Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 22
SKAGFIRÐINGABÓK
Mér bárust á þriðja hundrað afmæliskveðjur, um 190
símskeyti, en hitt á kortum og bréfum, kvæði og vísur frá
17 mönnum og konum.
Hann sendi Pétri afrit af skáldskapnum. Dimmur skuggi
grúfði samt yfir þessum gleðidegi í lífi Sigurðar sýslumanns.
Stefanía kona hans var veik og fjarstödd. Hafði hún veikzt
snögglega fyrr um sumarið.
Víst er um það, þetta afmælisár og hið næsta urðu honum
örlagarík á ýmsan hátt. I húsi sýslumanns skiptust á vonir og
vonbrigði út af heilsufari húsmóðurinnar. Tveimur mánuðum
eftir sextugsafmælið skrifaði Sigurður sýslumaður Pétri Hann-
essyni og Sigríði konu hans jólabréf. Þar segir meðal annars:
Konunni minni er að stórbatna, enda er nú kominn tími
til þess finnst mér. Þetta hafa verið þung og döpur
veikindi og legið þungt á mér.
Eg hlakka til þegar skammdeginu lýkur, það hefur
verið mér þungbært. Eg var að hripa eftirfarandi vísur á
kort til vinafólks míns frá æskudögunum, eg held þær eigi
við sem jólakveðja og kalla þær:
VETRARSÓLSTÖÐUR
Að lokum þrýtur lengstu vetrarnótt,
og lífsins þrá er endurvakin skjótt.
Sjá, Ijós á himni lágt í suðri skín
og litli geislinn kyssir augu þín.
Nú ekur dagur yfir himinbraut
ungur, fagur. — Nú er vetrarþraut
brátt á enda. — Blessuð hækkar sól. —
Bráðum sendir Drottinn heilög jól.
Þessi fallegu jólavers, þrungin gleði og bjartsýni, urðu eins
konar inngangssöngur þess árs, sem að líkindum varð eitthvert
hið daprasta á ævi Sigurðar sýslumanns. Heilsu frú Stefaníu
20