Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 24
SKAGFIRÐINGABÓK
Undir lok ársins 1948 virðist heilsa Sigurðar sýslumanns hafa
verið mjög tæp. I nóvember um haustið andaðist einn elzti og
tryggasti vinur hans í Skagafirði, Gísli Sigurðsson bóndi á
Víðivöllum, og tók sýslumaður lát hans ákaflega nærri sér. „Eg
er harmi lostinn af missi míns gamla elskulega vinar, Gísla á
Víðivöllum“ segir hann.
Fáum dögum síðar hafði hann þó lokið við fallegt minning-
arljóð um Gísla, en segir í bréfi til Jóns á Reynistað:
Eg er slappur, óupplagður, hálfloppinn — og tilfinning-
arnar bera mig ofurliði. . . .
Eg er aldrei frískur, þó þjáir þessi kvilli mig ekki mikið.
Eg læt lækni rannsaka mig bráðum — að fyrirlagi Thor-
oddsens.
Sigurður sýslumaður komst til heilsu á ný, og síðustu ár hans
í embætti sýslumanns og bæjarfógeta urðu hin friðsælustu, og
hann naut virðingar og viðurkenningar héraðsbúa. Mesta
áhugamál hans síðustu árin var bygging héraðssjúkrahúss á
Sauðárkróki. Bréfi til Steingríms Steinþórssonar 4. desember
1956 lýkur hann með þessum orðum:
Ef húsinu verður komið undir þak fyrir næsta haust, mun
það horfast í augu við meginhluta allra Skagfirðinga og í
þögninni hrópa til þeirra hvatningarorð um dug og dáð í
þessu aðkallandi nauðsynjamáli héraðsins. Og þá fer eg
héðan í glaðri von um góða framtíð þess.
Hólar í Hjaltadal voru í augum Sigurðar sýslumanns sem
annarra Skagfirðinga helgasti og merkasti staður héraðsins.
Þjóðernishyggja hans heit og sterk beindi hug hans og för oft
heim að Hólum, og af næmri kennd skynjaði hann líka náttúru-
fegurð og andblæ þessa forna höfuðstaðar Norðurlands. Hann
sýndi hug sinn í verki með því að taka þar á móti gestum, sem
hann vildi sýna sérstakan sóma.
A síðasta embættisári sínu, 1957, kvaddi Sigurður sýslumað-
22