Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
Leitarmenn fundu þarna varning, sem virtur var á 17 ríkisdali
og 69 skildinga. Síðan var sýslumanni skrifað um leitina og
árangur hennar. Síðar verður fjallað nánar um leitina sjálfa og
réttarhöld þau, sem á eftir fylgdu.
Frá Þangskála virðast leitarmenn hafa farið að Kelduvík, sem
þetta ár var í eyði, en hús uppistandandi. Pétur á Þangskála var
eigandi jarðarinnar og nytjaði hana. Þar mun ekkert hafa
fundizt.1
Fréttin berst til Siglufjarðar
Af Magnúsi Magnússyni og ferðum hans segir ekkert. Hann
hefur trúlega hitt einhverja málsmetandi menn í Fljótum, sem
hafa getað fullvissað hann um, að ekki væri um Fljótaskip að
ræða. Hann hélt því til Siglufjarðar og mun hafa komið þangað
síðla á laugardag. Hann hélt beint á fund prestsins, séra Jóns
Sveinssonar á Hvanneyri. Sennilegt er, að prestur hafi ráðfært
sig við einhvern um þetta mál, og er þá líklegastur Jóhann í
Höfn. Hvað sem um það er að segja, er ljóst, að ekki var lengur
neinn vafi á, hvaða skip hefði strandað við Skaga. Akveðið var
að bíða næsta dags með frekari aðgerðir. Þá var messudagur og
margir mundu koma til kirkju. Það fór líka svo, að við kirkjuna
fékk almenningur fyrstu fregnir af þessu sviplega slysi.
Því miður er afar fáar heimildir að hafa frá heimahéraði
skipsins. Þó leynir sér ekki, að Björn í Vík kemur furðu lítið við
sögu í sambandi við allt þetta mál. Vera má, að hann hafi á
einhvern hátt verið ófær um að fara vestur og hafi því fengið Pál
á Dalabæ í sinn stað. Onnur skýring gæti líka verið hugsanleg,
og ef til vill líklegri, að Björn hafi einfaldlega selt Páli skipið
áður en vertíðin 1864 hófst, og Páll því verið eigandi eins og
margar heimildir greina. Hvað sem um þetta er að segja, virðist
ljóst, að Páll á Dalabæ var aðalforingi fararinnar vestur, og hann
1 Gísli Konráðsson, Dóma- og þingabók Skagafjarðarsýslu.
40