Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 41
HAFFRÚARSTRANDIÐ
Þjófaleitin
Páll prestur kom út að Hrauni síðla á fimmtudag. Fylgdarmað-
ur hans var Magnús Gunnarsson bóndi á Sævarlandi. Þeir gistu
á Hrauni aðfaranótt föstudagsins. A föstudagsmorgni voru þar
saman komnir Páll prestur, Jón hreppstjóri, Magnús á Sævar-
landi, Guðvarður í Ketu, sem komið hafði um morguninn, og
Jón bóndi á Hrauni. Þeir ræddu auðvitað nýliðna atburði, og
kom þar tali þeirra, að undarlega lítið hefði rekið af ýmsu
lausadóti úr skipinu, til dæmis beitu (selspiki og hrossaketi),
svo og ýmsum fatnaði, sem þeir töldu, að hefði átt að vera meiri
en fundinn var. Eftir að þetta hafði verið rætt fram og aftur,
kom þeim saman um, að nauðsynlegt væri að leita á þeim
bæjum, sem næstir væru strandstaðnum. Sú leit mundi forða
heimafólki frá ámæli síðar, ef það væri saklaust af að hafa skotið
einhverju undan. Ef eitthvað fyndist, sem ekki væri frjálslega
fengið, væri betra að það kæmi strax í ljós.
Þeir ákváðu nú að framkvæma þetta án tafar og byrjuðu
leitina á Hrauni. Jón bóndi og fólk hans tók því vel og var
leitarmönnum hjálplegt. Þar fannst ekkert, sem ekki hafði áður
verið vitað um og skráð. Leitin á Hrauni virðist aðeins hafa
verið gerð til málamynda sem undanfari leitarinnar á Þangskála.
I réttarhaldi er ekki getið um leit á Hrauni. Þar er hins vegar
minnzt á leit í Kelduvík, sem Gísli getur ekki um.
Strax og lokið var athugun á Hrauni, fóru leitarmenn inn að
Þangskála, þar sem gerð var hin eiginlega þjófaleit. Þeir sem að
leitinni störfuðu, voru fjórir helztu fyrirmenn sveitarinnar,
hreppstjóri, prestur og bændurnir Magnús á Sævarlandi og
Guðvarður í Ketu. Þangskálahjón tóku þeim heldur illa, sér-
staklega Lilja, sem alls ekki vildi leyfa þeim leit í sínum húsum.
Þeir sóttu því fastara að koma fram leitinni, og eftir að þeir
kváðust ella setja varðmenn í bæinn og senda eftir sýslumanni,
létu þau undan. Ljóst var, ef sýslumaður kæmi til, að ekki
þýddi að þrjózkast við.
39
i
1