Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 25
SIGURÐUR SIGURÐSSON SÝSLUMAÐUR
ur Hólastað og vini sína þar með fögru ávarpi á 75 ára afmælis-
hátíð bændaskólans. Með honum og skólastjórahjónunum,
Kristjáni Karlssyni og Sigrúnu Ingólfsdóttur, höfðu verið náin
og góð kynni og þeir Kristján verið samstarfsmenn í stjórn
Búnaðarsambands Skagfirðinga, sem Sigurður sýslumaður
stofnaði 1930. I ávarpi sínu mælti Sigurður meðal annars:
Það er nú langt um liðið síðan eg gerðist gestur hér heima
á Hólum. Það eru nærfellt 33 ár. Og komur mínar hingað
eru því orðnar æði margar, oft margar á ári hverju. Og
gott þykir mér og ánægjulegt að geta gert þá játningu, að
mér þykir sem komurnar hingað hafi orðið mér ánægju-
legri með hverju ári. . . . Náttúrufegurðin hér heima á
Hólum, vaxandi kynni og aukin tilfinning fyrir tign og
sögulegri helgi staðarins veldur einnig hér miklu um.
Hér heima á Hólum tala aldirnar til manna, og á hlýjum
lognblíðum sumarkvöldum hefi eg hvergi betur fengið
numið hinn unaðslega óm þagnarinnar heldur en hér.
Vorið 1957 kvaddi Sigurður sýslumaður sýslunefnd sína.
Hafði hann þá stjórnað fundum hennar í 33 ár. Það haust varð
hann sjötugur, en gegndi embættisstörfum til áramóta. Hafði
hann þá farið lengur með sýsluvöld í Skagafirði en nokkur
fyrirrennara hans í héraðinu allt frá því er Benedikt Halldórs-
son var þar sýslumaður á 17. öld.
Þeir sem gjörst þekktu, töldu, að Sigurður sýslumaður líktist
mjög í föðurætt sína, Heiðarætt. Hann var maður óvenju
dökkur á brún og brá eins og þeir frændur fleiri, hvatlegur og
höfðinglegur í framgöngu. Skapferli hans virtist líka um margt
skylt suðlægari þjóðum. Hann var viðkvæmur í lund og mikill
tilfinninga- og hughrifamaður, allra manna glaðastur í glöðum
hópi, hlýr í geði og sáttfús, ef slíks þurfti við hann að leita.
Hér á undan hefur nokkuð verið vitnað í stutt æviatriði, sem
hann sjálfur skráði. Niðurlagsorð hans eru þessi, þar sem hann
svarar spurningu um ritstörf sín:
23