Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 58
SKAGFIRÐINGABÓK
Bakkavöllum í Ólafsfirði, bjó ekkja á Vatnsenda á þriðja tug
ára.
Björn Gíslason bóndi á Hvanndölum, en áður í Grundarkoti,
37 ára. Kona hans, Arnbjörg Þorvaldsdóttir, flutti skömmu
síðar til Skagafjarðar.
Jóhann Jónsson bóndi í Grundarkoti, en áður á Hvann-
dölum, 38 ára. Kona hans, Ólöf Ólafsdóttir, hokraði eitt ár í
Grundarkoti, var síðan skamman tíma í húsmennsku, en fór þá
í vistir. Fór á efri árum fram í Skagafjarðardali.
Ólafur Bjarnason húsmaður í Vík, áður bóndi í Skarðdals-
koti, 51 árs. Kona hans var Hólmfríður Runólfsdóttir. Þau voru
barnlaus, en fóstursonur þeirra var Þorsteinn Þorvaldsson skip-
stjóri á Haffrúnni.
Friðrik Jónsson vinnumaður á Siglunesi, 26 ára. Kona hans
var Ingunn Magnúsdóttir. Þau voru bæði kynjuð úr Fljótum,
og þangað fór Ingunn aftur og mun hafa gifzt þar í annað sinn.
Sæmundur Sæmundsson vinnumaður á Siglunesi, 27 ára,
ókvæntur. Hann var yngsti sonur Sæmundar Jónssonar á
Hvanndölum og Guðrúnar.Tómasdóttur.
Hallgrímur Guðmundsson vinnumaður í Vík, 29 ára,
ókvæntur. Hann var launsonur Elínborgar Björnsdóttur
(Borgu gömlu) og Guðmundar einhvers Ólafssonar.
Þorsteinn Ólafsson vinnupiltur í Vík, 18 ára, sonur Ólafs
stýrimanns og Guðrúnar konu hans.
Jakob Magnússon bóndi í Garði í Ólafsfirði, 34 ára. Kona
hans hét Guðrún Þórðardóttir.1
1 Kirkjubækur.
56