Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 71
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
prestur eyjarinnar, og Helgu Rafnsdóttur. Foreldrar mín-
ir yfirgáfu eyna og fóru þaðan að prestsetrinu Tjörn (í
Vaðlasýslu) og ólu mig þar upp fyrstu þrjú bernskuár
mín, þangað til séra Eyjólfur Jónsson, sem þá var hinn
stjórnsamasti prestur Vallakirkju, tók mig svo sem í föð-
urfaðm sinn, kenndi mér kristin fræði og tók mig til Guðs
borðs ellefu ára gamlan. Tólf ára gamall var ég síðan falinn
á hendur Paul Christensen kaupmanni og fór til Dan-
merkur, þar sem ég var í eitt ár við nám í skóla Heilagrar
Meyjar og naut kennslu herra Andreas Stuppius. Þannig
fékk ég nokkra nasasjón af undirstöðuatriðum latneskrar
tungu en sneri aftur til ættjarðarinnar árið 1739.2 Þar tók á
móti mér áðurnefndur fóstri minn séra Eyjólfur, sem ég
má sárlega sakna (en hann er nú á himnum),3 og undir
kennslu hans lagði ég stund á frjálsar menntir til tvítugs-
aldurs, en þá sendi hann mig í latínuskólann á Hólum. Þar
naut ég skólakennslu í tvö ár undir séra Gunnari Pálssyni
skólameistara og var útskrifaður þaðan með burt-
fararvottorði 23 ára gamall árið 1746.4 Næsta sumar var ég
síðan hjá virðulegum föður mínum, en sumarið þar á eftir
kvaddi ég föðurhúsin,5 þar sem hágöfugur biskup stiftis-
ins hafði skipað mig djákna á Þingeyraklaustri, en því
embætti hef ég gegnt fram á þennan dag.
Skrifað á biskupssetrinu Hólum
11. nóvember 1748
Halldór Jónsson
2 Þetta gengur tæplega upp. Ef hann hefur farið út 12 ára og komið heim 1739,
hefur hann verið fjögur ár í Danmörku, þar af eitt í Vorfrúr skóla. Líklegra
er að hann hafi farið til Kaupmannahafnar haustið 1738, nýorðinn 15 ára.
3 Grísku orðin év ayioi5 (les: en hagiois) má þýða meöal heilagra, þ.e.a.s. í
himnaríki.
4 Afrit af vottorðinu er í Bps. B VIII 27, bls. 18 — 19. (Á latínu).
5 Þessi orð benda til þess að Halldór hafi ekki flutzt aifarinn að Þingeyrum
fyrr en sumarið 1747. Líklega hefur hann aðeins dvalið þar skamman tíma
69