Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 59
UM GÍSLA KONRÁÐSSON
eftir GRÍM M. HELGASON
í HANDRITASAFNI Landsbókasfns íslands eru þúsundir hand-
rita, stórra og smárra. Ekki verður komið tölu á skrifarana, sem
eru hvaðanæva að af landinu, sumir mikilvirkir, aðrir smátækir,
ýmsir kunnir, enn fleiri lítt kunnir eða með öllu óþekktir. En
allir njóta þeir virðingar fyrir þann skerf, sem þeir hafa lagt til
íslenzkra mennta. Nöfn sumra þessara skrifara ber sjaldan á
góma í handritadeild, önnur fljúga fyrir á degi hverjum, til að
mynda nafnið Gísli Konráðsson; það nafn hefur fagran hljóm.
Gísli Konráðsson fæddist 18. júní 1787 á Völlum í Vallhólmi,
sonur Jófríðar Gísladóttur og Konráðs Gíslasonar hreppstjóra.
Ljósmóðirin spáði honum langlífi. Ungur tók hann að hnýsast í
bækur og varð stautfær tilsagnarlítið. Lestrarfærninni fylgdi
löngun til að skrifa. Hann lagaði stafagerð sína eftir ýmsum
tiltækum fyrirmyndum, bjó sér sjálfur blek úr steinkolum og
vatni og hafði í fjárhúsum. Stundum varð hlé á móburðinum og
öðrum skyldustörfum, og þá gafst tóm til þess að liðka sig í
stafagerðinni.
Drengurinn vakti athygli séra Eggerts Eiríkssonar í
Glaumbæ, sem bauðst til að veita honum tilsögn, þegar hann
var níu vetra, með því að hann væri laginn til náms. Drengurinn
vildi það fyrir hvern mun, en orfið og torfljárinn biðu líka
mannvænlegs unglings. Og það leið að fermingu, en áhugi
drengsins á fræðunum var minni en skyldi. Hann kunni sjaldan
57