Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 31
HAFFRÚARSTRANDIÐ
þá um útgerð tveggja þilskipa, auk talsverðrar annarrar útgerð-
ar. Það fannst honum nóg, enda hafði hann meiri áhuga á
landbúnaði en sjávarútvegi. Hann seldi því skipið albúið til
veiða Birni Skúlasyni, sem lengst bjó í Vík í Héðinsfirði. Fyrsta
árið, sem hann átti skipið, bjó hann reyndar á Siglunesi, en fór
aftur að Vík vorið 1863. Þar var heimilisfang skipsins talið vera.
Það hét Haffrúin frá Vík.
Björn hafði haft dálitla útgerð áður, átti allstórt vetrarskip til
hákarlaveiða og fiskibáta. Sem formann á vetrarskip sitt hafði
hann ráðið ungan mann og óreyndan, Þorstein Þorvaldsson að
nafni. Foreldrar hans voru Þorvaldur Sigfússon á Dalabæ, oft
nefndur Þorvaldur ríki, og Guðrún Þorsteinsdóttir kona hans.
Þorsteinn var frá fæðingu alinn upp hjá Hólmfríði Runólfsdótt-
ur og manni hennar Olafi Bjarnasyni, sem lengst bjuggu í
Skarðdalskoti. Þorsteinn hafði því lítið af sínum nánustu að
segja. Margt bendir til þess, að lítil vinátta hafi verið með
honum og foreldrum hans og að minnsta kosti sumum bræðra
hans. Þorsteinn kvæntist haustið 1863 Guðnýju dóttur Björns
Skúlasonar, og voru þau hjón í húsmennsku í Vík. Þorsteinn
stundaði sjóinn af kappi og var aflasæll mjög. Hann tók við
skipstjórn á Haffrúnni vorið 1862 og mun ekki hafa gefið eftir
þeim gömlu sjóhetjum, sem frægar voru fyrir harðsækni og
aflamennsku. Að því er götóttar heimildir herma, virðist hann
ekki hafa verið langt neðan við aflakónginn strax á fyrstu vertíð
sinni á þilskipi, en vertíðir hans urðu aðeins tvær, 1862 og 1863.
Vorið 1864 voru siglfirzku hákarlaskipin sett á flot seint í
marz og unnið af kappi við útbúnað þeirra fyrir vertíðina.
Þorsteinn Þorvaldsson á Haffrúnni varð fyrstur til að sigla út.
Hann hélt til hafs laugardaginn 9. apríl.
Eftir að Haffrúin hvarf sjónum manna út úr Siglufirði, er
enginn til frásagnar. Næsta morgun var komin norðan eða
norðaustan stórhríð. Fram eftir sunnudegi herti veðrið, og var
hvassast undir háttatíma, en dró verulega niður um nóttina. Á
mánudagsmorgun var komið slarkfært veður. Haffrúin sást
29