Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 48
SKAGFIRÐINGABÓK
Réttarhöld
Sýslumaðurinn, Eggert Briem, var ekkert að flýta sér að taka
málið fyrir. Það var ekki fyrr en hann háði manntalsþing á
Skefilsstöðum 1. júní 1864, að hann hóf rannsókn málsins. Að
loknum þingstörfum var settur pólitíréttur á Skefilsstöðum „til
þess að fyrirtaka: Rannsókn um þjófnaðargrun gegn Pétri
Jónssyni og Lilju Gottskálksdóttur á Þangskála".
Fyrsta vitnið var Jón Jónsson bóndi á Hrauni. Hans fram-
burður er raunar áður kominn fram. Hann lýsir nærri hverju
sínu skrefi mánudaginn 11. apríl, greinir frá spurningum Péturs
um eignarhald rekans og skýrir frá öllum athöfnum sínum og
vinnumanns síns, einnig frá því, sem hann sá til Þangskálafólks
þennan dag. Annað vitni var Hólmfríður Þorláksdóttir, vinnu-
kona á Þangskála, þegar strandið varð, en komin að Kelduvík,
þegar málið var tekið fyrir. Hún lýsir athöfnum Þangskálafólks,
bæði heimafólks og gesta. Sjálf var hún lítið á fjörunni, kom
þangað einu sinni sem fyrr er frá sagt. Hún segir, að ýmislegt
hafi verið borið heim að Þangskála, þar á meðal hangið kjöt,
sem hún kvaðst hafa tekið á móti og borið inn í búr, en litlu
síðar hengt upp í eldhús til þurrks. Þá greinir hún frá því, að
eftir jarðarförina og burtför norðanmanna hafi ýmislegt rekið,
helzt sokkaplögg og annar fatnaður. Þá segir orðrétt í dóma- og
þingabók:
Eftir að leitarmennirnir voru búnir að leita á Þangskála og
farnir inn að Kelduvík til að leita þar, segir vitnið, að
konan, Lilja Gottskálksdóttir, hafi tekið einhvern lítinn
hlut upp úr öskustónni og gengið með hann í hendinni
fram úr eldhúsinu, án þess hún sæi hvað það var. Vitnið
segir, að henni hafi virzt, að Pétur og þau hjón vildu hirða
hina sjóreknu hluti eins og þau ættu þá sjálf, án þess hún
yrði þess vör, að þau vildu fela þá eða leyna þeim.
46