Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 68
HEIMILDIR UM HALLDÓR JÓNSSON
DÓMKIRKJUPREST Á HÓLUM
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON bjó til prentunar
í handritadeild Landsbókasafns er varðveitt ævi- og útfararminn-
ing Halldórs Jónssonar (1723 — 1769) dómkirkjuprests á Hólum, og
í sama handriti (Lbs. 849 4to) er útfararminning konu hans,
Salvarar Þórðardóttur (1715 — 1771). Þessar æviminningar hafa ekki
verið prentaðar áður, svo að kunnugt sé, og þótti ekki úr vegi að
koma þeim á framfæri í Skagfirðingabók. En til að gera þeim
Halldóri og Salvöru betri skil, varð að ráði að taka með ýmsar aðrar
frumheimildir, sem til eru um þau hjónin. Þegar farið var að gramsa
í skjalabögglum 18. aldar, kom í ljós, að heimildirnar eru það
viðamiklar, að ekki er hægt gera efninu nein tæmandi skil. Því var
sá kostur tekinn að takmarka efnið við nokkur frumgögn og
frásagnir þeirra manna, sem höfðu persónuleg kynni af Halldóri,
eða voru samtíða honum. Reynt er að raða heimildunum sem næst í
tímaröð. Má því að nokkru sjá hvernig fræðimenn 18. og 19. aldar
hafa notað verk fyrirrennara sinna, og aukið þau smátt og smátt.
Óhjákvæmilega verður nokkuð um endurtekningar, en lesendur
verða að virða það til betri vegar. Heimildatilvísanir í Prestaœfum
Sighvats Grímssonar Borgfirðings (í Landsbókasafni) og Æfum
Lerðra manna eftir Hannes Þorsteinsson, hafa auðveldað leit í
skjölum og handritum. Því miður eru þær þó ekki nógu nákvæmar,
og hefur ekki tekizt að finna öll frumgögn, sem þeir hafa notað.
Um útgáfuna er fátt að segja. Ákveðið var að láta heimildirnar
tala sem mest sjálfar. Textinn er færður til nútímastafsetningar eftir
því sem unnt er, en orðmyndir látnar halda sér. Þó er so breytt í svo.
Leyst er athugasemdalaust úr algengustu böndum og skammstöfun-
um, en aðrar sýndar með svigum, einkum þegar um nöfn er að
ræða. Viðbætur útgefanda, t.d. orðskýringar, eru sýndar með
hornklofum, en stafir sem aukið er í orð, með oddklofum. Titill
presta er yfirleitt bundinn (Sr. eða Sra), en er hér oftast prentaður
66