Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
fara, þegar fram á góu kemur, væri mér kært, að þú gætir
hjá mér verið eina eða tvær vikur til að útdraga fyrir mig
ágrip af Auðuns og fleiri biskupa kirknamáldögum, sem
eg hef við hönd nú um tíma, en spillist veðrátta, mun þín
ekki að vænta . .
Gott vinfengi var með Gísla og Jóni Espólín sýslumanni og
sagnaritara. Gísla varð tíðförult að Frostastöðum og sótti þang-
að margan fróðleik, og bréf gengu á milli. Sögu Húnvetninga
skrifaði Gísli m.a. að hvöt Espólíns, og einnig var Espólín með í
ráðum, þegar séra Jón Konráðsson fékk Gísla til þess að skrifa
Árbœkumar fyrir Boga Benediktsson á Staðarfelli, gamlan vin
sinn og skólabróður. Það verk byrjaði Gísli viku fyrir jólaföstu
og lauk því viku fyrir sumar. Þá gerði hann sér ferð að Mælifelli
að skila presti handritinu og reið meri sinni jarpri. A leiðinni
hrataði hún undir honum og féll, svo að fótur Gísla vatzt í lið,
hélzt þó heill, en var honum ónýtur í þrjár vikur. Þá stytti hann
sér stundir við að skrifa upp Snorra-Eddu, sem honum hafði
borizt í hendur.
Gísli hafði þrjú ár yfir sextugt, er hann fluttist brott úr
Skagafirði. Efemía kona hans var þá látin nokkrum árum fyrr.
Nú lá leið Gísla vestur að Bæ í Króksfirði, sem Indriði sonur
hans hafði þá fengið til ábúðar. Bækur sínar reiddi Gísli á
þremur hestum. I Bæ kynntist hann síðari konu sinni, Guðrúnu
Arnfinnsdóttur. Voru þau gefin saman í Flateyjarkirkju 31.
október 1851. Daginn eftir var svo ráðið af Olafi prófasti
Sívertsen og fleirum, að ekki skyldi Gísli sundra bókum sínum.
Ánafnaði hann handrit sín öll Flateyjarframfarastofnun móti
því, að hann og kona hans hlytu nauðsynlegar þurftir, að svo
miklu leyti sem þau gætu ekki aflað sér þeirra sjálf; og börn
þeirra, ef nokkur yrðu, hefðu sæmilegt uppeldi.
Veturinn eftir brúðkaupið voru þau Gísli og Guðrún á
Sviðnum, en fóru vorið 1852 alfarin í Flatey og voru næstu
1 JS 297 8vo.
60