Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 47
HAFFRÚARSTRANDIÐ
þjófnaði þessa víxlaðist á ýmsan hátt, en Þangskálaheimilið
kom þar oft við sögu.
Pétur lenti beggja megin í þessum málum. Hann var einn
þeirra, sem stolið var frá, og hann var sekur fundinn um
allmikinn þjófnað og hylmingu. Aðalmaðurinn virðist hafa
verið Sæmundur Magnússon, bróðursonur Péturs. Hann var
dæmdur til fimm ára betrunarhússvistar, en Pétur hlaut fjögurra
ára dóm, nokkrir aðrir minna, og Lilja Gottskálksdóttir kona
Péturs var dæmd í átta mánaða fangelsi, sem hún skyldi afplána
með 27 vandarhagga hýðingu. Þeir dómfelldu áttu að greiða 50
ríkisdala ígjöld eða bætur til þeirra, sem stolið var frá.
Dómar í Þangskálamálum munu hafa fallið 1862, en þegar
þessi síðari mál hófust, hafði þeim ekki verið fullnægt. Pétur sat
að búi sínu, og Lilja var enn með heila húð á baki. Sæmundur
var þá nýlega dáinn án þess að hafa tekið út refsingu. Varla er
hægt að verjast þeirri hugsun, að sýslumaður hafi ætlað að
gleyma þessu öllu. Vera má, að dalirnir fimmtíu hafi verið
greiddir og sýslumaður hafi þá ekki talið svo mikla nauðsyn að
leggja líkamlega refsingu á þetta fólk, sem í rauninni var mesta
sómafólk þrátt fyrir það, að því yrði á að girnast eigur náungans
í eitt skipti.
Með þessi mál í huga var ekki undarlegt, að nokkurrar
tortryggni gætti í garð Péturs og Lilju. Þau virðast líka hafa
hagað þannig orðum sínum og athöfnum, að það væri óhjá-
kvæmilegt að álíta þau sek um undanskot af rekanum. Pétur
sýndi strax í upphafi, að hann hafði ágirnd á þeim hlutum, sem
bar að landi hans, og raunar vissi hreppstjóri, að meira hafði
verið borið heim að Þangskála en upp var gefið. Þess vegna var
þjófaleitin gerð, þar sem nokkuð fannst, sem ekki var vel
fengið. Framhaldið hlaut svo að verða rannsókn málsins með
tilheyrandi yfirheyrslum og leiðindum fyrir alla aðila.1
1 Dóma- og þingabækur Skagafjarðarsýslu.
45