Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
við það. Þess er að vænta, að þetta sé bezta heimildin um hvað
raunverulega gerðist á Skaga þessa vordaga. Gísla eru að vísu
oft mislagðar hendur í fræðimennsku sinni og valt að taka allt
bókstaflega, sem hann hefur skráð. Þess er og að geta, að hann
var löngu fluttur vestur í Flatey, þegar hann ritaði þetta, en
sögumaður hans var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps, sá er mest
mæddi á í þessu máli. Hann skrifaði Gísla allt um atburðinn.
Onnur traust heimild um þetta mál eru dóma- og þingabæk-
ur Skagafjarðarsýslu. Svo vel ber saman frásögn Gísla og því,
sem fram kemur við yfirheyrslurnar, að um þau atriði, sem
snerta réttarhöldin, er sama hvor heimildin væri notuð. Frásögn
Gísla er nokkru víðtækari, og segir þar frá ýmsu, sem ekki er
spurt um í réttinum. Nokkur saga gerðist eftir að dómur féll.
Um þau atriði eru þeir Jón hreppstjóri og Gísli Konráðsson
einir til frásagnar.
Hákarlaskipið Haffrú
Veturinn 1849—50 var smíðað nýtt hákarlaskip á Siglunesi,
vænt vorskip, traust og fallegt. Eigendur voru Jón Jónsson og
Baldvin Magnússon, bændur á Siglunesi, en yfirsmiður var
Sveinn Sveinsson hreppstjóri á Hraunum. Þetta nýja skip hlaut
nafn þess fisks, sem því var ætlað að veiða — Hákarl.
Formaður á Hákarli var Baldvin Magnússon, einn af aflasæl-
ustu hákarlaformönnum á Norðurlandi. Þeir félagar eignuðust
þilskip 1856 og annað 1857. Það skip seldu þeir eftir fyrstu
vertíðina og smíðuðu þá hið þriðja. Meðan á smíði þess stóð,
andaðist Baldvin, í ársbyrjun 1858. Eftir það var Hákarli ekki
ýtt úr vör. Veturinn 1861—62 fór Jón á Siglunesi að gera við
Hákarl. Hann bætti í skipið miklu af böndum, setti band á milli
banda eins og það var nefnt. Hann setti nýjan bjálkaveg, ýmsa
styrktarbolta og færði ýmislegt til betri vegar. Þá var skipið
þiljað og settur nýr reiði. Hákarl var orðinn að þilskipi.
Jón hafði ekki áhuga á að gera þetta skip út sjálfur. Hann sá
28