessum fagnaði rækilega í bréfi til Péturs Hannes-
sonar, vinar síns. Auðsjáanlega hefur hann glaðzt innilega yfir
þeim vinsældum, sem hann fann sig nú njóta hjá sýslungum
sínum, og hann hafði að flestu leyti ærna ástæðu til bjartsýni.
Hann hafði um þetta leyti gengið frá breytingum, sem urðu
þegar Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi. Hafði Sigurður
sýslumaður unnið mikið að undirbúningi þessa máls, eigna-
skiptum sýslu og kaupstaðar, og sýslunefndin stillti svo til, að
hún kom saman til aukafundar og gaf sýslumanni samþykkt
sína við samninginn á afmæli hans. Þótti honum allvel hafa til
tekizt. Bætti hann nú bæjarfógetanafnbót við sýslumannstitil
sinn.
Hinn stóri, mannvænlegi og gervilegi barnahópur þeirra
hjóna var úr grasi vaxinn, og hin elztu systkinanna höfðu þegar
staðfest ráð sitt.
I bréfinu til Péturs Hannessonar segir Sigurður sýslumaður:
18