Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 23
SIGURÐUR SIGURÐSSON SÝSLUMAÐUR
konu hans hrakaði enn á ný, og fór hún til Danmerkur að leita
sér lækninga þar. Þaðan gerði hún manni sínum boð að koma til
sín. Hann varð við þeirri ósk hennar, en dvöl hans í Danmörku
varð stutt, því að frú Stefanía andaðist snögglega af heilablæð-
ingu 14. júlí 1948. Flutti sýslumaður lík hennar til Sauðárkróks
þar sem hún var jarðsungin 27. júlí.
Þó að frú Stefanía næði ekki háum aldri sem kallað er, hafði
hún þó lokið miklu og erfiðu hlutverki. Um langt skeið veitti
hún forstöðu stóru heimili með mikilli reisn, og fætt hafði hún,
alið upp og komið til þroska stórum og glæsilegum barnahópi.
Allt þetta fór henni hið bezta úr hendi. Hún var fríð kona og
tiginmannleg eins og hún átti ætt til, gáfuð og listhneigð.
Um þennan mikla missi sagði Sigurður í bréfi til Péturs
Hannessonar 5. ágúst 1948, þar sem hann þakkar minningar-
grein Péturs um konu sína:
Þetta fór nú svona — maður er orðinn einn og finnur
„gamals þegns gengileysi“ — eins og Egill kvað í sonator-
reki sínu. En eg þarf síður að kvarta en margir aðrir —
umkringdur af öllum börnum mínum.
Það varð Sigurði sýslumanni áreiðanlega til mikils léttis í
hörmum hans, að Arnór sonur hans hafði þá fyrir nokkru tekið
við starfi í skrifstofu föður síns, og við fráfall frú Stefaníu
fluttust þau hjónin, Arnór og Guðrún Sveinsdóttir, í hús hans,
og Guðrún tók að sér heimilishald fyrir hann, svo að lítil
röskun varð á daglegum högum hans og háttum.
I fyrrgreindu bréfi segir Sigurður ennfremur:
Eg er á förum héðan vestur í Vigur til Bjarna bróður míns.
Ætla að hvíla mig þar um tíma. Er nokkuð dofinn og
þreyttur. Var það þegar eg fór og hvíldist vitanlega ekki.
En mikið er eg feginn að eg fór utan. Þegar konan mín
bað mig að koma var eins og hvíslað að mér, að þessa för
skyldi eg ekki láta undir höfuð leggjast.
21