Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 37
HAFFRÚARSTRANDIÐ
þetta hefði verið, og þá væri þessi reki áreiðanlega eign þeirra,
sem skipið hefðu átt.
Þeir gengu nú allir heim að Þangskála. Sáu þeir þar í bæjar-
dyrum dálítið smjörstykki, sem hreppstjóri strax vó, og
reyndist það rétt um fimm pund. Gísli Konráðsson segir, að
Pétur hafi farið fram á að fá að halda þessum bita, þar sem hann
væri viðbitslaus, og hreppstjóri hafi gefið kost á því, ef fullt
verð kæmi fyrir. A þetta atriði er ekki minnzt í réttarhaldinu.
Hreppstjóri þýfgaði Pétur um, hvort ekkert fleira hefði verið
flutt þangað heim, en hann kvaðst ekki muna það, Lilja yrði að
segja til þess, en hún var þá ekki viðlátin, hafði gengið til kinda,
eftir að hún kom heim af rekanum.
Nú var orðið áliðið dags, og þeir Jón á Hrauni og Jón
hreppstjóri héldu frá Þangskála. Pétur gekk með þeim út fjör-
una. Ekkert sáu þeir nýrekið á þeirri leið. Þegar þeir komu út að
merkjunum, datt Jóni hreppstjóra í hug að snúa við og gista að
Pétri um nóttina, en áður hafði hann ákveðið að gista á Hrauni.
Enga skýringu gaf hann á þeirri breytingu. Jón á Hrauni hélt
því einn heim, en Jón hreppstjóri og Pétur tóku sleða, sem
þarna var, settu á hann eitthvað af dóti og óku heim að
Þangskála. Um kvöldið skrifaði Jón upp allt það, sem hann vissi
um af rekagóssi í vörzlu Péturs.1
Líkin rekur
Pétur bóndi vaknaði snemma á þriðjudagsmorgun eða rétt í
birtingu. Hann brá sér til útidyra í nærfötum einum, en kom
skjótt inn aftur og sagði Jóni, að nú hefði lygnt og veður batnað
og að eitthvað mundi hafa rekið til viðbótar. Klæddust þeir nú
skjótt og gengu til sjóar. Var þá enn rekið ýmislegt dót,
veiðarfæri, fatnaður og sitthvað fleira. Þegar þeir komu lengra
úteftir, út að svonefndum Langabala, fundu þeir líkin ellefu
1 Gísli Konráðsson, Dóma- og þingabækur Skagafjarðarsýslu.
35