Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 61
UM GÍSLA KONRÁÐSSON
vel, þegar frændi hans í Húsey, séra Jón Konráðsson, hlýddi
honum yfir Ponta. Hugur hans dvaldist við frásagnir og sögur
og umfram allt að æfa sig í að skrifa, meira og betur. Og
stopular skriftarstundir urðu fleiri og fleiri, en æfingin skapar
meistarann, og menn fréttu af ritleikni Gísla og tóku að biðja
hann að skrifa fyrir sig. A kvöldvökum skrifaði hann sögur
fyrir Gottskálk Egilsson, stjúpa sinn.
Tvítugur að aldri kvæntist Gísli fyrri konu sinni, Efemíu
Benediktsdóttur frá Rauðhúsum, Olafssonar; hún lézt 1846.
Lengst af bjuggu þau á Löngumýri og Skörðugili ytra. Sigurður
Jónsson hreppstjóri í Krossanesi átti Löngumýri. Honum var
ósýnt um skriftir, svo að Gísli hljóp undir bagga og skrifaði
fyrir hann allt það, sem við kom hreppstjórninni og vann
ýmislegt fleira fyrir hann, en fékk lítið í aðra hönd.
A Löngumýrarárum sínum reri Gísli suður á Alftanesi á
vetrum. Þar skrifaði hann í landlegum sögur og ýmislegt annað
fyrir sig og aðra. Þá kynntist hann m.a. Hallgrími Scheving
skólakennara á Bessastöðum, sem hafði haft spurnir af þessum
ritleikna Norðlingi og beðið hann finna sig. Og ekki stóð á
Gísla. Aður en langt um leið var hann tekinn að skrifa fyrir
Hallgrím, m.a. lögbækur og sögur, og ekki aðeins á einni vertíð.
Scheving lét hann meira að segja hafa með sér úr verinu Ólafs
sögu belga til þess að afrita heima.
Gísli skrifaði oft og mikið fyrir séra Jón Konráðsson; var
stundum hjá honum viku eða svo um kyrrt, reið með honum í
kirknaskoðunarferðir og var þá ritari hans. Séra Jón skrifar
honum 10. febrúar 1833:
Háttvirti elskaði ættbróðir.
Allt til fárra daga hef eg beðið eftir skýrslum presta og
enn eru þær ekki komnar. Ég hef því ekki viljað gjöra þér
ómak né þurft þess. Ég klára sjálfur með langsemi og
bössum það, sem eg get, jafnóðum og skýrslurnar
innkoma, allt þar til póstur fer. Ef þú mættir heiman að
59