Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 56
SKAGFIRÐINGABÓK
Málalok
Það virðist ljóst, að sýslumaður hafi sýnt þeim Þangskálahjón-
um sérstaka linkind í þessu máli, þegar hann dæmdi þau sýkn
saka, þó svo að þau ættu að greiða málskostnað. En fleira
gerðist í sambandi við þetta mál, en áður er rakið. Þess er getið í
lok frumprófsins, að Pétur verði í gæzlu framvegis, en Lilja
fékk heimfararleyfi. Frekar er ekki minnzt á þetta í dómabók-
inni, en Gísli Konráðsson skrifar eftir sögn Jóns Rögnvalds-
sonar, að á þessu þingi hafi Lilja verið hýdd og afplánað þannig
sök sína í fyrra Þangskálamáli. Pétur var í gæzlu á Reynistað.
Þar átti hann að bíða fars til Kaupmannahafnar, þar sem hann
átti að erfiða í tukthúsi í fjögur ár. Sýslumanni hefur ef til vill
fundizt það næg refsing fyrir bæði málin.
Sýslumaður skipaði einnig Jóni hreppstjóra að taka af búi
Péturs og selja við uppboð svo mikið sem þyrfti til að svara
málskostnaði. Jón hreppstjóri lét ekki bíða að sinna þessu
embættisverki. Uppboð var auglýst 16. júní og var fjölmennt og
stóð yfir nær sólarhring. Þar voru seld hátt á þriðja hundrað
sköft og yfir hundrað hrífuhausa, fötukeröld og annað smálegt.
Þetta seldist fyrir 365 ríkisdali. Þetta eru furðulegar tölur og
erfitt að taka Gísla trúanlegan í þessu efni. Það er nánast eins og
Pétur hafi haft heila hrífuverksmiðju á Þangskála.
Þegar Pétur hafði verið um hríð á Reynistað, tók hann
hálsmein mikið. Var sent eftir Jósep lækni Skaftasyni á
Hnausum. Aður en hann kom var Pétri ekki hugað líf. Þá var
hann þjónustaður og tekinn til bæna, en lifandi var hann, þegar
læknir kom. Hann skar í meinið, og rann þar út mikið af blóði
og grefti. Við það komst Pétur til nokkurrar heilsu.
Eigi löngu eftir að læknir skar í hálsmein Péturs, brá Lilja sér
að Reynistað og sótti mann sinn. Ekki er frá því skýrt, hvað
þeim fór á milli, sýslumanni og henni, en hún setti Pétur í söðul
sinn og batt hann þar svo hann hrykki ekki af baki, en reið sjálf
54