Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 43
HAFFRÚARSTRANDIÐ
kom fram sem eigandi, þegar farið var að fjalla um málin þar
vestra.
Talið var sjálfsagt, að hreppstjórinn færi vestur. I þeirri stöðu
var þá Jón Jónsson bóndi á Siglunesi. Honum var lítið um
langferðalög gefið, og fékk hann því sambýlismann sinn, Þorleif
Þorleifsson bónda á Siglunesi, til að fara í sinn stað. Hins vegar
léði Jón vetrarskip sitt til þessarar farar og vinnumenn sína að
hásetum. Nokkur aðdragandi varð að því, að farið yrði af stað
vestur, en á miðvikudag 20. apríl voru þeir komnir út á Siglunes
Páll á Dalabæ og Magnús í Efranesi. Þar var skipi ýtt úr vör, og
Jón bóndi bað þá félaga vel fara. Skipshöfnin, auk þessara
foringja, var fimm vinnumenn frá Siglunesi.
Ovíst er, hver var formaður í ferðinni. Báðir voru þeir Páll og
Þorleifur þrautreyndir sævíkingar. Trúlegt verður þó að telja,
að Þorleifur hafi haft ráðin, meðan sjóferðin stóð.1
Kistulagning og jarðarför
Um það bil, sem Magnús í Efranesi lagði af stað í sendiför sína
til Siglufjarðar, fóru að berast boð frá ýmsum bændum, að þeir
vildu gjarnan gefa líkkistur og veita ýmsa aðstoð eftir föngum.
Þar riðu á vaðið þeir Hafnafeðgar, Sigurður Arnason og Arni
sonur hans. Þeir gáfu sína kistuna hvor. Aðrir eru ekki nafn-
greindir nema Jónatan bóndi á Asbúðum, faðir Jónatans í
Víkum, sem áður hefur verið nefndur. Jónatan kom að Þang-
skála og leit á líkin. Þekkti hann þá einn manninn, Ólaf
Þorsteinsson. Þeir höfðu verið kunnugir og vel til vina, og vildi
nú Jónatan gefa Olafi kistu góða utan um sig. Jón hreppstjóri
sendi Rögnvald son sinn „vestur á kaupstað" (Skagaströnd). Þar
fékk hann lánað 20 ríkisdala virði, bæði léreft í kisturnar og
eitthvað til hressingar mönnum eftir jarðarförina.
1 Gísli Konráðsson. Annáll nítjándn aldar eftir Pétur Guðmundsson. Dagbók
Jóns Jónssonar á Siglunesi.
41