Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 72
SKAGFIRÐINGABÓK
Eiðar og bréf
Hinn 17. nóvember 1748 vann Halldór Jónsson prestseið sinn.
Eiðurinn er enn til í frumriti aftan við prestastefnubók Steins
biskups Jónssonar í Þjóðskjalasafni (Bps. B IV 3), bls. 354. Þar
stendur, með eigin hendi og innsigli:
Præscriptum iuramentum præstitit electus Minister
ecclesiæ Thingeyrensis.
Holis, d(ie) 17. Novembris 1748
Halldorus Iohannis f(ilius)* 1
(LS)
Þetta er aðeins staðfesting Halldórs Jónssonar. Eiðurinn
sjáfur, sem vísað er til, er prestseiður síra Þorsteins Péturssonar
á Staðarbakka, sem er á bls. 352—3 í handritinu. Sá eiður er á
latínu, skráður á Flugumýri 28. ágúst 1748. Nokkru framar í
handritinu er djáknaeiður Halldórs Jónssonar, skráður á Hól-
um í Hjaltadal 4. desember 1746. Hann er á íslenzku og að
mestu samhljóða öðrum djáknaeiðum í sömu bók.
Halldór Jónsson dvaldist á Þingeyrum í fimm ár, 1746 —1751.
Þar bjó þá Bjarni Halldórsson sýslumaður Húnvetninga, harð-
snúinn embættismaður, en nokkur menntavinur. A þessum
árum hafði hann í þjónustu sinni Jón Olafsson frá Grunnavík,
sem skrifaði mikið fyrir sýslumann og barnaði eina vinnukonu.
Þarna tókust kynni með Grunnavíkur-Jóni og Halldóri
Jónssyni,2 sem entust allmörg ár eftir að Jón fór til Kaupmanna-
eftir djáknavígsluna (4. des. 1746), og ekki farið með kindur sínar og
persónulega muni frá Völlum í Svarfaðardal fyrr en vorið 1747.
1 Fyrrskrifaðan eið vann kjörinn prestur Þingeyrakirkju.
Hólum, 17. nóvember 1748. Halldór Jónsson
2 Hinn 29. desember 1746 er Halldór nýkominn að Þingeyrum, og staðfestir
þar, ásamt Grunnavíkur-Jóni, rétta uppskrift bréfs frá árinu 1544. Sjá
íslenzkt fornbréfasafn XI, bls. 313.
70