Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 51
HAFFRÚARSTP.ANDIÐ
hann segir, að Lilja hafi einnig beðið sig í guðs nafni að þegja
um það, sem fundizt hefði, og þá vitnið gaf henni í skyn, að það
hlyti að tilkynnast sýslumanni, en hann skyldi ekki bera það út
við aðra, sagðist hún ekki hafa annað meint.
Attunda vitnið var Guðvarður bóndi Þorláksson í Ketu.
Hans framburður var öldungis eins og næsta vitnis áður og
ekkert nýtt eftir honum skráð.
Var Pétur Jónsson látinn koma fyrir réttinn, og var
skorað á hann um að gjöra hreinskilna játningu. Hann
kannast yfir höfuð við framburð vitnanna, að því leyti til
hans nær og játar þannig, að hlutir þeir, er fundust í
húsum hans og sem eru virtir á 17 ríkisdali og 69 skild-
inga, hafi verið fram yfir það, sem hann hafi til sagt, og þó
hann vilji ekki játa, að hann hafi ætlað að stela þessum
munum, er hann þykist einungis hafa gleymt að segja frá,
sjái hann sér nú ekki annað fært en að játa, að hann hafi
stolið þessum hlutum.
Þá var Lilja látin koma fyrir réttinn. Hún kannast við fram-
burð vitnanna og ber ekki á móti neinu því, er þau hafa sagt.
Hún sagði, að smjörið hefði legið óhreyft á kistunni fram á
miðvikudag, þá hefði hún tekið það og gengið betur frá því. Þá
hefði hún spurt Pétur, hvort hann hefði ekki sagt til þess. Hafi
hann neitað því og haldið, að fyrst það væri ekki skrifað, þá lægi
ekki á að segja frá því fyrr en norðanmennirnir, sem sent var til,
kæmu vestur. Þegar leitin átti að fara fram, kvaðst hún hafa sagt
Jóni hreppstjóra frá þessu og vonazt til, að þau hjón yrðu ekki
gerð að þjófum fyrir það. Um kjötið á búrhillunni hafi hún ekki
vitað fyrr en það fannst, og hafi Hólmfríður Þorláksdóttir sagt,
að Pétur hafi borið það heim og beðið hana að hirða eins og
annað, sem heim var flutt, og hafi hún látið það á téða hillu í
búrinu af því það var í bitum, nefnilega sex saltkjötsbitar og
49