Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 54
SKAGFIRÐINGABÓK
þessara muna þriðjudaginn 12. s.m., þá hlutaðeigandi
hreppstjóri skrifaði upp allt það, sem bjargað var, og
heldur ekki við þjófaleit, er fram fór hjá honum föstu-
daginn næstan eftir, en var þar á móti tregur til að vilja
leyfa leitina, eins og líka konan Lilja Gottskálksdóttir gaf
í skyn við leitina og á undan henni, að hún vissi þar af
nokkrum munum, er eigi væru uppskrifaðir og var eins og
á flótta eða mjög óttaslegin og bað leitarmenn að gjöra
þau ekki að þjófum fyrir þessa muni, og enn nú bættist
það við, að hjónin voru bæði kynnt að ófrómleika áður.
En þegar það er hins vegar athugað, að munir þessir að
nokkru leyti máttu heita á glámbekk og ekkert af þeim var
falið í læstu húsi eða hirzlu, að kona Péturs aldrei var
spurð um þetta, þá hann vísaði til hennar um það, sem
hún kynni að hafa borið heim og framburðir vinnukonu
þeirra, sem ekki er kynnt að neinni óráðvendni, benda til,
að munir þeir, er hér um ræðir, hafi verið bornir inn af
henni og Lilju, án þess að Pétur hefði neina ljósa vitneskju
um það. Þá virðist það geta átt sér stað, að Pétur hafi ekki
athugað um þessa muni, þegar hið bjargaða var skrifað
upp á mánudaginn og að hann, þá hann aðgætti um helztu
munina, að þeir hefðu eigi verið skrifaðir, hafi sýnt það
skeytingarleysi að hirða ekki um að segja til þeirra fyrr en
eigendur skipsins kæmu, og loksins, að það hafi fremur
verið þrákelkni, að hann var tregur að leyfa leitina.
Virðast því fyrrgreind atvik, þó þau séu mjög grunsöm
og tortryggileg, og ekki að veita vissu fyrir því, að hin
ákærðu hafi ætlað að stela téðum munum eða draga þá
undir sig, hverju þau staðfastlega hafa neitað, jafnvel þó
Pétur hafi einu sinni, þá prófdómarinn bar honum á brýn,
að eftir framantéðum atvikum yrði hann að játa, að hann
hefði stolið hlutum þeim, er fundust hjá honum, kvað svo
að orði, að hann sæi sér ekki annað fært.
Sama er að segja um hræðslu konunnar fyrir því, að þau
52