Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 55
HAFFRÚARSTRANDIÐ
yrðu gjörð að þjófum, að þar á virðist ekki að verða
byggð nein veruleg sönnun, og ber því að frífinna hin
ákærðu fyrir réttvísinnar frekari ákærum, þannig að þau
borgi allan af sök þessari löglega leiðandi kostnað, þar á
meðal til talsmanns þeirra tvo ríkisdali.
Málvörnin er forsvaranleg.
Því dœmist rétt að vera:
Ákærði, Pétur Jónsson á Þangskála og kona
hans, Lilja Gottskálksdóttir, eiga af réttvísinnar
frekari ákærum í sök þessari sýkn að vera, þó
svo, að þau sameiginlega greiða allan af sökinni
löglega fljótandi kostnað og þar á meðal til tals-
manns þeirra, skrifara Á. Stephanssonar tvo
ríkisdali.
Að fullnægja undir aðför að lögum.
Réttinum uppsagt.
E. Briem G. G. Magnússon J. Olafsson
Það verður ekki sagt, að sýslumaður Skagfirðinga hafi verið
dómharður. Jafnvel er vafasamt, að þessi dómur hefði staðizt í
yfirrétti. Það er hægt að efast um réttmæti þess að meta það til
sýknu, að þau hafi ætlað að framvísa þessum hlutum, þegar
norðanmenn kæmu. Þegar þetta þras hófst, var ekki vitað hvaða
skip þetta var og enn síður, hvort nokkrir kæmu til að athuga
um þetta strand.
Hvað tók Lilja úr öskustónni og bar fram, eftir að leitar-
mennirnir fóru? Sagan um peningabudduna er ekki trúverðug.
Hvers vegna að fela peningabuddu í öskustó, ef hún var vel
fengin?1
1 Dóma- og þingabók Skagafjarðarsýslu.
53