Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 45
Úr kirkjugarbinum í Ketu. Slétta flötin á miðri mynd er leiði Haffrúar-
manna. Ljósm.: Hjalti Pálsson
Síðustu bjarganir. Heimför Siglnesinga og fleira
Páll á Dalabæ hafði að vonum áhuga á að reyna að ná því, sem
sást á floti, þar sem skipið mun hafa farizt, um 60 faðma frá
landi. Hann fór því út á sunnudaginn með menn sína og nokkra
hjálparmenn af Skaganum. Veður var slæmt. Þeir náðu þó
mastri og bugspjóti, en urðu þá frá að hverfa. Annars fór þessi
dagur mest í að athuga brakið, en Páll hirti úr því allt, sem hann
gat af smíðuðu járni: stýrisjárn, baulur og kengi úr reiða og þess
háttar, eitthvað af blökkum, einnig veiðarfæri og tæki, sem
tilheyrðu veiðunum. Helztu hjálparmönnum, Jóni hreppstjóra,
Jóni á Hrauni, Pétri á Þangskála og fleirum, gaf Páll ýmislegt,
sem þeir gátu notað. Sérstaklega er fram tekið, að Páll hafi gefið
Jóni hreppstjóra allan fatnað Þorsteins bróður síns, og er þó
vandséð með hvaða rétti hann hefur gert það. Vera má þó, að
hann hafi fyrirfram haft leyfi Guðnýjar ekkju hans til að
43