Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 50
SKAGFIRÐINGABÓK
með smjöri og nokkrir bitar af selspiki og bað hann að
vera sér trúr. Gaf hann þessu engan gaum. Fundu þeir þá í
hurðarlausum skála út úr bæjardyrunum, í kistu og í milli
klápa, selspik, sem að frádregnum einum bita, er Pétur
eftir áðursögðu áleizt að hafa sagt til, var 44 pund og í
skinnsokk, innan til á kistunni, smjör 25 1/2 pund, enn
fremur í búrinu á hillu hangikjöt 10 pund og hákarlsbitar
tvö pund, og í eldhúsinu skinnbuxur og skinnpils. Þá
þetta fór að finnast, lagðist Pétur upp í rúm, og höfðu þeir
síðan ekkert tal af honum um þetta, en kona hans, Lilja
Gottskálksdóttir, var alltaf viðstödd.
Sjötta vitnið var séra Páll Jónsson í Hvammi. Hann skýtir
svo frá,
að hann áður en leitin fram fór 15. apríl hafi brýnt fyrir
Pétri á Þangskála einslega hve nauðsynlegt það væri að
framkvæma leitina til þess að firra bæði hann og sveitina
yfirhöfuð frá grun um órélega meðferð á hinum sjó-
reknu munum, en þá það kom fyrir ekki var því ofrað við
hann, að sent yrði til sýslumanns, og lét hann þá til leiðast
að leyfa leitina, er fram fór, eins og áður er fram komið án
þess að hann á eftir ætti tal við Pétur um hina fundnu
muni. Aður en leitin fram fór, gat Lilja þess við vitnið
einslega, að það væru hjá þeim nokkrir bitar af smjöri og
spiki, er hún gerði mjög lítið úr, og eftir leitina bað hún
hann í öllum guðs bænum að láta fundinn á fyrrnefndum
munum ekki verða opinskáan.
Upplesið — játað, og jafnframt tók vitnið fram, að þá
hinir umvituðu munir fundust, hefði hann sagt við Lilju,
að þeir nymdu ekki svo litlu eins og hún hefði látið, og
hefði hún þá sagzt ekki vita hver ósköp væru á Pétri. Hún
hefði ekki haldið það vera svona mikið.
Þá mætti sjöunda vitnið, Magnús bóndi Gunnarsson á Sævar-
landi. Hans framburður var í öllu samhljóða hinum fyrri, og
48