Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 46
SKAGFIRÐINGABÓK
ráðstafa fötum hans á þennan hátt. Þegar Páll hafði valið úr
brakinu það, sem hann vildi hirða og gefið nokkuð, var enn
talsvert eftir. Því var nú öllu komið á einn stað, ef til vill heima á
Þangskála. Það átti að seljast á uppboði næsta dag.
A mánudagsmorgun 25. apríl var komið logn og ýfulaus sjór.
Þá fór Páll út aftur og náði þá akkeri og keðju og köðlum, sem
höfðu flækzt í akkerið. Þegar Páll og Þorleifur höfðu borið á
bát sinn það, sem hægt var að komast með, var efnt til uppboðs
á ýmsu smádóti. Uppboðsbók er ekki fyrir hendi, svo ekki
verður vitað, hvaða varningur var boðinn upp eða hverjir
keyptu. Mættir voru margir bændur af Skaganum, og þetta dót
seldist fyrir 30 ríkisdali. Skipsbrotin voru boðin upp síðar um
vorið. Þá komu fáir, og brakið seldist fyrir aðeins 18 ríkisdali.
Páll og félagar hans ýttu úr vör um sólarlag og lentu í
Dalavogum milli dagmála og miðmorguns á þriðjudagsmorgni
26. apríl. Þorleifur kom með sína menn heim á Siglunes um
hádegisbil.1
Getið Þangskálamála hinna fyrri
Pétur á Þangskála var kallaður hygginn búmaður og smiður
góður. Sumir töldu hann sterkefnaðan. Hann átti Þangskála og
Kelduvík og bjó á báðum jörðunum. Um hann hafði ekkert
misjafnt heyrzt fyrr en eftir að hann missti fyrri konu sína og
kvæntist Lilju árið 1860. Lilja hafði fengið misjafnt orð. Hún
þótti vera ófyrirleitin og kjaftfor í meira lagi, en hagmælsku
hennar var við brugðið. Ekki verða rakin öll Þangskálamál.
Heimildir eru ekki í hendi um upphaf þeirra né framgang. Þetta
voru allyfirgripsmikil þjófnaðarmál, sem margir áttu aðild að.
Þar var um að ræða sauða-, hrossa- og peningaþjófnað, framinn
á mörgum stöðum og af mörgum mönnum. Félagsskapur um
1 Gísli Konráðsson, Dagbók Jóns Jónssonar á Siglunesi.
44