Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 57
HAFFRÚARSTRANDIÐ
í hnakk hans og teymdi undir honum. Þannig £ór hún sem leið
lá út í Þangskála. A þeim tíma þótti fullkomið hneyksli, ef kona
reið í hnakk, en Lilja lét það ekki á sig fá, enda var hún því ekki
óvön að hneyksla meðbræður sína. Pétur lá nú heima og þegar
svona var komið fyrir honum, kenndu nágrannar hans í brjósti
um hann og lánuðu honum menn til sláttar. Þrátt fyrir allt voru
þau vinsæl. Jón hreppstjóri lét son sinn vera nokkra daga við
heyvinnu á Þangskála. Síðar lagðist það orð á, að Pétur væri
ekki jafn veikur og hann lét í veðri vaka, og varð vart við, að
hann væri að vinna, ef engir gestir voru á Þangskála. Hann þótti
og launa illa hjálpina, var illyrtur mjög í garð sveitunga sinna.
Kallaði þá þjófa, sem keypt höfðu á uppboðinu. Gengu illyrði
hans svo langt, að hreppstjóri var hvattur til að skrifa sýslu-
manni þar um. Vafasamt er, hvort af því hefur orðið, enda var
nú liðið að lokum fyrir Pétri. Hann andaðist heima á Þangskála
8. febrúar 1865. Hann tók því aldrei út þá refsingu, sem honum
var tildæmd vegna Þangskálamálanna fyrri.1
Skipshöfnin
Þeir sem fórust með Haffrúnni voru þessir:
Þorsteinn Þorvaldsson skipstjóri, 24 ára. Húsmaður í Vík.
Kvæntur Guðnýju, dóttur Björns bónda Skúlasonar í Vík. Hún
giftist síðar Jónatan Jónatanssyni bónda í Bæ á Höfðaströnd.
Olafur Þorsteinsson stýrimaður, 44 ára, móðurbróðir Þor-
steins skipstjóra. Hann var sagður húsmaður á Vatnsenda.
Hann hefur þá verið nýkominn þangað úr Skagafirði. Bjó áður
á Amá með konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Skarðdals-
koti.
Björn Björnsson bóndi á Vatnsenda, 25 ára, sonur Björns
Skúlasonar bónda í Vík. Kona hans, Sigríður Þorsteinsdóttir frá
1 Gísli Konráðsson.
55