Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 69
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
fullum stöfum síra. Heimildir sem vísað er til eru flestar í Þjóð-
skjalasafni, og má nefna að skammstöfunin Bps. merkir biskups-
skjalasafn.
I prestsþjónustubók Rípur og Viðvíkur stendur skrifað árið
1765: „Þann 22 Februarii, skírð af eðla velæruverðugum prófastin-
um, síra Halldóri Jónssyni, Anna Jónsdóttir og Guðrúnar Þórðar-
dóttur frá Hringveri, laungetin." Þessi Anna Jónsdóttir mun hafa
verið langa-langa-langamma mín. Vona ég að Halldóri Jónssyni sé
nú launað þetta embættisverk.
S.P.Í.
Vígsluœvisaga Halldórs Jónssonar
í ÞJÓÐSKJALASAFNI er varðveitt stutt æviágrip, sem Halldór
Jónsson skráði sjálfur 11. nóvember 1748, fáum dögum áður en
hann vígðist prestur að Þingeyraklaustri. Sú venja hafði þá
nýlega verið tekin upp, að prestsefni væru látin skrá æviferil
sinn í sérstakar bækur, sem nú kallast Vitæ Ordinatorum
(vígsluævisögur), og er frumritið í biskupsskjalasafni (Bps. D).
Sum æviágripin eru á íslenzku, önnur á latínu. Æviágrip Hall-
dórs Jónssonar er birt hér, fyrst frumtextinn á latínu, síðan
íslenzk þýðing. Strangt til tekið er latínutextinn ekki prentaður
stafréttur, t.d. er notkun á stórum og litlum upphafsstaf sam-
ræmd. Dr. Jakob Benediktsson fór höndum um latínutextann
og sneri honum á íslenzku. Auk þess eru fyrsta og þriðja
neðanmálsgrein frá honum runnar. Að sögn Jakobs er æviágrip
Halldórs á ágætri latínu.
Ego, Halldorus Iohannæus, natus anno redempti orbis
1723 in Melaneso, patre D(omi)n(o) Iohanne Halldori
filio, tunc temporis insulæ presbyterö, ac matre Helgá
Rafnonis filia. Inde vero insula relicta, parentes mei ad
sedem pastoralem Tiarnensem (in toparckiá Vadlensi) se
contulerunt, meqve ibidem per tres tenerrimos infantiæ
annos educaverunt, donec ecclesiæ Vallensis ea tempes-
67