Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 65
EIGIN LÝSING (GAMANSGEIP)
eftir GÍSLA KONRÁÐSSON
Handritin Lbs. 940—41 8vo eru kveðskaparsyrpur Gísla Konráðs-
sonar, „Syrpa fyrri hluti" og „Syrpa síðari hluti", með hans eigin
hendi (í næstu númerum á eftir, sem og í fleiri bókum annars staðar
í safninu, eru einnig kvæði eftir hann, en þeim bókum hefur hann
ekki gefið syrpunafn).
Eitt þeirra kvæða, sem er að finna í 940, er sú „Eigin lýsing“ eða
„gamansgeip“, sem hér er prentað; líklega ort á fyrsta fjórðungi 19.
aldar, ef miðað er við annað efni í þessari syrpu. Þar er reyndar
einnig að finna aðra sjálfslýsingu Gísla í bundnu máli, þ.e. vísur
þær, er hann sendi Jóni Espólín sýslumanni árið 1809, þegar tekin
voru upp vegabréf fyrir fólk á faraldsfæti, m.a. vermenn (Ævisagan,
bls. 94 og 95, Rvík 1911 — 14).
Þótt margt hafi verið á bækur sett eftir Gísla Konráðsson, mun
þetta kvæði aldrei hafa komið fyrir almennings sjónir, og því er vel
við hæfi að birta það hér, í minningu þess, að 200 ár eru liðin frá
fæðingu hans. Gísli slær á létta strengi um kosti og lesti sína, en þar
kennir þó dýpri undirtóns — og er kvæðið allgóður viðhorfa-spegill
aldar hans.
Hvað varðar prentun þessarar ,eigin lýsingar' hér, þá er stafsetn-
ing færð til nútíðarhorfs, nema hvað greinarmunur sá, sem gerður
er á ritun persónufornafnsins ég, þ.e. hér ritað eg eða jeg, er látinn
haldast, enda nauðsynlegt vegna stuðlasetningar, og því jafnframt
tvenns konar framburðar, þegar lesið er.
Nútíma fagurkerar á vísnamál gætu víst tínt til einstaka braglýti í
þessu kvæði, en Gísla til afsökunar skal á það bent, að hans kynslóð
þóttu slíkir hnökrar léttvægir, þótt annað yrði uppi á teningnum
síðar.
Ö.H.
63
L